Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Qupperneq 6
6
Heilsuhorn Helgu
Bjarkar:
Gerðu
hreyfingu að
þínum lífsstíl
í dag langar mig að tala örlítið um
hreyfingu. Önnur ástæða offitu hjá
okkur er hreyfingarlcysi, (hin er
ofát). Stór hluti Islendinga hreyfir sig
lítið sem ekki neitt og alls ekki í
jafnvægi við neysluna. Það liggur
sterkt i okkur að borða, en við
finnum litla þörf hjá okkur til
hreyfingar! (það er svo gott að borða
cn leiðinlegt að hreyfa sig!!!) En er
það leiðinlegt?
Við skulum líta aðeins á ávinning
hreyfmgar. Fyrir utan að halda
þyngdinni í skefjum þá hefur
hreyfing áhrif á andlega vellíðan,
matarlyst, heilsu okkar og sjúkdóma,
brennslu og útlit. Hreyfing hefur
jákvæð áhrif á hjarta og gefur
sterkari hjartavöðva, eykur þol og
lækkar blóðþrýsting og hefúr auk
þess jákvæð áhrif á blóðfitu. Aukin
hreyfing gefúr þér meiri orku og
styrkir vamarkerfl líkamans, bætir
kynlíf og eykur þéttingu beina.
Dagleg hreyfing í minnst 30 mínútur
(getur verið rösk ganga þar sem þú
Aðalfundur ísfélagsins fyrir árið 2004:
Hækkun á veltu og framlegð
Afhentu Starfsmannafélaginu sumarhús til afnota sem
þakklætisvott fyrir vel unnin störf á undanförnum árum
Aðalfúndur ísfélags Vestmannaeyja
hf. fyrir árið 2004 var haldinn á
fimmtudaginn. Þar kom fram að
heildarveltan var 3.401 milljónir króna
og hækkaði um 100 milljónir frá árinu
á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og
vexti hækkaði úr kr. 820 milljónum í
um kr. 956 milljónir og var 28% af
veltu ársins.
„Hækkun á veltu og framlegðar árs-
ins skýrist af verðhækkunum á frystri
loðnu, loðnuhrognum og síldaraf-
urðum. Mun hærra hlutfall af síld-
araflanum innan landhelgi var unnin
til manneldis en árið áður. Á móti
meiri virðisauka í manneldisvinnslu á
loðnu og síld minnkaði móttekið
magn í bræðslum félagsins verulega á
síðasta ári sem síðan leiddi til minni
tekna og lakari afkomu af þeim.
Hagnaður ísfélagsins af reglulegri
starfssemi eftir skatta var kr. 515
milljónir á árinu 2004 en árið áður var
hann kr. 216 milljónir króna. Að
teknu tilliti til óreglulegra liða var
hagnaður félagsins kr. 635 milljónir
samanborið við kr. 630 milljón
hagnað rekstrarárið á undan.
Rekstur Isfélags Vestmannaeyja hf.
gekk vel fyrstu þrjá mánuði ársins
2005 en félagið byggir afkomu sína að
langstærstum hluta á veiðum og
vinnslu á loðnu og síld. Það er því
ljóst að verði ekki loðnuveiðar í sumar
eða haust mun það hafa mikil áhrif á
rekstur félagsins á árinu 2005.
í þessum mánuði keypti ísfélagið
Berg VE 44 sem nú heitir Álsey VE 2
með veiðiheimildum í kolmunna,
loðnu og síld. Með þeirri fjárfestingu
var félagið að styrkja ennffekar
hráefnisöflun landvinnslueininga
félagsins. Eftir þessi kaup á Berg VE
nemur nettó fjárfesting Isfélagsins í
skipum og aflaheimildum á síðustu 5
árum um kr. 5.800 milljónir. Allar
þessar fjárfestingar félagsins hafa
miðað að því að efla rekstur þess og
styrkja hráefnisöflunina fyrir
rekstrareiningar félagsins.
Á ársgrunni störfúðu 195 starfs-
menn hjá félaginu á starfsárinu og
námu launagreiðslur til þeirra um 887
milljónir króna.
í ljósi góðrar afkomu ársins ákvað
stjóm félagsins að afhenda starfs-
mannafélagi Isfélagsins sumarhús til
afnota sem þakklætisvott fyrir vel
unnin störf á undanfömum ámm.
Stjóm félagsins var endurkjörin á
aðalfúndinum en hana skipa: Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson for-
maður, Þórarinn S. Sigurðsson, Guð-
björg Matthíasdóttir og varamenn
Eyjólfúr Martinsson og Ágúst
Bergsson.
Lykiltölur úr rekstrinum
Rekstrarreikningur 2004 2003
Rekstrartekjur 3.401.3803. 301.930
Rekstrargjöld 2.445.843 2.482.110
Hagnaður f. afskriftir 955.537 819.819
Afskriftir 622.499 570.565
Fjánn.tek. og fjárm. gj. (282.719) 13.580
Hagnaður af regl.starfssemi 615.757 262.834
Tekjuskattur 100.665 46.684
Hagn. af reglul.
starfss. eftir skatta 515.093 216.150
Óreglulegar tekjur 120.297 413.894
Hagnaður ársins 635.390 6 30.044
Veltufé frá rekstri 781.188 757.161
Efnahagur
Fastafjármunir 7.089.169 5.485.739
Veltufjármunir 1.448.079 1.392.328
Eiunir alls 8.537.248 6.878.067
Eigið fé og skuldir:
Eigið fé 2.788.313 2.711.280
T ekjuskattsskuldbinging 287.231 221.644
Langtímaskuldir 4.333.834 2.711.618
Skammtímaskuldir 1.127.869 1.233.525
Skuldir alls 5.461.703 3.945.143
Skuldir og eigið fé 8.537.247 6.878.067
Kennitölur
Framlegð 28,0% 24,8%
Veltufjárhlutfall 1,28 1,13
Eiginfjárhlutfall 32,6% 39,4%
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
færð hjartað til að slá hraðar), er góð
vöm gegn ýmsum tegundum
krabbameina, beinþynningu,
þunglyndi, liðagigt og félagslegri
einangrun.
Gerðu daglega hreyfmgu að þínum
lífsstíl.
Gangiykkur vel.
ARNAR Smári og Guðný Ósk taka fyrstu skóflustunguna að spark-
vellinum.
Barnaskólinn:
Fyrsta skóflustunga að
sparkvelli á skóladegi
Fyrsta skóflustungan að sparkvelli á
lóð Bamaskólans var tekin á
laugardaginn. Það vom tveir
nemendur skólans, Amar Smári
Gústafsson og Guðný Ósk
Ómarsdóttir sem bæði em nemendur
í sjötta bekk sem tóku fyrstu
skóflustungumar. Framkvæmdir
munu heíjast fljótlega en nýverið
vom opnuð tilboð í jarðvegsskipti en
tveir buðu í verkið. Einar og Guðjón
sf. hlutu verkið. Völlurinn á að vera
tilbúinn áður en skólahald hefst að
afloknu sumarleyfí. I kjölfarið var
skóladagur Bamaskólans og var
ýmislegt til gamans gert í tilefúi
dagsins. I stofúm skólans vom sýnd
sýnishom af vinnu nemenda, bæði
heföbundin verkefni og
þemaverkefni sem unnin vom í vetur.
Á göngum skólans vom
myndlistaverk nemenda unnin úr
fjölbreytilegu efni, meðal annars
endumýttum umbúðum undan
morgunkomi og búið úr þeim frábær
listaverk. Nemendur í sjötta og
níunda bekk skólans nota þennan dag
til að afla fjár fyrir skólaferðalag
næsta vor.
ÞAÐ var mikið um dýrðir þegar Eimskip hélt golfmót í síðustu viku. Þátttaka var góð og vegleg verðlaun í boði
eins og sjá má á myndinni.
INNI mátti svo sjá afrakstur vetrarins.