Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Blaðsíða 14
14 Frcttif / Fimmtudagur 14. júli' 2005 Kvennafílingur að hætti Eyjakvenna -þegar Berglind, Selma og Va-Gínas slógu saman í púkk og sýndu föt með rokkívafi Berglind Ómarsdóttir og Selma Ragnarsdóttir, klæðskerar og kjóla- meistarar, héldu fatahön- nunarsýningu þann 16. júní sl. í Gallery Smekkleysu. Berglind og Selma reka vinnustofu 2. hæð á Laugavegi 59 eða í sama húsi og Smekkleysa en á jarðhæð er Bónus. Kvennahljómsveitin Va-Gínas var með tónleika á eftir sýninguna. Stelpurnar eru allar frá Eyjum en hljómsveitina skipa Hafdís Víg- lundsdóttir, Vigdís Ómarsdóttir, Erla og Margrét Grétarsdóttir. Tískusýningin og tónleikarnir hep- pnuðust mjög vel og stelpunum í Va-Gínas hefur í framhaldinu verið boðið að koma fram á tónlis- tarhátíð sem fram fer í Reykjavík í haust. „Þetta var heimilislegt og skemmtilegt hjá okkur. Stelpurnar í Va-Gínas sýndu föt ásamt fleiri módelum en þær voru með tvær innkomur og enduðu með því að spila fyrir gesti, íklæddar fötum frá okkur,“ sagði Berglind þegar hún var spurð út í tískusýninguna. Götufatnaður „Þetta var aðallega götufatnaður sem ég sýndi og allt mjög frjálslegt og fötin frá mér voru öll saumuð úr gömlum efnum. Guðlaugur Sigurðsson, prentari bauð mér nokkra kassa af gömlu fataefni sem mamma hans átti og ég notaði það eingöngu á sýninguna. Skræpótt efni með skemmti- legum litum að vinna úr. Þetta var ekki beint sölusýning heldur frekar til að vekja athygli á okkur og gera eitth- vað annað en við erum vanar. Við fengum mjög góð viðbrögð, fullt af fólki og voða gaman. Va-Gínas fékk mikla athygli og þær fengu boð um að spila á Airwaves tónlistarhátíðinni hér í Reykjavík í október. Þannig að þær eru rosa spenntar og eru að æfa öll kvöld.“ Eins og fyrr segir var þetta ekki eiginleg sölusýning en Berglind og Selma, sem báðar eru útlærðir kjóla- og klæðskerameistarar, eru mest við að sérsauma á fólk. „Eg er að sauma jakkaföt núna og Selma er að sauma brúðarkjól. Það er brjálað að gera í kjólasaum og við verðum báðar með nokkra brúðarkjóla í sumar og það má segja að nú sé hálfgerð vertíð í gangi hjá okkur, “ sagði Berglind og þegar hún var spurð nánar út í brúðarkjólana sagði hún meira um að þeir væru í fleiri litum en áður. „Ég er nýbúin að sauma einn græn- leitan og það er búið að panta einn gylltan fyrir haustið. Það er líka svolítið um að kjólarnir séu tvískiptir, t.d. rauður toppur og hvítt pils en þá eiga konumar möguleika á að nota flíkumar í sitt hvoru lagi. Þannig að það er nóg að gera við að sauma á brúðir og brúðguma en fólk er yfirleitt ekki að láta sauma á sig nema fyrir stóra viðburði, “ sagði Berglind en þær M—Mi'iiHIMyil 1 i 1 tóiáv sr ■ M I MlÆíiMWS-lsEaiiJlÍm —■ ’ WJ I 1 FLOTTAR, Erla, Hafdís, Selma, Berglind, Vigdís og Margrét, en þær Erla, Hafdís, Vigdís og Margrét skipa Va-Gínas sveitina. Selma hafa samt sem áður nóg að gera. „Það em ekki svo margir í þessu en það em nokkrar litlar sto- fur og mikið að gera, en öll stærri fyrirtæki láta sauma fyrir sig úti.“ Sýndum á okkur nýja hlið Selma var líka ánægð með hvemig til tókst með tískusýninguna og hljómleikana. „Þetta tókst framar vonum og góð stemmning. Það er algjör snilld að hafa Smekkleysu í sama húsi. Þeir em yfirleitt með tónleika tvisvar í viku og við ákváðum að slá þessu saman í gott partí og fatasýningu í leiðinni. Það var mjög gaman að setja upp sýningu fyrir áhorfendur og okkur sjálfar, sagði Selma og var ánægð með hvemig til tókst. „Ég sýndi boli en ég hef verið að hanna boli undanfarið eitt og hálft ár og ætla að halda því áfram. Þetta var svona í bland, flíkur sem við erum að selja og svo vomm við líka að sýna nýja hlið á okkur. Stelpurnar í Va-Gínas voru alveg til í að sýna fötin frá okkur og taka gott rokk á eftir þannig að það var svolítill kvennafílingur í þessu. Þetta var því rosalega gaman og ég hef mikla trú á þessu bandi.“ Selma vinnur ekki eingöngu við kjóla- og klæðskerasauminn heldur er hún líka að vinna á saumastofu Þjóðleikhússins í hlutastarfí og kennir við Fjölbrautarskólann við Ármúla -FÁ. „Mér finnst gott að geta brotið daginn upp, vera ekki alveg bundin við einn stað. Ég hef alltaf viljað hafa vinnuna mína fjöl- breytta og þannig verður dagurinn skemmtilegur. Er með puttana í öllu núorðið, og flest sem ég ffía í botn. Einnig er ég að sauma búninga fyrir ýmsa hópa og ein- staklinga og er með nokkur spenn- andi verkefni fyrir Gay Pride sem er í byrjun ágúst á hverju ári. Mér fannst sýningin lukkast vel og við fengum góða athygli og umfjöllun og erum að undirbúa stærri sýningu í haust undir sama merki. Samstarf okkar Berglindar gengur mjög vel, við emm frekar ólíkar en bætum hvor aðra upp. Svo er hún líka svo skemmtileg hún Berglind," sagði Selma. Heilsuhorn Helgu Bjarkar: Blóð og járnskortur Hvað er blóðskortur? Ef einstaklingur þjáist af blóð- skorti (anæmi) vantar rauðar blóðflögur. Ef ekki er nóg af þeim rauðu eða þær á einhvern hátt starfa illa, þá fáum við þreytu- einkenni og verðum illa upplögð sem orsakast af súrefnisskorti. Blóðskortur stafar oftast nær af lítilli framleiðslu á rauðum blóðflögum. Rauðar blóðflögur myndast í beinmergnum og „lifa“ í u.þ.b. 4 mánuði. Til framleiðslu á rauðum blóð- kornum þarf meðal annars járn og B12 vítamín ásamt fólinsýru. Sé skortur á einhverju af þessum efnum, verður framleiðslu á rauðum blóðflögum ábótavant, og við fáum einkenni blóðskorts. Hvað eru rauðar blóðflögur? Rauðar blóðflögur eru frumur blóðsins, sem fínnast i blóðvökva líkamans. Hjartað dælir blóði í gegnum æðakerfið. Blóðið fær súrefni frá lungunum og færir það svo áfram til fruma líkam- ans. Frumurnar nota súrefnið meðal annars til brennslu líkamans á sykri og fitu, sem gefur okkur orku. Við brennslu myndast koldíoxíð, sem bindur sig á rauðu blóðflögurnar, sem hafa gefið frá sér súrefnið sem fékkst í lungunum. Koldíoxíð flyst svo til baka til lungnanna, þar sem andardráttur okkar skiptir á því og nýju súrefni. Af hverju jóirnskortur? Lítið sem ekkert jám í fæðunni: Járnskortur sést oft hjá græn- metisætum. Ástæðan er sú, að okkar ríkasta járnfæða er kjöt. Þar að auki geta fyrirburar þjáðst af járnskorti þvíjárnforði byggist upp síðustu mánuðina fyrir fæðingu. Aukin þörf: Aukin þörf verður þegar miklar frumubreytingar eiga sér stað. Til dæmis þegar kona verður barnshafandi eða þegar börn taka vaxtarkippi. Takmörkuð nýting: Við sjúkdóma í þörmum, sem hafa áhrif á tak- markaða nýtingu næringarefna t.d glutenóþol eða Crohns sjúkdómur. Jámskort án augljósrar ástæðu ætti alltaf að láta athuga hjá lækni. Ástæðan gæti verið lítil sár í þörm- um eða krabbamein. Jámskortur sést oftast hjá konum sem þjást af kröftugum blæðingum, konum sem reykja og konum sem neyta jám- snauðrar fæðu. Hvernig lýsir járnskortur sér? Ef maður er hraustur og heil- brigður sjást sjaldan einkenni fyrr en blóðprósentan er komin niður undir 6 millimol pr. lítra. Fyrstu einkennin em þreyta og hjartsláttartruflanir, þar að auki getur viðkomandi fundið fyrir svima og andarteppu. Sé blóð- skorturinn mjög mikill getur viðkomandi þjáðst af hjarta- krampa, höfuðverk og sársauka í fótum. Hvernig er hœgt að forðast jám- skort? Til að koma í veg fyrir járnskort er mikilvægt að neyta jámríkrar fæðu, og taka þar að auki jám aukalega sem töflur eða í fljótandi formi. Bestu jámgjafamir em blóðmör, lifrarpylsa og lifur. (Þó ber að athuga að lifur og aðrar lifraraf- urðir innihalda mikið kólesteról). Allur innmatur er jámríkur. Dökkt, magurt kjöt, nautakjöt og lamba- kjöt. Sardínur, hörpudiskur, kræk- lingur. Brauð og kommeti: Heilkomsbrauð, gróft kom, heil- hveiti, hveitiklíð, hveitikím. AU Bran. Hnetur og möndlur. Grænmeti og ávextir: Baunir, brokkál, rósakál, aspas. Þurrkaðir ávextir, s.s rúsínur, sveskjur, apríkósur, ferskjur, döðlur og fíkjur. Sveskju- og tómatsafi. C-vítamín eykur nýtingu jáms í líkamanum. C-vítamín auðugir ávextir em t.d sítrónur, appelsínur, greipaldin og kíwí. Gangi ykkur vel.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.