Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Page 13
Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004
13
Leynast
Lærisveinaföt
á þínu heimili?
Kæm foreldrar og forráðamenn Litlu
lærisveina undanfarin ár. Okkur í
Litlurn lærisveinum sárvantar bæði
skokka og drengjaföt sem hafa farið
heim með fyrmm söngfélögum og
ekki skilað sér aftur.
Vinsamlegast athugið í fataskápana
ykkar og kanið hvort þið finnið bún-
inga. Komið skokkum, blússum,
skyrtum, buxum og vestum sem fyrst
í Safnaðarheimilið.
Takkfyrir að hjálpa okkur
Guðrún Helga og Joanna, kórstjórar
Litlu Lærisveina
Stuðningur við
kennara
Almennur fundur í Kennarafélagi
Framhaldsskólans í Vestmanna-
eyjum, haldinn 28. sept. 2004, sendir
gmnnskólakennumm baráttukveðjur í
yfirstandandi verkfalli. Jafnífamt lýsir
fundurinn yfir fullum stuðningi við
kjarabaráttu gmnnskólakennara og
hvetur þá til áframhaldandi baráttu
fyrir bættum kjömm.
Gísli Valtýsson skrifar:
Algjörlega óásættanleg bæjarstjórn
Trúnaðarbrestur
er staðreynd,
sagði Guðrún
Erlingsdóttir,
forseti bæjar-
stjómar Vest-
mannaeyja m.a.
í opnuviðtali í
Fréttum í
síðustu viku og
átti þar við
samstarf meiri-
og minnihluta bæjarstjómar.
Við svo búið geta íbúar Vest-
mannaeyja ekki lengur unað. Hér
verður annað tveggja að eiga sér stað,
að bæjarfulltrúar slíðri pólitísku
sverðin og láti hagsmuni Eyjanna
ganga fyrir, eða að við íbúar látum til
okkar taka. Ekki er nóg með að Vest-
mannaeyjar eigi í mikilli vamarbaráttu
gagnvart íbúaþróun, heldur em þeir
aðilar sem kosnir vom við síðustu
bæjarstjómarkosningar, til að gæta
hagsmuna Vestmannaeyja, - aðallega
í því að koma höggi hver á annan,- séu
þeir ekki samherjar í pólitíkinni.
Eg hef áður sagt það á vefsíöu
eyjafretta.is og einnig hér í Fréttum,
Ekki er nóg með að
Vestmannaeyjar eigi í
mikilli varnarbaráttu
gagnvart íbúaþróun,
heldur eru þeir aðilar
sem kosnir voru við
síðustu
bæjarstjórnarkosningar,
til að gæta hagsmuna
Vestmannaeyja, -
aðallega í því að koma
höggi hver á annan,-
séu þeir ekki samherjar
í pólitíkinni.
að nærvera þingmanna Vest-
mannaeyja í bæjarpólitíkinni sé ekki
til heilla fyrir okkar bæjarfélag en sé til
þess eins fallin að skapa úlfúð og
illindi, sem þeir taka með sér frá
hasamum á Aþingi, og við þau orð
stend ég enn. Lúðvík Bergvinsson,
alþingismaður og bæjarfulltrúi hefur
kallað það aðför að almennum
mannréttindum að alþingismenn eigi
ekki að taka þátt í bæjarpólitík. Gott
og vel, ég virði það sjónarmið. Ég er
bara ekki sammála.
Enn og aftur verður bæjarstjóm
Vestmannaeyja að athlægi. Nú síðast
þegar bæjarstjómarfundi var frestað
vegna þess að Andrés Sigmundsson,
bæjarfullrúi, var veðurtepptur á
meginlandinu og „pólitískt veikur“
meirihlutinn yrði því ekki réttu megin
á þeim bæjarstjómarfundi.
Sjálfstæðismenn virtu ekki fundar-
frestunina og mættu ekki á fundinn,
þegar hann var boðaður undir mið-
nættið. Þvílík uppákoma. Að mæta
ekki í vinnuna sína, sem þeir fá greitt
fyrir, þótt mönnum mislíki ákvörðun
verkstjórans, í þessu tilfelli forseta
bæjarstjómarinnar, hefði einhvem-
tíma af einhverjum þótt brott-
rekstrarsök úr vinnunni.
En að vera forseti bæjarstjómar er
ábyrgðarmikið hlutverk og felst t.d.
ekki í því að vera forseti meirihlutans.
Að Guðrún Erlingsdóttir, forseti
bæjarstjómar Vestmannaeyja, - skuli
boða til bæjarstjórnarfundar, korter
gengin í miðnætti og halda fundinn án
minnihlutans, þar sem mikilvæg mál
voru á dagskrá, - og sennilega eitt það
stærsta í sögu núverandi bæjarstjómar,
sem er sala á átta af fasteignum
bæjarins - og sem þar með fékk ekki
neina gagnrýna umræðu, - er
algjörlega óásættanlegt og ég get bara
alls ekki sætt mig við og að ég held,
ekki heldur hinn almenni Vest-
mannaeyingur.
Sem íbúi Vestmannaeyja í 58 ár,
krefst ég þess hér með, að bæjarstjórn
Vestmannaeyja, taki upp önnur vinnu-
brögð þar sem hagsmunir okkar
íbúanna verði teknir í forgang, og
flokkspólitíkin látin lönd og leið. Við
höfum einfaldlega ekki efni á því að
kraftar okkar fari í innbyrðis póli-
tískar illdeilur.
Ágætu bæjarfulltrúar, - ef ykkur
þyrstir í pólitískar deilur, finnið ykkur
þá útrás á vettvangi landsmálanna, en
látið okkur Vestmannaeyinga ekki
gjalda ykkar lengur.
Gísli Valtýsson.
DAVID KNIGHT:
Heimsins
sneggsti
dávaldur
í Eyjum
Einn vinsælasti dávaldur heimsins
er á leiðinni til íslands. David
Knight hefur haldið meira en 3.000
sýningar, dáleitt yfir 30.000 manns
og á gildandi heimsmet í dáleiðslu.
Heimsmetið setti hann 20. mars
2003 er hann dáleiddi 37 manns á
45 sekúndum og er þetta skráð sem
heimsmet í Heimsmetabók Guinn-
ess. Hann hefur einnig gefið út
bækur og sjónvarpsþætti um
dáleiðslu. Sýningamar em við allra
hæft og em sannkölluð fjölskyldu-
skemmtun.
David mun halda sýningar á
nokkmm stöðum á landinu og í
Eyjum verður hann 7. október í
Höllinni.
Forsala aðgöngumiða er haftn í
Höllinni, sími 481-2665.
Fréttatilkynning.
Kristján Bjarnason skrifar:
Vatnsdalshóll í Hraunskógi
Hólamir í hinu
mikla fram-
hlaupi í Vatns-
dal í Húnavatns-
sýslu em álitnir
óteljandi. Við
hér í Eyjum
eigum hins veg-
ar einn Vatns-
dalshól sem
reyndar er
kenndur við húsið Vatnsdal sem fór
undir hraun í gosinu. Blasir hann við á
meðfylgjandi mynd ásamt alkunnum
kletti í baksýn. Margt góðborgara hér
í bæ kennir sig við Vatnsdal enn þann
dag í dag þó húsið sé horfið. Ekki
munu húnvetnsk tengsl vera þar á
ferðinni heldur húsið kennt við dal
eða laut eina sem var þar skammt frá
og fylltist af vatni í rigningartíð og
helst þegar klaki var í jörð.
Þau hjónin Alda og Hilmir ásamt
fjölskyldu hafa ámm saman ræktað
upp staðinn þar sem húsið iiggur
kramið undir og blasir árangurinn við
þeim sem leggja leið sína í Hraun-
skóg. Á myndinni sést mikil gróska
sem einkenndi sumarið sem er á
fömm. Mest áberandi er roðafífillinn
sem töluvert er farinn að breiða úr sér
á víðavangi hér á eyjunni á seinni
ámm þó uppmnalega sé hann kominn
úr görðum. Gísli frá Geithálsi telst
líka einn af frumherjunum í nýja
hrauninu. Hann hefur ræktað upp
skemmtilegt svæði skammt frá
Vatnsdalshól og sinnir því af mikilli
natni árið um kring.
Svæðið sem um ræðir er á nokkm
sléttlendi vestan og neðan við Sorpu
þar sem fyrsta hraunhitaveitan var.
Gaman væri að gera hinni frægu
hraunhitaveitu einhver skil á þessum
slóðum. Vitað er að ferðamála- merki eða uppbyggingu á staðnum.
frömuður einn hér í bæ er mikill Kristján Bjamason,
áhugamaður um þau mál og vinnur að form. Skógrœktarfélagsins.
tillögum að einhvers konar minnis-
Spurt er:
Fórstu
sparlega
með vatnið?
Vatnsleiðslur fóru í
sundur í síðustu viku.
Margrét Iris Grétarsdóttir:
Jú við Einar fórum sparlega með
vatnið. Maður varð bara að gera
það.
Egill Andrésson:
Já. það held ég nú. Pabbi fyllti
reyndar heita pottinn en það var
áður en liann frétti af biluninni.
Annars fórum við sparlega með
vatnið.