Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Side 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 30. september Vertu með í kórstarfi Hauststarf Kórs Landakirkju er að hefjast. Einn meginþátturinn í því starfi eru m.a. hinir árlegu jóla- tónleikar sem verða haldnir um miðjan desember að vanda. Eins og mörg undanfarin ár hefur kórinn á þcim tónleikum llutt þekkt og vinsæl jólalög og má segja að með tónleikunum hafi skapast skemmtileg hefð sem er orðinn ómissandi hluti af jólaundirbúningnum og menningar- lífinu í Vestmannaeyjum. Að vanda munu einsöngvarar setja svip sinn á jólatónleikana og er ekki að efa þar verður valinn maður í hverju rúmi. Fyrir skömmu var tekin upp sú nýjung á jólatónleikum kórsins að láta tónleikagesti taka þátt í fjöldasöng í lok tónleikanna. Það hefur gefist mjög vel og orðið mjög vinsælt. Því verður áffam haldið þessu sinni og er ekki að efa að fjöldasöngur í kirkjunni mun skapa sannkallaða jólastemmingu. I Kór Landakirkju er alltaf pláss fyrir nýja félaga. Þess vegna auglýsir kórinn nú eftir áhugasömu söngfólki sem vill taka þátt í þróttmiklu, líflegu og skemmtilegu starfi. Kórinn er skemmtilegur félagsskapur. Kannski passar hann einmitt fyrir þig. Hvers vegna ekki að reyna? Kór Landakirkju stefnir á öflugt starf í vetur Hafðu samband við einhvem eftir- talinna: Guðmund H. Guðjóns sími 481 2551, Gunnar St. Jónsson stmi 481 1417, Ingu Jónu Jónsdóttur sími 481 1959, Marý Gunnarsdóttur sími 481 1568, Kristmann Karlsson sími 481 1972 og Ragnar Óskarsson sími 481 1177. Sjáumst sem fyrst. Fréttatilkynningfrá Kór Landakirkju. MYNDAÐ á Jökulsárlóni fyrir nokkru en á þriðjudaginn var myndað við Dyrhólaey. íslendingur vinsæll í kvikmyndum -Er með í Bjólfskviðu og kanadískri sjónvarpsmynd Bæjarráð: Eðlileg umræða um þriggja ára áætlun? Vikingaskipið íslendingur fékk óvænt hlutverk í kvikmyndinni Bjólfskviðu en tökur hafa staðið yfir hér á landi undanfarið. Gunnar Marel Eggertsson sagði aðstandendur myndarinnar hafa haft samband við sig og viljað fá íslending við tökur á Jökulsárlóni og við Dyrhólaey. „Bjólfskviða er elsta handrit sem til er á ensku og talið að það sé skrifað í kring um 700. Kviðan, sem fjallar um Bjólf, er mikill skáldskapur og ævintýri, eitthvað í ætt við Hringadróttinssögu. Við vorum með skipið á Jökulsárlóni 4. september en það verður að segjast eins og er að það hefur verið mikil vinna í kring um þetta allt saman,“ sagði Gunnar. Skipið er 23 metrar að lengd og 5.2 metra breitt og eðlilega var mikil vinna að flytja skipið á bíl að Lóninu frá Reykjanesbæ. „Við fluttum íslending að næturlagi en skipið er miklu breiðara en Jökulsárbrúin og það þurfti heilmiklar tilfæringar við flutninginn yfir brúna, setja skipið á hliðina, upp á rönd o.s.frv. Síðan var skipið flutt til Þorlákshafnar og Lóðsinn dró það til Eyja og að Dyrhólaey þar sem tökur i'óru ffam 23. september." sagði Gunnar. Lóðsinn dró Islending til baka til Þorlákshafnar á þriðjudag. „Það var búið að ákveða að skipið færi ekki á flot í framtíðinni en Islendingur hefur verið á þurru undanfarið og geymdur í húsi í Reykjanesbæ. Þar af leiðandi var skipið orðið gisnara og þurfti að þétta það og laga til að koma öllu heim og saman. Við áttum sem sagt ekki von á að það færi á sjó aftur en það stendur til að byggja heilmikið hús yfir skipið þar sem það verður til sýnis í framtíðinni. Fyrir 3 til 4 dögum hafði kanadísk sjónvarpsstöð samband við mig og þeir vilja mynda Islending við Islandsstrendur 20. og 21. október. Kanadamennimir eru að gera heimildarmynd um Vesturfarana og hugmyndin er að vera með senur um landnámið fyrir vestan íyrirl25 árum og landnámið hér fyrir 1000 til 1200 árum og þar á íslendingur að koma við sögu.“ Gunnar Marel segist hafa séð um þetta verkefni í tengslum við Islending en hann á 20 prósent í skipinu. „Eg sé unt viðhald og verð í kring um þetta þar til endanlegt húsnæði yfir skipið verður klárt. Mér finnst líklegt að þetta sé með allra síðustu sjóferðum íslendings en maður veit samt aldrei hvað kemur upp í framtíðinni,“ sagði Gunnar Marel. Á fundi bæjarráðs á mánudag lagði Amar Sigurmundsson (D) fram ósk um að fjallað yrði um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var á síðasta bæjarstjómar- fundi. Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri sagði að þriggja ára áætlun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 16. september sl. hafi að geyma alla helstu þætti er varða samskipti við Fasteign hf., svo sem innstreymi fjár- muna vegna sölu eigna og tilsvarandi lækkun á mati eigna. Jafnframt er sýnd ráðstöfun sölu- verðsins til lækkunar skulda og annarra þátta. Hvað varðar rekstur er gert ráð fyrir nettó bata að upphæð 20 milljónir króna árlega. „I næstu þriggja ára áætlun má vænta þess að þessar fjárhæðir verði nákvæmari en meginlínumar hafa verið dregnar í núverandi áætlun. Það em engar for- sendur fyrir því að færa leigusamning við Fasteign hf. sem skuldbindingar í efnahagsreikningi, frekar en aðra húsaleigusamninga bæjarins, framtíð- arskuldbindinga vegna lána eða innri leigu til Eignarsjóðs, enda er Vest- mannaeyjabær ekki skuldbundinn til þess að leysa eignir til sín að loknum leigutíma. Það er sennilegt að leigu- samninga verði getið í skýringum með ársreikningi en farið verður eftir leiðbeiningum frá endurskoðanda bæjarins í þeim efnum. Þannig stendur núverandi þriggja ára áætlun óhögguð sem rammi um fjárhag bæjarins næstu þrjú árin og lýsir þeim Á fundi bæjarráðs á mánudag lagði Amar Sigurmundsson (D) fram tillögu um að bæjarráð skori á þingmenn Suðurkjördæmis að sjá til þess að framkvæmdum og lagningu bundins slitlags á tæplega 5 km kafla á Bakkavegi verði lokið á fyrri hluta næsta árs. „Bæjarráð bendir á að gert er ráð fyrir fjárveitingum til þess að ljúka verkinu á vegaáætlun 2004 til 2006.“ Verkið hefur enn ekki verið boðið út og áætlaður framkvæmdatími ekki í samræmi við loforð þingmanna og frambjóðenda í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. „Að end- ingu bendir bæjarráð á að ráðgert er að taka nýja flugstöð í notkun á Bakka- flugvelli í mars 2005 og er þessi tæplega fimm kílómetra vegarkafli sá eini sem ekki er bundinn varanlegu ákvörðunum sem teknar hafa verið.“ Amar bókaði og sagðist ósammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í svari bæjarstjóra. Segir hann að engin efnisleg umræða hafi farið fram í bæjarstjóm um breytingar á þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar. „Fyrri umræða fór fram um þriggja ára áætlun bæjarins 27. maí sl. og varð samkomulag um að fresta síðari umræðu þar til niðurstaða kæmi í viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Sérstakur óháður ráðgjafi á vegum bæjarins, Ingvi Elliðason, hjá KPMG lét þá skoðun mjög skýrt í ljós á borgarafundi í vor að Vest- mannaeyjabæ beri skylda til þess að geta 30 ára húsaleiguskuldbindinga við Fasteign hf. meðal annarra skuldbindinga bæjarfélagsins. Þessar gríðarlegu skuldbindingar sem nema alls 3.100 milljónum á núverandi verðlagi ásamt breytingum á niður- stöðum rekstrar- og efnahagsreiknings verða að koma skýrt fram í þeim áætlunum sem bæjarstjóm samþykkir. Annað gengur ekki og er ekki í samræmi við góða reikningsskila- venju.“ Bergur bókaði þá aftur og sagði að halda því fram að ekki sé unnið eftir góðri reikningsskilavenju sé fráleitt. „Vestmannaeyjabær mun færa sitt bókhald samkvæmt þeim lögum og reglum sem um slíkt gilda, þ.e. á sam- bærilegan hátt og önnur sveitarfélög." Andrés Sigmundsson (B) og Lúðvík Bergvinsson (V) óskuðu eftir að taka undir bókanir bæjarstjórans. slitlagi á þessari fjölfömu leið.“ Lúðvík Bergvinsson (V) bókaði að eðli málsins samkvæmt tæki hann ekki þátt í afgreiðslu málsins. Sagði hann til upplýsinga að á fundi þing- manna Suðurkjördæmis í mars sl. hafi verið ákveðið að fela Vegagerðinni að taka saman upplýsingar um fram- kvæmd verksins svo hægt væri að bjóða það út fyrir árslok 2004. Sagði hann að samtals hafi verið ákveðið að leggja 83 milljónir króna í verkið, 23 í ár, 38 milljónir á næsta ári og 23 milljónir árið 2006. „Komi ekki til niðurskurðar núverandi ríkisstjómar á gildandi samgönguáætlun má gera ráð íyrir því að þessi áætlun standi." Andrés Sigmundsson tók undir tillögu Amars enda hafi sambærileg ítarleg tillaga verið samþykkt áður. Bakkaflugvöllur: Framkvæmdir að hefjast við flugstöð Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður, staðfesti í gær að komið væri leyfi frá samgönguráðuneytinu til að hefja byggingu á nýrri flugstöð á Bakkaflugvelli. Guðjón sagði að búið væri að bjóða verkið út og hefði Flugmála- stjóm sótt um leyfi til samgöngu- ráðuneytisins til að ganga til viðræðna á grundvelli tilboða. Um er að ræða framkvæmd upp á 50 milljónir króna. „Flugstöðin á að verða rúmir 200 fm og gert er ráð fyrir plani framan við hana. Nú þegar samþykki er komið verður fljótlega hafist handa og á verkinu að vera lokið fyrir 1. apríl á næsta ári. Þetta verður mikil framför og löngu tímabært að koma upp góðri aðstöðu fyrir farþega á Bakkaflugvelli sem er með fjölfamari flugvöllum á landinu,“ sagði Guðjón. Vilja ljúka fram- kvæmdum á Bakkavegi FRÉTTIR Etgefandi: Eyjasýn eíif. 480278-051!) - Vestmannaeyjum. Iíitstjöri: Omar (íanlarsson. Blaðainenn: Sigureveinn Þóiðarson, Guðbjörg Sigurgeii-sdóttir. Í]>róttir: Jíilíus Ingason. Abyigdanneiin: Oniar Garilaisson & Gísli Valtýsson. Prentvinnn: Eyjnsýn/ Eyjajii'ent. Vestinannaeyjiiin. Adsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Shnar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafjióstur’. frettir@eyjafrottir.is. Veffang: littp//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koraa út alia fimintudaga. Bladid er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinuni, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flugliafnarversluninni, Krónunni, Ísjakanura, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinui Friðarliöfn og í Jolla í Hafnarfirdi ogafgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR ern prontadar í 2IKK) eintökum. FRÉTITR eni aöilar að Samtökuni biejar- og héraðsfróttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósraynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.