Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Side 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 Tólf rúður brotnar Tvö skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Fyrra tilvikið átti sér stað að kvöldi 21. sept- ember sl. en um var að ræða skemmdir á tækjum í porti Ahalda- hússins. M.a. voru brotnar rúður í bifreið og jarðýtu sem vom í portinu. Seinna tilvikið átti sér stað um sl. helgi þegai' brotnar vom alls 12 rúður í veiðafærahúsum Glófaxa, Gandí og Hugins við Strandveg. Ekki er vitað hver eða hverjir vom að verki í þessum tveimur tilvikum en lögreglan biður alla þá sem geta geftð upplýsingar um hugsanlega gerendur að hafa samband. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni en um var að ræða þjófnað á reiðhjóli sem stóð fyrir utan Faxastíg 39. Mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað eftir hádegi á föstudaginn. Um er að ræða grænt Huffy 28 tommu reiðhjól. Ölvaður stal bíl Tveir ökumenn vom teknir vegna gmns um ölvun við akstur og í öðm tilvikinu var um þjófnað á ökutæki að ræða sem endaði með því að bifreiðin lenti utan vegar rétt vestan við Sorpu. Fékk ökumaður að gista fanga- geymslu lögreglu þar til vfman rann af honum. í tilefni af þessu vill lögreglan benda eigendum ökutækja að ganga þannig frá bifreiðum sínum að enginn óviðkomandi komist inn í þær. Magnús Matthíasson formaður TV: Félagið í eigið húsnæði Kennarar funda með bæjarfulltrúum: Verið að fást við margra ára vanda Nú um miðjan september festi Talllélag Vestmannaeyja kaup á húsnæði fyrir starfsemi sína að Heiðarvegi 9. Er þetta í fyrsta sinn í 78 ára sögu Taflfélagsins, sem félagið heldur uppi starfsemi í eigin húsnæði, en félagið var stofnað í ágúst árið 1926. Starfsemi Taflfélagsins hefur verið mjög virk undanfarin ár, en það hefur ávallt staðið félaginu fyrir þrifum að vera á sífelldum hrakhólum með húsnæði og nú sér loksins fyrir endann á því. Velvilji bæjarylirvalda skiptir sköpum Þegar Taflfélagið missti enn einu sinni húsnæði sitt á vordögum var ljóst að við svo búið yrði ekki lengur unað. Var því gengið til viðræðna við bæjar- yfirvöld um aðkomu þeirra að enn frekari uppbyggingu skáklistarinnar í Vestmannaeyjum. Það var Taflfélag- inu, og ekki síður bæjarfélaginu, til happs að ráðamenn bæjarins voru á einu máli um mikilvægi þess að halda áfram stórsókn skákarinnar í Eyjum. Með það markmið í huga gerðu Taflfélagið og bæjaryfirvöld samning þess efnis að félagið sjái um fræðslu- og skákkennslu fyrir grunnskólaböm í Eyjum, en greiðslur sem félagið fær fyrir þessa kennslu renna beint í afborganir af húsnæðinu. Hér er um tfmamótasamning að ræða, sem á sér enga hliðstæðu á landinu. Samningurinn ber vitni þess metnaðar sem bæjaryfirvöld og Tafl- félagið hafa þegar kemur að skák- kennslu grunnskólabarna. Æfingar og skákmót í vetur I vetur verða skákæfingar á sunnu- Varlega í verkfalli Akureyrarbær hyggst bjóða upp á dagskrá fyrir böm og unglinga í bænum ef verkfall kennara dregst á langinn. Einnig verða gerðar ráðstafanir til að koma til móts við fjölskyldur fatlaðra bama. Verður dægradvölin utan skólatíma til að fara ekki inn á verksvið kennara. Fleiri sveitarfélög em að skoða dögum kl. 14:00 fýrirgrunnskólaböm, eins og verið hefur undanfarin ár. Á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 verða skákmót fyrir fullorðna. Þessi fimmtudagsmót em einnig ætluð lengra komnum bömum og ung- lingum og munu þau ekki standa lengur en til kl 22:00. Ekki er enn komin tímasetning á skákkennslu félagsins, en ráðgert er að hafa sérstakar æfingar fyrir byrjendur á gmnnskólaaldri og einnig æfingar fyrir þá sem lengra eru komnir til viðbótar ofangreindum sunnudagsæf- ingum og fimmtudagsmótum, en starfsemi félagsins verður auðvitað sniðin að þátttöku, sem virðist ætla að verða framar björtustu vonum. Tímasetningar á skákkennslunni verða auglýstar síðar. Sparisjóðsmótið og opnunarhátíð Laugardaginn 2. október kl 14:00 heldur Sparisjóður Vestmannaeyja, í samvinnu við Taflfélagið, skákmót í húsakynnum Sparisjóðsins. Mótið er öllum opið og er börnum og unglingum sérstaklega boðið að taka þátt. Meðal keppenda verða Helgi Ólafsson stórmeistari og Sævar Bjamason alþjóðlegur meistari, en þeir em báðir félagar í TV. Auk þeirra munu margir af ráða- mönnum bæjarins og ýmsir aðrir þekktir og óþekktir bæjarbúar taka þátt. Kl. 19:00-21:00 verður síðan opið hús í húsnæði Taflfélagsins þar sem húsnæðið verður formlega tekið í notkun og Vestmannaeyingum og öðrum velunnurum Taflfélagsins verður boðið að fagna þessum merka áfanga með félagsmönnum. Magnús Mattlu'asson, formaður TV. þennan möguleika. Að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar bæjarstjóra hefur þetta ekki kontið upp í umræðuna hér. „Við viljum bíða rólegir. Þetta em alltaf viðkvæm mál en ef verkfallið dregst á langinn þá verða menn að huga að því eins og verið er að gera víða annars staðar." Sagði Bergur að allir vilji fara varlega í svona málum og gæta þess að traðka ekki á rétti fólks. Gmnnskólakennarar í Eyjum boðuðu Guðjón Hjörleifsson á fund á þriðjudag en kennarar em með verkfallsvakt í húsi Líknar við Heiðarveg. Ólafúr Lámsson sat einnig fundinn en hann á sæti í samninga- nefnd kennara. I máli kennara og skólastjómenda kom fram að sveitarfélögin þyrftu að koma með beinni hætti að deilunni og talsverð gagnrýni beindist að Launa- nefnd sveitarfélaga. Einnig að endurskoða þyrfti verkaskiptingu sveitarfélaga og ríkis. Kennarasam- bandið hafi varað við því að sveitarfélögin réðu illa við svo stóran pakka eins og yfirtöku gmnnskólanna. Miklu háværari kröfur væm uppi í samfélaginu um þjónustu og til dæmis hefðu ekki verið stuðningsfulltrúar við störf þegar ríkið sá um skólana. Þetta væri jákvæð breyting en kostaði peninga. Einnig kom fram að kennara- laun hafi verið i sögulegu lágmarki þegar yfirtakan fór fram og þar af leiðandi væri verið að fást við margra ára vanda. Nú væri talað um að stytta ætti framhaldsskólana og það þýddi að flytja ætti kennsluna yfir á gmnn- skólana sem þýddi aukin fjárútlát fyrir sveitarfélögin. Tímabært að fá fund Svava Bogadóttir, formaður Kennara- félags Vestmannaeyja, sagði að þeim hafi fundist tímabært á níunda degi verkfalls að láta sveitarstjómarmenn svara fyrir stöðuna sem virðist í hnút. „Við fengum á skrifstofuna til okkar þingmanninn og sveitarstjómar- manninn Guðjón Hjörleifsson. Hann sagðist hafa mikinn skilning á kröfum kennara og mælti með því að bæjar- * m ^iTm LÖGRE.íLAN stjóm bæði um sérstakan fund með Launanefnd sveitarfélaga sem fyrst og mun hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til bæjarstjóra síðdegis í dag,“ sagði Svava sem var ánægð með mæt- inguna. „Það er mikill hugur í félags- mönnum og í gær, miðvikudag, hafa boðað komu sína fleiri fulltrúar úr bæjarstjóm Vestmannaeyja og er það góðs viti að sveitarstjómarmenn em tilbúnir lil að ræða málin.“ Vill fund með Launanefnd Guðjón Hjörleifsson var bæjarstjóri þegar sveitarfélögin tóku yftr rekstur gmnnskóla. „Eg var hræddur um að þessi pakki yrði stór og var á móti en reiknimeistarar Samþands sveitar- félaga vom of gráðugir. Það var vitað mál þegar þetta kom heim í hérað að laun kennara vom lág en fulltrúar sveitarfélaga töldu borð fyrir bám. Utsvarsprósentan var 8.4 prósent til 9,1 prósent en með breytingunni var heimilað að hækka hana í 13,3 prósent og þar af fóm 0.77 í jöfnunarsjóð.“ I máli Guðjóns kom fram að launa- nefnd gmnnskóla hefur afgerandi umboð sveitarfélaga en það bæri ansi mikið á milli. „Eg tel eðlilegt að bæjarstjóm fái fulltrúa launanefndar til að halda fund með bæjarstjóm og fari yftr stöðuna. Sambandið er með þetta á sinni könnu. Ef menn vilja ræða breytingar á verkaskiptingu og fjár- hagsleg samskipti ríkis og sveitar- félaga þá er það annar hópur sem fjallar um það,“ sagði Guðjón. Þegar hann var spurður út í stöðuna eftir fundinn sagðist hann ekki sjá neina leið út úr þessu. „Það ber svo mikið í milli að ríkissáttasemjari Fleiri stútar í ár Alls hafa á þessu ári 14 ökumenn verið kærðir af lögreglu vegna gmns um ölvun við akstur. í fyrra á sama tíma höfðu 10 ökumenn verið kærðir og sami íjöldi árið 2002, eða 10. Af öðmm umferðarlagabrotum var kært fyrir ranga notkun á Ijósabúnaði, hraðaksturs og vanrækslu á að nota öryggisbelti. treystir sér ekki til að koma með sáttatillögur. Eina vitið væri að samn- inganefndin drægi sig út úr þar sem þeir gætu fjallað um málin í frlði þar sem ljölmiðlamenn bíða ekki fyrir utan,“ sagði Guðjón. Viljum njóta Iaunaskriðs Olafur Lámsson, kennari, situr í samninganeffid gmnnskólakennara og sagði eftir fundinn að langt bil væri milli samningsaðila. Hann benti á að 90 prósent kennara hefðu samþykkt verkfallsaðgerðir og Launanefnd sveitarfélaga hefði ekkert nálgast kröfur kennara. „Tilboð Launanelndar em alltaf eins og það hefur ekkert nýtt komið fram. Kröfur okkar byggjast á því að við njótum þess launaskriðs sem orðið hefur í landinu og við miðum okkur við starfstéttir með sambærilega menntun. Kröfumar miðast við 26 stunda kennsluskyldu og að laun yngstu kennara verði 250 þúsund á samningstímanum. Sér- eignarspamaður er inni í kröfunum en gmnnskólakennarar hafa ekki notið þeirra kjara,“ sagði Olafur og var því næst spurður hvemig hann skynjaði andrúmsloftið á fundinum. „Fólk er mjög áhyggjufullt og mjög ósátt við að ekki skyldu nást samn- ingar áður en til verkfalls kom. Skólastarf raskast mjög mikið og við emm með böm sem ekki þola þessa röskun. Samningafundur er boðaður á fimmtudag hjá ríkissáttasemjara og maður vonar að eitthvað gerist,“ sagði Ólafur en hann var á leið á fund hjá samningafund kennara í gær, mið- vikudag. Alvarlegt slys Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu og átti það sér stað sl. laugardag á Strembugötu. Þama hafði bifhjóli verið ekið suður Strembugötu með þeim afleiðingum að ökumaður þess missti stjóm á hjólinu og féll af því. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús og var lagður inn vegna áverka sem hann hlaut. UNGLINGASTARF TV hefur verið ötlugt undanfarið. ÓLAFUR og Guðjón sitja fyrir svörum hjá kennurum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.