Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Page 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005
Vill stöðva
starfsemi
Prófastsins
Guðfínna J. Guðmundsdóttir lögfræð-
ingur sendi umhverfis- og skipu-
lagsráði bæjarins bréf fyrir skömmu
fyrir hönd Þorkels Húnbogasonar
eiganda Gistiheimilisins Heimis. Var
það vegna hávaðamengunar ffá
skemmtistaðnum Prófastinum og
krafðist Guðfinna þess að starfsemi
Prófastsins verði þegar í stað stöðvuð
og starfsleyfi staðarins sem rann úr
gildi 7. maí sl. verði ekki endumýjað.
Segir hún að Þorkell hafi ítrekað
kvartað undan hávaða frá Prófastinum
síðustu fimm ár og reynt að fá
yfirvöld til að hlutast til um málið en
án árangurs. Segir hún að það liggi
alveg ljóst fyrir að Prófasturinn veldur
nágrönnum óþægindum með hávaða.
Alls hafa tíu kæmr borist vegna
hávaða frá Prófastinum og annað eins
af kvörtunum. Var skipulags- og
byggingafúlltrúa bæjarins falið að afla
upplýsinga um málið svo hægt yrði að
taka málið til afgreiðslu á næsta fúndi
ráðsins.
Gjöf til sjúkrahússins.Þessar ungu stúlkur, Þórdís Eva Þórsdóttir og
systurnar Agnes og Bríet Stefánsdætur söfnuðu flöskum og gáfu andvirðið
4.041 krónur til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.
Umhverfis og skipulagsráð skipar starfshóp um
umferðarmál:
Bæjarbúar krefjast úrbóta
EINS og sjá má á þessum myndum sem teknar eru úr sjónvarpsupptökum
Fjölsýnar er ekki um tveggja fóta tæklingu að ræða.
Ingví Rafn tvífótbrotnaði
-Ekki tveggja fóta tækling eins og haldið
hefur verið fram
Nokkur bréf um bætt umferðaröryggi
vom tekin fyrir á fúndi umhverfis- og
skipulagsráðs 19. maí sl.
Úrbætur vegna sjúkrabfls
Hlynur Sigmundsson lögregluþjónn
og umsjónarmaður sjúkrabifreiðar
gerir athugasemd við aðkomu sjúkra-
bifreiðar að Heilbrigðisstofnuninni í
Vestmannaeyjum. Segir hann svo
komið að malbiksslitlag við aðkomu
norðan megin sé mjög illa farið og
vart boðlegt að aka með sjúklinga þar
sökum hristings. „Margir þeir sem em
fluttir i sjúkrabifreiðinni em við-
kvæmir fyrir hristingi sökum veikinda
og eða meiðsla þeirra og því mikil-
vægt að aðkoma sé sem best verður á
kosið.“
Hlynur bendir einnig á að ruslagámur
Heilbrigðisstofhunar sé staðsettur ná-
lægt dymm þeim sem sjúklingar em
fluttir um og þrengir gámurinn mjög
að aðkomu sjúkrabílsins. „í bráða-
tilfellum em það oft mínútur og
sekúndur sem skipta máli og því rétt
að álykta sem svo að aðkoma á öllum
stigum sé greið.“
Hann bendir á einfalda lausn á þessu
máli að hans mati. Það er að færa að-
komuna að suðurhlið Heilbrigðis-
stofnunarinnar. Þar sé aðkoma greið,
auðvelt sé að snúa sjúkrabiffeið og
einnig sé það mikill kostur að ef þær
dyr væm notaðar, þyrfti ekki að fara
með sjúklinga fram hjá almennri
biðstoíú lækna eins og nú er gert.
Hlynur tekur frarn að sjúkraflutningar
á síðasta ári vom 158.
„Að sjálfsögðu vitum við að það er
mál okkar allra að allt sem tengist
sjúkraflutningum sé til fyrirmyndar.
Mikið hefúr verið unnið til þess að
undanfomu, sjúkrabifreiðin betur
tækjum búin, lögreglumenn verið
menntaðir í sjúkraflutningum og öll
skráning flutninga lagfærð.“
Hlynur gerir einnig athugasemd við
vegarkafla á leið upp á flugvöll. Rétt
áður en komið er að rimlahliði á
leiðinni þangað er malarklæðning sem
er mjög illa farin. Fer hún að mati
Hlyns illa með bifreiðar sem þar aka
yfir. Þakkaði ráðið Hlyni fyrir góðar
ábendingar.
Börn við Höfðaveg í hættu
Þórdís Sigurjónsdóttir íbúi á Höfða-
vegi 16 vildi benda á að engin um-
ferðarmerki um hámarkshraða, aðal-
braut, gangandi umferð eða um böm
að leik væm á Höfðaveginum. Einnig
benti hún á að engar gangbrautir væm
við gatnamót Höfðavegar og Illuga-
götu. Sagði hún mikinn hraðakstur
vera á Höfðaveginum og lögreglan
gæti skrifað nokkra sektarmiða myndi
hún vera við mælingar á götunni. Spyr
hún hvort og þá hvenær verður bætt úr
ástandinu í götunni í umferðarmálum.
Sagði hún margar bamafjölskyldur
búa við Höfðaveg. Til dæmis em
fjögur böm á heimili hennar og þessi
böm em komin á þann aldur að
eignast félaga og þurfa að fara yfir
götuna til að heimsækja þá.
„Þau geta ekki metið hraðann á
bílunum og eins og gefúr að skilja
verða endalokin aðeins ein ef einn af
Börnin geta ekki metið
hraðann á bílunum og
eins og gefur að skilja
verða endalokin aðeins
ein ef einn af þessu
bílum lendir á þeim, því
slík er keyrslan hérna."
Umhverfis- og
skipulagsráð þakkaði
Þórdísi fyrir góðar
ábendingar og vísaði
þeim til starfshóps um
umferðarmál.
þessu bílum lendir á þeim, því slík er
keyrslan héma.“ Umhverfis- og
skipulagsráð þakkaði Þórdísi fyrir
góðar ábendingar og vísaði þeim til
starfshóps um umferðarmál.
Úrbætur í miðbænum
Jón Hauksson, lögfi-æðingur, vildi
koma á framfæri sjónarmiðum er
varða umferð um austanverða Vest-
mannabraut, sérstaklega þeim er
tengjast umferð við íslandsbanka. Vill
hann að það verði bannað að leggja
bifreiðum frá Kirkjuvegi og meðiram
bankanum norðanmegin vegna slysa-
hættu. Þá ætti að breyta bílastæðum
við bankann þannig að starfsfólk sem
vinnur í húsinu leggi sunnanmegin
bankans og ef það dugir ekki til, þá að
benda fólki á að leggja biffeiðum
sínum á bílastæðinu í nágrenni
Akóges. Bílastæðin norðanmegin og
eftir atvikum austanmegin ættu
einungis að vera fyrir viðskiptavini
bankans, enda þar styst að inngangi
bankans, öfúgt við það sem var, þegar
bílastæðin voru skipulögð og merkt í
upphafi.
Þá telur hann það sjálfsagða for-
vamarráðstöfún að merkt gangbraut
verði yfir Vestmannabraut gegnt
KFUM&K og samhliða því sett upp
hraðahindrun þar. Segir hann þetta
nauðsynlegt vegna töluverðs hrað-
aksturs um svæðið og þama séu oft á
ferð yfir götuna aðkomuböm og
unglingar að skoða sig um, svo og
heimakrakkar að leik eftir fundi í
húsinu.
„Talandi um bílastæði fyrir austan
KFUM&K þá er það svo sem góðra
gjalda vert og myndi þjóna þeim sem
sækja AA fúndi ágætlega og svo fyrir
KFUM&K. Hvað varðar notkun þess
sem bílastæði fyrir Blátind þá hygg ég
að þar sé skotið yfir markið því
bílaumferð um þetta svæði vegna
þeirra rústa fer mjög verulega minnk-
andi, einfaldlega vegna mun færri
ferðamanna, en kannski hefði þetta
verið raunhæft fyrir svo sem tíu
árum.“
Segir hann umferð ferðamanna um
svæðið aðallega vera bundið við þá
ferðamenn sem fara fótgangandi um
svæðið. „Einmitt vegna þessa benti ég
á í fyrra bréfi mínu, hvort ekki ætti að
tengja göngustíg fyrir ofan Blátind við
Skanssvæðið og síðan greiða leið að
því sem menn kalla „Pompei norð-
ursins" eða með öðrum orðum að
huga að framkvæmdum heilstætt.
Þessu skylt er síðan ákvörðun um
staðsetningu menningarhúss og
tengingu þess við áhugaverða staði
hér í Eyjum. Kjami alls þessa er að
mínu viti að ákveða hvert menn vilja
stefna, en ekki að vera með bútasaum
hér og þar með æmum tilkostnaði,
sem fer síðan e.t.v. gegn farsælli
heildarmynd sem vonandi verður að
lokum.“ Aftur var bréfinu vísað til
starfshóps um umferðarmál með
þökkum fyrir ábendinguna.
Hilmisgata verði vistgata
Síðasta bréfið sem sneri að um-
ferðarmálum í Eyjum var ffá Daníel
Steingrímssyni sem vildi benda á
hættur sem liggja í umferðinni á
Hilmisgötu. Lagði hann til að gatan
yrði gerð að vistgötu. Telur hann brýnt
að gera eitthvað í málunum, því ekki
vill hann bíða eftir stórslysi áður en
nokkuð er gert. Segir hann
Hilmisgötuna alls ekki bera þann
umferðarþunga sem þar er jafnan.
Mikið er um leik bama, jafnt vetur
seni sumar.
„A vetuma er snjóþotubmn mjög
mikið, þegar viðrar. Krakkar lenda þá
oft úti á götu og ósjaldan sem maður
hefúr orðið vitni að hættulegu samspili
bíla og þotna. A sumrin em boltaleikir
og oft mannsöfnuður á Stakka-
gerðistúni. Það gefúr tilefni til að hafa
varúð á.“
Eins minnist hann á að á mánu-
dagskvöldum væm fúndir hjá Akóges
og þá væri lagt alla Hilmisgötuna og
ómögulegt fyrir bíla að mætast.
„Varhugaverður er ofsaakstur sendi-
bíla Café María. Þeir taka gríðarlega
áhættu með því að keyra glæpsamlega
hratt. Ein allra mesta hættan í götunni
er beygjan. Þar mætast bílar á fleygi-
ferð og oftar en ekki taka bílar sem
koma ifá Vestmannabraut ekki tillit til
annarrar umferðar og keyra á vinstri
helming götunnar.
Það em tré í görðum við beygjuna
sem að gera það að verkum að útsýni
er ekki gott. Eg veit ekki hversu oft ég
hef séð eða heyrt í bílum snarhemla til
að koma í veg fyrir árekstur og það er
ljóst að ef ekkert verður að gert núna,
mun það verða gert eftir alvarleg
óhöpp. A báðum endum götunnar em
slysagildmr."
Hann segir einu lausnina sem hann
sér á málinu vera að gera Hilmisgötu
að vistgötu. Hans reynsla sé sú að fólk
hægi ekki á sér þar sem hámarkshraði
er gerður að 30 km/klst. Bendir hann á
Asaveg og Ráðhúströð máli sínu til
stuðnings.
Málinu var vísað til starfshóps um
umferðarmál en umhverfis- og skipu-
lagsráð lagði til að í þann starfshóp
yrðu skipulags- og byggingafúlltrúi,
ffamkvæmdarstjóri umhverfis- og
ffamkvæmdarsviðs, yfirlögreglu-
þjónn, Valgeir Jónasson og Asta
Halldórsdóttir ffá nefndinni. Hlutverk
nefndarinnar er að koma með tillögur
að endurbótum að umferðarmálum.
Niðurstöður eiga að liggja fyrir 20.
ágúst.
Leikmaður Keflvíkinga, Ingvi Rafn
Guðmundsson, meiddist illa í leiknum
gegn ÍBV á sunnudaginn. Páll
Hjarðar, vamarmaður ÍBV renndi sér
1 hann með þeim afleiðingum að Ingvi
brotnaði bæði á ökkla og í legg.
í umfjöllun fjölmiðla hefúr verið
gengið út ffá því að um tveggja fóta
tæklingu hafi verið að ræða en ef
upptaka af atvikinu er skoðuð kemur
hins vegar í ljós að svo var ekki. Ingvi
Rafn teygði sig í boltann og potaði
honum ffá þannig að Páll lenti á
löppinni á honum í stað boltans. Auk
þess var allur þungi Ingvars í löppinni
sem Páll lenti á og því varð brotið
svona ljótt.
Hins vegar má spyrja sig að því af
hverju leikmenn ÍBV eru yfir höfúð
Það fór betur en áhorfðist þegar
Smáey VE strandiði á Faxaskeri
aðfamótt fimmtudags í síðustu viku.
Veður var mjög gott og komst skipið
til hafnar í Eyjum af eigin rammleik.
Einu skemmdimar voru á pem-
stefni en þær vom þó það miklar að
taka varð Smáey í slipp og gat
Skipalyftan ráðið við að taka hana upp
og er verið að gera við hana í
Reykjavík. „Það sem manni leiðist
þegar svona hendir að ekki skuli vera
hægt að taka þetta skip upp í Eyjum
vegna þungatakmarkana á lyffunni.
Það er hlutur sem þarf að skoða ef
svona mikið í að reyna tæklingar víðs
vegar um völlinn. Páll var ekki einn
um það að reyna fótskriðu í leiknum
sem er vissulega mikil áhætta og eins
og einn góður maður sagði; -þá geta
aðeins orðið þrenns konar niðurstaða
eftir tæklingu, þú vinnur boltann, þú
meiðir andstæðinginn eða þú situr
eftir og horfir á eftir andstæðingnum.
Þrír kostir og tveir af þeim slæmir.
Eins og sjá má á þessum myndum
sem teknar em úr sjónvarpsupptökum
Fjölsýnar er ekki um tveggja fóta
tæklingu að ræða. Auk þess sést
einnig að Ingvi potar boltanum ffá
þegar Páll er kominn af stað í tækl-
inguna en allt þetta gerist á nokkmm
sekúndubrotum.
fleiri svona skip bætast í flota Eyja-
manna,“ sagði Guðmundur
Alffeðsson, útgerðarstjóri Bergs-
Hugins ehf. sem gerir Smáey út.
Þegar rætt var við hann í gær var
verið að púsla pemnni saman og
vonast Guðmdur til að viðgerð ljúki
um helgina. „Það er unnið á vöktum
en skemmdimar em eins litlar og við
þorðum að vona. Þetta hefði verið
kjörið verkefni fyrir Skipalyftuna því
hún hefúr yfir að ráða úrvals-
mannskap sem hefði farið létt með
þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
ÞANNIG leit peran út eftir strandið.
Skipalyftan gat ekkí
tekið Smáey upp lyftuna