Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Qupperneq 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 Fjplskyldur í kennaraverkfalli: Áhyggjur af samræmdu prófunum Það hlýtur að segja til sín þegar vel á áttunda hundrað börn í Vestmannaeyjum á grunnskólaaldri eru allt í einu án skóla. Það hlýtur þó að koma misjafnlega niður á fjölskyldum sem eru misstórar og misjafnt hvað mörg börn em á grunnskólaaldri og á hvað aldri þau eru. Það hefur líka sitt að segja hvort báðir foreldrar eru útivinnandi eða ekki og hvort einhver í fjölskyldunni eða ættingjar geta komið til hjálpar til að gæta yngstu barnanna. Er jafnvel spurning um hvort foreldrarnir geta yfirleitt stundað sína vinnu og hvemig bregðast blessuð börnin við. Þetta og fleira er það sem fólk þarf nú að glíma við þegar allir grunnskólar í landinu eru lokaðir vegna kennaraverkfalls sem allt virðist benda til að geti dregist á langinn. Fréttir tóku hús á nokkmm fjölskyldum sem eru að takast á við þetta vandamál. SIGTRYGGUR með drengina sína tvo. HLÍF Helga með dæturnar fjórar sem allar eru í skóla. Hlíf Helga Káradóttir er með fjórar dætur á skólaaldri: Mikill skellur fyrir íjölskyldulífið Hlíf Helga Káradóttir er með fjórar dætur á skólaaldri, Andrea er í Framhaldsskólanum, Bjartey er í níunda bekk í Bamaskólanum, Lísbet í 5. bekk og Natalía í 1. bekk. „Þetta em mikil viðbrigði og skellur fyrir fjölskyldulífið," sagði Hlff Helga um aðstæðumar í kennaraverkfalli en hún vinnur við þrif um borð í Heijólfi og byrjar að vinna klukkan þrjú á daginn. „Þetta getur skipt máli fyrir krakk- ana, ekki síst Bjartey sem er í níunda bekk þar sem uppistaðan í náminu er undirbúningur f'yrir samræmdu prófin næsta skólaár. Já, verkfallið getur spillt fyrir ekki síst ef um náms- örðugleika er að ræða. Hvað vinnuna varðar þá þarf ég að fá Bjartey til að sitja yfir þeim yngri á meðan ég er í vinnu. Hún hefur gert það án mikilla mótmæla. Ég hef reynt að halda þeim að námi, læt þá yngstu lesa og ég fer yfir stærðfræðina með þeim eldri. Auðvitað snúa þau sólarhringum við,“ sagði Hlíf Helga aðspurð. „Það gerist ósjálfrátt. Ég sé ekki ástæðu til bjart- sýni um skjóta lausn á kennara- verkfallinu. Auðvitað vonar maður það besta en hún virðist vera löng brúin á milli viðsemjenda." Þórunn Jónsdóttir útivinnandi með fimm börn: Ekkert kemur staðinn fyrir skólann Sigtryggur, einstæður faðir með tvo drengi í grunnskóla: Mega illa við að missa úr Sigtryggur Þrastarson er einn með tvo drengi og eru báðir á gmnn- skólaaldri, Guðjón Öm er í tíunda bekk og Hlynur í sjötta bekk. Hann segir pössun ekki vera vandamál hjá sér. „Þeir em orðnir það stórir að ég stend ekki frammi fyrir bama- píuvandamáli en auðvitað er þetta slæmt fyrir okkur alla. Ekki síst fyrir Guðjón Öm sem er í tíunda bekk. Þetta daglega líf er í eðlilegum skorðum en það kemur mikið rót á krakkana sem vom nýbyrjaðir í skólanum þegar þeim var kippt út aftur. Drengimir hjá mér mega illa við því að missa úr því þeir em báðir illa lesblindir. Svo veldur verkfallið krökkunum hugarangri og komnar em upp sögusagnir að það eigi að kenna um jólin. Það getur verið erfitt að fá tveggja daga frí fyrir krakkana en það er ekkert mál að fara í verkfall. Ég hef alltaf sagt að þetta verður langt verkfall en ég þori ekki að skjóta á hvort það verður í tvær, íjórar eða sex vikur. Kennarar eiga að hafa laun ef ég réði einhverju væri ég búinn að setja lög á þá. Um kennarana vil ég segja að þeir misstu samúð mína þegar þeir neituðu fötluðum um undanþágu,“ sagði Sigtryggur að lokum. Þómnn Jónsdóttir sem vinnur á skrifstofu Hallarinnar á fimm böm, ffá tveggja til 18 ára og em þijú þeirra í gmnnskóla, Bjarki 8 ára, Auður Ósk 13 ára og Björgvin 15 ára. „Heima fyrir er þetta ekki vandamál á meðan ég sæki mína vinnu þar sem þau eldri gæta þess yngsta en hvað varðar námið hef ég áhyggur,“ sagði Þómnn. „Eðlilega hefur maður áhyggjur af námi Björgvins sem er í Uunda bekk og fer í samræmd próf í vor. Þetta er heldur ekki gott fyrir unga manninn í þriðja bekk sem er á fullu að læra að lesa. Við reynum að halda honum að lestri og hann reiknar og skrifar lyrir okkur daglega til að halda sér í æfingu en það kemur aldrei í staðinn fyrir skólann. Svo er að það reglan sem íylgir skólagöngunni með svefn, útivem og hreyfingu sem dettur út. Það er fljótt að breytast þegar ekki ÞÓRUNN með börnin fjögur. þarf að vakna á morgnana og sækja skólann." Þómnn er ekki bjartsýn á að verkfallið leysist í bráð. „Samkvæmt fféttum er ekkert sem bendir til að það sé von á lausn. Deiluaðilar ræðast ekki einu sinni við og á meðan er lítil von um samninga. En auðvitað vonar maður það besta,“ sagði Þómnn að lokum. íris, ein með íjögur börn: Breytir öllu mynstri hjá krökkunum íris Valgeirsdóttir er ein með fjögur böm, öll á gmnnskólaaldri, og það segir því sig sjálft að kennaraverkfall situr strik í reikninginn hjá þeim. Hún vinnur vaktavinnu í íþróttamið- stöðinni. Það er þó lán í óláni að ekkert bamanna er í yngstu bekkj- unum. Bömin em Bjarni Jón í 6. bekk, Elsa Valdís í 7., Gunnar Már í 9. og Anna María í 10. „Þetta er ekki hægt, að það skuli vera hægt að stoppa skólann svona og þetta er mjög erfitt fyrir krakkana,“ sagði íris í samtali við Fréttir. „Þetta breytir öllu mynstri hjá þeim og bitnar helst á þeim sem eiga erfitt með nám. Þeir mega ekki við því að missa mikið úr náminu. Sú í tíunda bekk er heldur ekki hress núna þegar samræmdu prófin em framundan. Ég heyrði af einni sem ætlaði að nálgast skólagögn uppi í skóla en það var ekki hægt. Það kemst líka rót á krakkana og þau snúa sólarhringnum við þó að maður reyni að halda þeim við efnið.“ Lætur þú þau læra í verkfallinu? „Aðeins er ég að reyna það en gengur brösuglega. Ekki síst með strákana sem segjast vera í verkfalli og eigi ekki að læra. Hvað pössun varðar þá em þau orðin það stálpuð að þau passa sig sjálf en auðvitað er það ekki óskastaðan. Um verkfallið sjálft, þá held ég að það líti ekki vel út en vonandi verður það ekki mjög langt,“ sagði íris að endingu. ÍRIS með þrjú af börnunum fjórum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.