Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fiommtudagur 30. september 2004 Arnoddur, Gunnlaugur og Þorbjörn: Bjargvættir til þjónustu reiðubún Þeir eru sannarlega bjargvættir Vestmannaeyja, þeir bræður Arnoddur og Gunnlaugur Erlendssynir kafarar og skipstjórinn þeirra, hann Þorbjöm Víglundsson. í hverl skipti sem eitthvað bjátar á með vatnsleiðslumar til Vestmannaeyja eru þeir kallaðir til. Þeir reka fyrirtækið Sætak sem sérhæfir sig í köfun og verktaka- vinnu neðansjávar og byggja þeir á mikilli reynslu á þessu sviði. Þeir vom kallaðir til þegar vatnsleiðsl- umar fóm í sundur í síðustu viku og komu þeir í veg fyrir að neyðarástand skapaðist í Eyjum. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað vatnið er okkur mikilvægt svo sjálfsagður hluti er það af okkar daglega lífi. En það er ekki ofsögum sagt að án vatns myndi allt líf í Vestmannaeyjum lamast á ekki mörgum dögum. „Við emm einstaklega reyndir," sagði Gunni í hálfgerðri kerskni þegar þeir bræður vom spurðir að því hvað lengi þeir hefðu stunda köfun. „Við emm búnir að vera í þessu í ein 16 til 17 ár,“ sagði Addi í svipuðum tón. Á mörkum hins mögulega Þeir hafa starfað í allt í kringum ísland og þeir komu að björg- unartilraunum á Guðrúnu Gísla- dóttur KE sem hvílir á hafsbotni við Noreg. „Við vomm að vinna þar þegar leiðslurnar skemmdust norðan við Elliðaey í ofsaveðri þann 11. febrúar 2003. Þá var kallað í okkur og fór Gunni þá strax heim til að kanna aðstæður," sagði Addi en þetta vom ekki þeirra fyrstu kynni af vatnsleiðslunum. „Áður höfðum við unnið við bæði vatnsleiðslumar og rafstrengi og þá aðallega í fyrirbyggjandi aðgerðum. Við höfðum unnið að því að setja hlífar á leiðslumar á þeim stöðum þar sem þóttu mestar líkur á skemmdum. En þessi staður norðan við Elliðaey kom okkur á óvart en þarna er 51 m ofan á leiðslumar," sagði Addi. Þeir segja að þama sé komið að mörkum þess sem kafarar geta unnið ADDI og Gunni hafa mikla reynslu í köfun og þekkja vel aðstæður við Eyjar. Vatnsleysi í langan tíma lamaði allt líf í Eyjum Verði vatnslaust um lengri tíma er erfitt að sjá annað en að hér yrði allt meira og minna lamað, svo erum við háð vatninu. Gömlu úrræðin eru ekki til staðar lengur og hvernig á að bregðast við er spurning sem vert er að skoða. Vestmannaeyingar voru hressilega minntir á það á miðvikudagskvöldið að þeir búa á eyju og eru háðir því að hingað berist vatn ofan af landi eftir tveimur leiðslum sem hingað liggja. Eyja- fréttir.is greindu frá því fyrstar fjölmiðla um kvöldmatarleytið á miðvikudaginn að önnur leiðslan væri farin í sundur og var ástæðan rakin til grafskips sem vann við dýpkun í innsiglingunni. Seinna kom í Ijós að báðar leiðslurnar voru í sundur og voru skemmdar á fjögurra metra kafla. I miðlunartanki voru um 5000 tonn af vatni sem áttu að endast í þrjá til fjóra daga við eðlilega notkun. Iþróttamiðstöðinni og sundlauginni var lokað og skrúfað fyrir vatn til hafnarinnar. Bæjarbúar voru þó hvattirtil að fara sparlega með vatnið sem var komið niður í 700 tonn í tanknum þegar minnst var. Viðgerð hófst strax og tókst að koma annarri leiðslunni saman og vatn fór að streyma til Vest- mannaeyja á ný. Atburðarásin Sigurjón Ingólfsson veitustjóri og Ívar Átlason forstöðumaður vatnsveitu- og hitaveitumála hjá Hitaveitu Suðumesja höfðu í mörg hom að líla þessa dagana við stjóm aðgerða. Sigurjón sagði í samtali við Fréttir að ekki væri margt um málið að segja á þessari stundu. Það væri í rannsókn sem á að reyna að Ijúka sem allra fyrst. Ef atburðarás er rakin þá hætti vatn að koma um leiðslumar um klukkan fimm síðdegis á miðvikudaginn og beindist grunur strax að grafskipinu sem var að störfum rétt utan við hafnargarðana. Á fimmtudagsmorg- uninn fannst skemmdin en þama em leiðslurnar grafnar í sand og var dæluskipið Vestmannaey fengið til að dæla ofan af þeim. Einnig komu kafarar úr Reykjavík með dælur til að hreinsa betur þannig að betra var að komast að skemmdinni. Þegar kafarar komust að leiðslunum kom í ljós að þær vom í sundur og skemmdar á um íjögurra metra kafla. Það var því ljóst að viðgerð var umfangsmeiri en menn höfðu vonast til því upphaflega var gælt við að um gat væri að ræða á leiðslunum. Þegar var ákveðið að gera við aðra leiðsluna til bráðabirgða og var útbúinn bútur til að skella í. Ekki hélt fyrsta viðgerð en síðdegis á laugardaginn tókst að koma leiðslunni saman. Þrýstingi er haldið í lágmarki en að mati Sigurjóns á vatnstankurinn að fyllast um helgina. Vatnsleiðslumar til Eyja em mis- sverar og núna streymir vatn um þá sverari. Sigurjón sagði að eftir að búið verður að gera við hina leiðsluna til bráðabirgða verði strax hafist handa við að styrkja viðgerðina á stærri leiðslunni. Eftir það verði rætt við framleiðendur leiðslnanna og ákveðið hvemig staðið verður að endanlegri viðgerð. Lán 1 óláni Það var Ián í óláni að vinnsla í fiskvinnslufyrirtækjum er ekki í fullum gangi. Reyndar er vinnsla á bolfiski eðlileg, miðað við árstíma en hvorki er verið að vinna loðnu né síld sem kallar á mikla vatnsnotkun. En samt sem áður em vatnsleiðslumar tvær lífæðar Vestmannaeyja í þess orðs fyllstu merkingu. Þó rafmagnið skipti ekki síður máli er til staðar varaafl í Eyjum, komi til þess að strengimir, sem flytja okkur rafmagn frá fastalandinu, slitni. Fari vatns- leiðslumar aftur á móti í sundur er fátt til ráða taki viðgerð lengri tíma en þijá til Ijóra daga. Það er ekki nóg með að allt atvinnulíf lamaðist heldur færi allt daglegt líf úr skorðum. Og kannski yrði að grípa til sturtuferða upp í Þorlákshöfn áður en illa lyktandi tær yrðu til vandræða í samskiptum fólks. Fyrir skömmu afhenti Marinó Sigursteinsson, í Miðstöðinni, vatnsdrykkjarbmnn og upplýsingaskilti um sögu vatnsbúskapar í Vestmannaeyjum. Sigurgeir Jónsson samdi textann með myndunum og þar segir m.a. að Sjóveita Vestmannaeyja hafi verið tekin í notkun árið 1932 en aðdragandinn að stofnun hennar var vatnsleysi í Eyjum. Sjórinn var að mestu notaður í fiskvinnslu og í Sundlaug Vestmannaeyja sem fór undirhraun 1973 ásamt sjóveitutankinum. Það var svo í júlímánuði 1968 sem vatnsleiðsla var lögð frá landi sem er enn þann dag eitt stærsta verkefni sem eitt sveitarfélag hefur ráðist í. Samhliða var unnið við lögn vatnsveitu í sjálfum bænum og öll hús tengd veitunni. Þann 20. júlí 1968 var mikill mannsöfnuður á Nausthamarsbryggju og vel fagnað þegar Magnús H. Magnússon bæjarstjóri kippti í spotta sem losaði tappa í enda leiðslunnar um borð í kapalskipinu og tært lindarvatnið streymdi í fyrsta sinn í Eyjum. Margra alda neyð í vatnsbúskap Eyjamanna var lokið," segir Sigurgeir í samantekt sinni. Fram að því voru Eyjamenn háðir vatni úr Vilpunni og Herjólfsdal og rigningarvatni sem var safnað í brunna sem enn er víða að finna í húsum í Vestmanneyjum. „Það vatn var illa drykkjarhæft og fara þurfti sparlega með það. í þurrkatíð tæmdust brunnamir og þá varð að kaupa vatn. Sérstakir tankbílar sáu um þá þjónustu,“ segir á öðrum stað í samantektinni. Þetta er ritjað upp í ljósi síðustu atburða í vatnsmálum okkar Eyjamanna, þar sem sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að leiðslumar geti farið í sundur í lengri eða skemmri tíma. Verði það um lengri tíma er erfitt að sjá annað en að hér yrði allt meira og minna lamað, svo emm við háð vatninu. Gömlu úrræðin em ekki til staðar lengur og hvemig á að bregðast við er spuming sem vert er að skoða. Til að byrja með atvinnufyrirtækjum og opinberum stofhunum lokað, næsta skref gæti orðið mjög stíf skömmtun. þá væri hugsanlega skrúfað fyrir allt neysluvatn og á endanum kæmi að hitaveitunni sem þarf sinn skammt af vatni þó um hringrás sé að ræða. Þá gætu sturtuferðir í Þorlákshöfn orðið valkostur fyrir illlyktandi, atvinnulausa og kalda Eyjamenn. 4-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.