Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Side 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 14. júlí 2005 Hjálparhönd serr Félags- og fjölskyldu- svið Vestmannaeyja- bæjar veitir ýmis úrræði sem styðja við einstaklinga og fjöl- skyldur í samfélaginu. Stuðningurinn getur verið fólginn í ráðgjöf á skrifstofu sviðsins, leiðsögn og aðstoð á heimili varðandi heim- ilishald og uppeldi barna, aðstoð við þrif og félagslegur stuðn- ingur. Það er marg- breytilegur hópur fólks á öllum aldri sem nýtur þjónustunnar. Þeir geta átt við veikindi að stríða eða fötlun, hafa lent í aðstæðum sem gera þeim erfitt að sinna uppeldisskyldum sínum og/eða átt í ýmsum félagslegum erfiðleikum. Arangur af þessum stuðningsúr- ræðum getur verið dýr- mætur, getur hjálpað fólki að halda sjálf- stæði sínu, rofið félagslega einangrun og bætt líðan barna og fullorðinna. Starfsfólkið, sem veitir stuðninginn, er jafn breytilegt og þjónustu- þegarnir en af ein- hverjum ástæðum hefur oft reynst erfitt að manna þessi störf. Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir hafði tal af Guðríði Ástu Halldórsdóttur, Mar- gréti Þorsteinsdóttur, Ingibjörgu Bryngeirs- dóttur og Trausta Hjaltasyni en þau hafa tekið að sér störf við liðveislu, tilsjón og persónulega ráðgjöf. Þora að segja og leiðbeina -segir Guðríður Ásta Halldórsdóttir tilsjónarmaður sem aðstoðar for- eldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum ÁSTA: Ábendingar geta hafa borist frá leikskólum eða skólum um að foreldrarnir séu í einhverjum vandræðum með uppeldið og sumir foreldrar óska sjálflr eftir aðstoð. Guðríður Ásta Halldórsdóttir er sjúkraliði að mennt, hefur tekið að sér tilsjónarstörf og segir starfið skemmtilegt og gefandi. Hlutverk tilsjónarmanns er að aðstoða for- eldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum og öðrum þeim störfum sem tilheyra heimilishaldi sem best. Stundum er eingöngu verið að vinna með barn og þá þarf að miða vinnuna út frá því. Verkefnin eru margþætt eins og einstaklingarnir eru margir og vinnan tekur mið af þörfum viðkomandi fjölskyldu. „Tilsjónarstarfið felur í sér ráðgjöf inni á heimili. Þetta er forvamar- starf þar sem unnið er með börn á leikskólaaldri til að koma í veg fyrir erfiðleika á grunnskólastigi. Til þess að börn standi sig þá þurfa foreldrar að vera í stakk búnir til að sinna sínum uppeldisskyldum og ef foreldrar eru í slæmum málum þá kemur það niður á börn- unum, “ segir Ásta þegar hún er spurð út í starfið. „Ábendingar geta hafa borist frá leikskólum eða skólum um að foreldrarnir séu í einhverjum vand- ræðum með uppeldið og sumir foreldrar óska sjálfir eftir aðstoð. Starfið er oftast í tengsium við börn og unglinga til dæmis þarf að fylgjast með því að börnin mæti í skóla o.s.frv. Tilsjónin getur snúið að ýmsu inni á heimilinu eins og leiðbeiningum með þrif á heimil- inu, persónulegum þrifum, svefn- venjum krakkanna, útivistartíma, samskiptum heimilisfólks og sam- skiptum foreldra við skóla og leik- skóla.“ Ásta leggur áherslu á að starfið byggist á samvinnu og trausti milli hennar, heimilisfólks og tengiliðs sem hún hafi hjá félagsþjónust- unni. „Skólastjómendur og kennari vita af því ef ég starfa inni á heim- ili bams sem er í skólanunt eða á leikskólanum. Ég reyni að styðja við foreldra og ef foreidri vill fá stuðning þegar farið er í viðtal inni á leikskóla þá hef ég farið með. Öll samskipti þurfa að vera opin og hreinskilin. Maður verður að þora að segja fólki hvað manni finnst og leiðbeina því. Ég dreg fram það sem er vel gert og bendi á það sem miður fer þannig að fólk veit hverju er ábótavant og við reynum að ná samkomulagi um framhaldið. Viðkomandi veit líka að ég læt minn tengilið í Ráðhúsinu vita hvemig gengur þannig að málin eiga að vera á hreinu.“ Ásta hvetur fólk til að sækja í þessa vinnu sem er mjög skemmti- leg og gefandi. „Ég mæli hiklaust með þessu starfi fyrir fólk sem treystir sér í þetta og hefur áhuga. Það er hægt að vera í mismiklu starfshlutfalli og vinnutíminn getur verið sveigjanlegur. Ég hef stund- um verið með tvær fjölskyldur, tíminn er misjafn, allt frá tveimur tímum, þrisvar í viku niður í einn tíma einu sinni í viku og stundum meira. Það fer allt eftir þeirri áætlun sem er í gangi. Fyrst og fremst snýst þetta um ráðgjöf inni á heimilunum og við erum að leiðbeina fólki. Mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að hitta fólkið reglulega á ákveðnum tíma. Þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert starf og mér hefur alltaf verið vel tekið og samstarfið við fólkið sem ég hef unnið með er mjög gott. Maður verður að vera góður hlustandi, þarf að geta tekið ákvarðanir og vera sjálfum sér samkvæmur." Ásta segir að ekki að ekki séu gerðar kröfur um menntun en ekki saki að hafa einhvem grunn til að byggja á, hún hafi t.d. sótt nám- skeið sem em í boði. Félags- þjónustan heldur mjög vel utan um okkur og launin hafa hækkað. Við sem vinnum við þetta mættum hafa meira samband okkar á milli, við erum öll að gera góða hluti en það væri samt gaman að geta hitt aðra sem eru að vinna svipað. Aðstæður fólks geta verið þannig að það þarf aðstoð og mér hefur gengið ágætlega að mynda tengsl við þá sem ég hef unnið með. Ég er vön að vinna inni á heimili hjá fólki í gegn um heimahjúkrun og þar af leiðandi með fólki. Þetta á mjög vel við mig og ég mæli með því að fólk gefi sig í þetta og allavega prófi því það er mjög vel að okkur búið,“ sagði Ásta. Ingibjörg Bryngeirsdóttir er persónulegur ráðgjafi og tilsjónaraðili: Oft má leysa málin á einfaldan hátt INGIBJÖRG: Maður á ekki að vera kvarta yfir bólu á nefinu eða nokkrum aukakílóum því skjól- stæðingar mínir eru oft að glíma við stærri vanda- mál á einhverju sviði. Ingibjörg Bryngeirsdóttir hefur starfað sem persónulegur ráðgjafi og tilsjónaraðili fyrir Félags og fjölskyldusvið Vestmannaeyja- bæjar. Hún vinnur nú með bam sem nýlega hefur hafið skólagöngu. „Ég kem inn á heimili barnsins einu sinni í viku og leiðbeini því með heimanám í tvo tíma í senn. Við förum líka yfir verkefni sem tengjast fínhreyfingum sem eiga að stuðla að því að barninu gangi betur við námið. Ef barnið stendur sig vel þá spilum við eða förum í leiki og stundum fær það að sjá myndband, allavega gerum við eitt- hvað skemmtilegt ef vel hefur gengið þá vikuna í skólanum. Þetta eru eins konar verðlaun barnsins ef það hefur staðið sig vel,“ sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í starfsvið sitt sem tengist tilsjón og persónulegri ráðgjöf við barn. „Tengslin ganga mjög vel, bamið er auðvitað misjafnlega fyrirkallað eins og gengur og gerist með börn. Þetta gengur mjög vel og það kemur fyrir að barnið er erfitt í umgengni en þegar það hefur séð að sér þá kemur það og faðmar mig og vill vera gott. Samstarfið við móður barnsins gengur mjög vel og ég kem þarna inn í fullu samstarfi við hana.“ Þegar Ingibjörg er spurð hvernig hafi komið til að hún tók að starfa á vegum félagsþjónustunnar segir hún að upphaflega hafi hún tekið að sér að leiðbeina barni sem hún þekkti til. „Ég byrjaði með barn sem ég þekkti en móðirin vildi ekki fá hvem sem er þannig að þetta hentaði mjög vel. Telma hringdi svo í mig og bað mig að taka að mér meiri vinnu á þessu sviði og ég ákvað að gera það. Ég var með tvö börn um tíma en nú er ég með eitt barn en það er þriðja bamið sem ég sinni." Ingibjörg segir þetta vera mjög gefandi vinnu og hún kunni betur að meta lífið en áður. „Maður á ekki að vera kvarta yfir bólu á nefinu eða nokkrum aukakílóum því skjólstæðingar mínir em oft að glíma við stærri vandamál á ein- hverju sviði. Það er ekkert sjálf- gefið að maður sé heilbrigður," sagði Ingibjörg. Tilsjón og per- sónuleg ráðgjöf er aukavinna hjá henni en hún vinnur hjá Vilberg á daginn og í Skýlinu um helgar. „Ég er ekki að vinna með bamið í sumar en ég reikna með að_ við byrjum aftur næsta haust. Ég er á þeim tíma sem skóladegi lýkur á daginn. Ég hitti bamið seinni part dags því það hentar báðum. Ég gef móður bamsins oft á tíðum líka ráð í sambandi við mataræði og al- mennt hvemig hlutimir ganga best fyrir sig. Oft er hægt að leysa mál með einföldum hætti, útskýra málin og þá verður allt léttara. Það getur t.d. snúist um hvenær leita beri læknis og hvenær ekki. Foreldri getur orðið óþarflega hrætt við blóðnasir o.s.frv." Þegar Ingibjörg er spurð hvort hún geti hugsað sér að vinna meira á þessu sviði, segist hún alveg geta það. „Þetta er ekki allt skemmtilegt en mjög gefandi. Bömin geta verið erfið og maður þarf stundum að brýna raustina. Ég hvet fólk til að taka að sér svipuð störf því að mínu mati er þörf á þessari þjón- ustu. Þessi vinna getur verið sniðug fyrir skólakrakka því maður ræður vinnutímanum svolítið sjálfur en í samvinnu við Félags og fjölskyldu- svið.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.