Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Page 15
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 15 Þetta var frábær upplifun segir Eyjapeyinn Kári Kristján Kristjánsson sem hampaði Evrópumeistaratitli í handbolta 18 ára og yngri eftir frábæran sigur á Þjóðveijum BÆJARSTJÓRN og fleiri færðu Evrópumeistaranum blóm við komuna til Eyja. íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leik- mönnum átján ára og yngri gerði heldur betur góða ferð austur til Slóvakíu en í borginni Kosice var leikið í lokakeppni Evrópumótsins. Leikið var í tveimur riðlum og fóru tvö efstu liðin upp úr hverjum riðli. Islenska liðið var í riðli með Ungverjum, Þjóðverjum, Slóvökum, Sló- venum og Rússum en liðið tapaði aðeins einum leik naumlega og mætti Svíum í undanúrslitum. Sáleikurvar mjög spennandi en eftir framlengdan leik sigruðu Islendingar. I úrslitum mættu strákarnir svo Þjóðverjum, eina liðinu sem hafði tekist að sigra Island í riðlakeppninni. Urslitaleiknum lauk með sannfærandi íslenskum sigri og þar með náði þetta unga og efnilega landslið merkasta áfanga Islendinga í hópíþrótt fyrr og síðar. Að standa uppi sem besta liðið í Evrópu er ekki lítið afrek en í íslenska hópnum var einn Eyjamaður, Kári Kristján Kristjánsson, sem vegna vasklegrar framgöngu sinnar innan sem utan vallar, fékk viðurnefnið víkingurinn. Erfitt ferðalag „Við byrjuðum á því að fljúga frá Keflavík til Kaupmannahafnar og þaðan fórum við til Prag. Frá Prag var svo flogið til Kosice en alls tók þetta ferðalag rúman hálfan sólarhring. Það var gott þegar ferðalaginu var lokið en aðtaðan þarna úti var ekkert sérlega glæsileg. Fyrst eftir að við komum æfðum við í vægast sagt illa fömu íþróttahúsi, það var t.d. gat á gólfinu. Svo eftir æfingu fóru við auðvitað í sturtu en það kom bara brúnt vatn úr sturtunum þannig að þetta voru svona „spes“ aðstæður," segir Kári og glottir út í annað. „í íþróttahöllunum var svo enginn klósettpappír á klósettunum. Hvemig ferðu á klósettið þegar það er enginn klósettpappír? Það er eitthvað sem mig langaði ekki til að vita þannig að því var sleppt. Keppnishallimar vom samt sem áður fínar, þeir vom með alþjóðleg gólf á vellinum sem er raðað saman fyrir svona keppnir þannig að það var í góðu lagi. Það var keppt í tveimur höllum og við vomm alltaf í sömu höllinni nema í úrslitaleiknum." Hvemig voru aðstœður á hótelinu? „Það var allt í lagi, það var reyndar ekkert verið að hafa of mikið fyrir viðhaldi en hótelið var í góðu lagi.“ Mikill undirbúningur Eg heyrði að þti hefðir verið með annan fótinn meira og minna í Reykjavík í swnar vegna undirbúnings ferðarinnar. „Já það er rétt. Við æfðum mjög vel fyrir keppnina og það hefur eflaust hjálpað okkur mikið þegar út var komið. Það var æft nánast hverja helgi í allt sumar og lágmark tvisvar á dag. Sumarvinnan var því ekki mikil hjá mér þetta sumarið en ég sé ekki eftir þessu. A milli var ég svo að lyfta hér heima og hlaupa með IBV á undirbúningstímabilinu þannig að þetta var mjög gott saman, lyfta héma í Eyjum og svo farið á boltaæfingar í Reykjavík með landsliðinu. Þetta hefði líka aldrei gengið upp nema með mikilli aðstoð góðra einstaklinga og fyrirtækja hér í bæ. Ég þurfti að safna fyrir ferðinni út sjálfur og fékk mjög góð viðbrögð hjá þeim sem ég leitaði til og fyrir það er ég óskaplega þakk- látur. En samt lendir alltaf einhver kostnaður á mér, HSI borgaði reyndar flug fyrir mig milli lands og Eyja en uppihald var á mínum herðum en eins og ég sagði áðan þá var þetta þess virði og ég þakka enn og aftur öllum þeim sem styrktu mig.“ Hvemig gekk svo sjálf keppnin fyrir sig? „Við byijuðum gegn Ungveijum og það byrjaði ekki vel því við lentum strax undir í fyrri hálfleik. Ég kom svo inn á í seinni hálfleik og reddaði þessu enda var ég kosinn maður leiksins," segir Kári og hlær. „Eftir það var komið meira sjálfs- traust í liðið þannig að þetta var vaxandi með hverjum leik. Leikurinn gegn heimamönnum í Slóvakíu var mjög eftirminnilegur enda var höllin full af áhorfendum og allt á suðu- punkti. Við vorum yfir þegar hálf mínúta var eftir og þeir skomðu svo mark í lokin sem dómaramir dæmdu gilt en eftirlitsdómarinn dæmdi það ógilt þannig að við unnum þann leik. Svo varð slys gegn Þjóðveijum, þar töpuðum við með einu marki og vorum miklir klaufar að tapa þeim leik. Það var samt ágætt að tapa fyrir Þjóðverjum, bæði kom það okkur niður á jörðina og svo skipti það í raun ekki máli upp á framhaldið." SvÍAGRÝLAN KVEÐIN í KÚTINN Islendingar hafa ávallt verið í miklum vandræðum með Svía í handboltanum og hefur Svíagrýlan verið nánast ódrepandi hin síðari ár. En íslenska liðið mætti Svíum í undanúrslitum. „Svíaleikurinn var svakalegur, einn sá svakalegasti sem ég hef tekið þátt í. Menn hafa alltaf verið að tala um einhverja Svíagrýlu en við hlustuðum ekkert á það. En leikurinn var mjög spennandi allan tfmann. Undir lokin voru þeir einu marki yfir og með boltann þegar hálf mínúta var eftir en þeir köstuðu honum út af. Við brun- uðum í sókn, ég fékk boltann inni á línunni og fiskaði víti. Við skomðum úr vítinu og leikurinn fór í fram- lengingu þar sem Svíagreyin áttu ekki möguleika.'1 Og svo var komið að úrslitaleiknum, hvernig varhann? „Urslitaleikurinn var í raun Iéttasti leikur keppninnar. Við vorum búnir að spila við Þjóðverja einu sinni og töpuðum klaufalega en vissum að hverju við gengum í þeim leik. Við unnum svo leikinn með fjómm mörkum, 27-23 en ég spilaði reyndar minnst í þessum leik, kom inn á í einhveijar tíu mínúturen spilaði miklu meira í hinum leikjunum." Erþað ekki rétt að þú varst notaður á línunni? „Jú, ég spilaði á línunni ef ég fór í sókn. Annars var ég mest í vöminni og svo þegar komu hraðaupphlaup, þá fór ég inn á línuna. Það vom frískir peyjar í vinstra hominu og ég hef áður spilað á línunni þannig að þetta var ekkert nýtt fyrir mér,“ sagði Kári um þátt sinn leikjunum. Fáránlega góð tilfinning „Það hefur mikið verið fjallað um skyttumar í liðinu, Amór Atlason og Asgeir Örn Hallgrímsson og að liðið sé byggt í kringum þá. Það er hins vegar ekki alveg rétt þvf liðsheildin skóp þennan sigur og andinn í hópnum var líka frábær,“ bætir Kári við. „Amór og Asgeir em klárlega bestu leikmenn liðsins en í hópnum voru allir jafnir og menn lögðust á eitt í þessari keppni. Þessi hópur hefur verið saman í um þrjú ár, kjaminn er svona tíu peyjar þannig að við þekkjumst mjög vel og það er mjög góður andi í hópnum." Hvernig upplifun erþað svo að verða Evrópumeistari, nokkuð sem svofáir Islendingar hafa upplifað? „Ja, það er varla hægt að lýsa því. Um helgina fer fram Samskipamótið í handknattleik en þá koma saman flest af bestu liðum landsins í kvenna- boltanum og leika hér í Eyjum. Þau lið sem taka þátt í mótinu eru Valur, Fylkir, Stjaman, Grótta/KR og svo að sjálfsögðu IBV en leikimir fara fram á föstudag milli 17.00 og 22.00 og svo á laugardag milli 11.00 og 18.00. Ókeypis er inn á leikina og eru Eyjamenn hvattir til að kíkja við í Iþróttamiðstöðinni til þess að skoða lið ÍBV. Liðinu hefur borist góður liðsauki í sumar en Guðbjörg Guð- mannsdóttir leikur á ný með IBV og auk þess hafa þær Nína K. Það er nátlúrulega bara fáránlega góð tilfmning enda erum við einu Evrópu- meistarar íslands í boltaíþróttum. Það var gaman að vera hluti af þessari heild sem náði þessum árangri og það vom allir sem lögðu sig frarn." Líst vel á TÍMABILIÐ En hvernig líst þér svo á komandi vetur með IBV? „Ég held að þetta verði bara mjög gott hjá okkur. Þetta reyndar skýrist svolítið með útlendingana, ef þeir verða sterkir þá gætum við alveg blandað okkur í toppbaráttuna. Við höldum flestum af þeint sem voru í fyrra en fáurn mjög góðan markvörð til okkar, Jóhann Guðmundsson. En persónulega hlakka ég bara til að byrja. Ég hef líklega aldrei verið íjafn góðu formi fyrir tímabilið enda búinn að æfa eins og skepna í sumar þannig að hjá mér er bara eftirvænting." julius@eyjafrettir Bjömsdóttir og Anja Nielsen gengið í raðirÍBV. Niðurröðun leikjanna er annars þessi: Föstudagurinn 22. ágúst 17:00 Stjaman-Grótta/KR 18:15 ÍBV-Fylkir/ÍR 19:45 Grótta/KR-Valur 21:00 ÍBV-Stjarnan 21:00 Valur-Fylkir/ÍR Laugardagurinn 23. ágúst 11:00 Valur-Stjaman 12:30 Grótta/KR-Fylkir/ÍR 14:00 Valur-ÍBV 15:30 Fylkir/ÍR-Stjarnan 17:00 Grótta/KR-ÍBV Samskipamótið í kvennahandbolta í Vestmannaeyjum um helgina: Flest bestu liðin mæta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.