Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 14. júlí 2005
Bryggju-
dagur á
laugar-
daginn
SKRIFAÐ undir samning. Sitjandi, Kristín Jóhannsdóttir, Bergur Elías, Einar Kr. og Guðmundur Oddsson ferðamálafulltrúi.
Skýr hugsun að baki verkefninu
-segir Einar K. Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs
í síðustu viku komu fulltrúar Ferða-
málaráðs til Vestmannaeyja ásamt
fríðu föruneyti. Tilgangur ferð-
arinnar var tvíþættur, að skrifa undir
samning um styrk til handa verkefn-
inu Pompei norðursins og til fund-
arhalda. Ráðið hefur haft þann sið
undanfarin ár að halda sumarfund
ráðsins á landsbyggðinni.
Einar Kr. Guðfmnsson, formaður
Ferðamálaráðs, var mjög ánægður
með ferðina og leist vel á verkefnið,
Pompei norðursins. „Okkur leist vel
á þetta og það sést best á því að
verkefnið fékk hæsta styrkinn að
þessu sinni vegna umhverfisverk-
efna. Verkefnið sameinar einnig af-
þreyingar- og sögulegt gildi og þess
vegna var það mikið áhugamál hjá
okkur að styðja við það.“
Skrifað var undir samninginn á
slóðum verkefnisins og leist Einari
vel á það sem komið var. „Þetta er
mjög áhugavert og af orðum þeirra
sem að þessu standa er ljóst að það
er mjög skýr hugsun á bakvið þetta
og raunhæfar áætlanir sem liggja
fyrir.“
Árlegur sumarfundur Ferðamála-
ráðs var haldinn í Eyjum í ferðinni
sem stóð yfir í tvo sólahringa.
„Einnig höfum við haft þann sið að
hitta aðila í ferðaþjónustu á þeim
stöðum sem við fundum á og við
áttum mjög góðan fund með aðilum
innan ferðaþjónustunnar í Eyjum og
þó margt hafí verið mótrækt að
undanförnu í ferðaþjónustunni og
ýmis vandamál við að etja tel ég að
menn í Eyjum séu að taka þetta
mjög faglegum tökum."
Aðspurður hvort hann telji að
Vestmannaeyjar eigi möguleika á að
stækka sem ferðaþjónustusvæði
sagði hann að það væri ekki spum-
ing. „Við þekkjum vandamálin sem
við er að etja, sérstaklega í sam-
göngumálum en mér sýnist menn
vera að taka á þeim málum eins vel
og kostur er. Ferðin öll var mjög
jákvæð og fróðleg fyrir okkur sem
komum þarna sem aðkomumenn og
ég vona að hún hafi einnig verið
gagnleg fyrir heimamenn,“ sagði
Einar að lokum.
Handboltadeild ÍBV stendur
fyrir sínum árlega Bryggjudegi í
samvinnu við Eimskip næsta
laugardag.
Björn Elíasson, einn forsvars-
manna Bryggjudagsins, sagði
áherslu lagða á að gera daginn
fjölskylduvænan. „Við verðum
með fisk til sölu en jafnframt því
bjóðum við fólki að setjast niður
og kaupa sér kaffi, kakó, kökur
og vöfflur. Auk þess verður ýmis-
legt til skemmtunar. SJOVE er í
samstafi við okkur með dorg-
veiðikeppni sem byrjar klukkan
12.30 við Nausthamarsbryggju.
Við verðum með leiki fyrir
börnin, þrautir og leiktæki og
ýmsar uppákomur.“
Á Bryggjudegi verður hægt fá
mikið úrval af nýjum fiski á góðu
verði. Sem dæmi verður hægt að
kaupa ýsu, humar, saltfisk,
gellur, kinnar, skötusel, kola,
steinbít og jafnvel hvalkjöt líka.
„Þetta er fimmta árið sem við
stöndum fyrir Bryggjudegi og
hann hefur verið mjög vel sóttur.
Fyrst vorum við að vonast eftir
300 til 400 manns en það fylltist
allt hjá okkur og komu miklu
fleiri en við áttum von á. Þetta er
svolítið krydd í bæjarlífið og við
vonumst til að sjá sem flesta hjá
okkur á laugardag,“ sagði Björn
og bætti því við að dagskráin
stæði frá 13.00 til 16.00 á
Eimskipsplaninu við
Friðarhöfn.
Minnisvarði um Gunnar A. Ragnarsson, föður Maríu á Kirkjubæ afhjúpaður:
Fórst í Stórhöfða daginn áður en hún varð níu ára
MARÍA við minnisvarðann um
föður sinn.
Minnisvarði um Gunnar Aðalstein
Ragnarsson sem fórst 10. júlí
1954 var afhjúpaður austur í
Stórhöfða á sunnudag. Sigurður
Gottharð Sigurðsson lét smíða og
reisa minnisvarðan en Gunnar
hrapaði í Stóru Tó, austan í
höfðanum aðeins þrjátíu og
tveggja ára gamall.
Um fjörutíu manns voru viðstödd
þegar minnisvarðinn var afhjúp-
aður og þar minntist María
Gunnarsdóttir frá Kirkjubæ föður
síns og Sigurður Gottharð frá
Norðurbæ á Kirkjubæjum góðs
vinar. María er fædd 11. júlí 1945
og hélt uppá sextíu ára afmæli sitt
á laugardag en faðir hennar lést
daginn fyrir níu ára afmælisdaginn
hennar.
„Gotti var með pabba þegar hann
hrapaði en þá var hann sextán ára
gamall. Hann minntist Gunnars
föður míns og sagði við þetta
tækifæri að hann hefði verið
honum sem besti faðir. Pabbi
smíðaði ýmislegt fyrir hann enda
var hann laghentur og góður
smiður. Eg minntist líka föður
míns, hann var í karlakór og
UM 40 manns voru samankomin í Stórhöfða við athöfnina á sunnudaginn.
kenndi mér að syngja. Ég lærði
fullt af lögum og ljóðum af honum
og það var mjög sárt að missa
hann svona ung, sagði María þegar
hún var spurð út í athöfnina í
Stórhöfða.
„Gotti hefur lengi haft hug á að
minnast pabba með þessum hætti
og þegar hann fékk boðskort í
afmælið mitt þá ákvað hann að
láta smíða kross og reisa á þessum
stað. Krossinn var smíðaður í
Kópavogi hjá fyrirtæki í eigu
bræðranna Stefáns, Ólafs Amar,
Guðbjörns Bergs og Lámsar.
Krossinn er mjög vel gerður og
veglegur, smíðaður úr ryðfríu stáli.
Þetta var yndisleg stund en minn-
isvarðanum er einnig ætlað að
vera ungum bjargveiðimönnum
áminning um að fara varlega,"
sagði María.
Útgefandi: Eyjasýn elil'. 480278-0549 - Vestniannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson.
Blaðamenn: Signrsvcinn Þórðarson, GuðbjörgSigurgeirsdóttir. fþróttir: Július Ingason.
Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestinannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47.
Simar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettír@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettír.is
FRÉTTHt koma ut alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu á
Klettí, Tvistinum, Toppnum, Vönival, Ilerjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
Isjakanum, Bónusvideó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði
og afgreiðslu Ilcjrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTER eru prentaðar í átKHI eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og liéraðsfréttablaða. Eftirinentun,
hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heiniilda sé getið.
4t