Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.2005, Page 17
Fréttir / Fimmtudagur 14. júlí 2005 17 Hún er Afródíta númer eitt Anna Kristín Magnúsdóttir er verðugur fulltrúi ungs fólks í Vestmannaeyjum sem Sumar- stúlkan 2005. Fyrir utan að vera gullfalleg kemur hún vel fyrir, er frjálsleg og skemmtileg og býður af sér góðan þokka. Þegar hún er spurð hvernig kvöldið hafi verið, grípur hún til nútíma íslensku og segir það hafa verið alveg geðveikt og æðislegt. „Það var líka skemmtilegt að vinna og að taka þátt í þessu með öllum vinkonunum gerir þetta alveg frábært," sagði Anna Kristín. Allar eru stúlkumar jafngamlar og þekkjast því vel en auk þess eru átta þeirra í þjóðhátíðarhópnum Afródítumar. „Við vomm að grín- ast með að Afródíta er gyðja fegurðar en við erum fyrst og fremst vinkonur og þegar kemur að þjóðhátíð mætum við í búningum sem em okkar einkenni á hátíð- inni.“ Kvöldið sagði Anna Kristín hafa heppnast mjög vel og umgjörðin verið góð. „Það var stuttur undirbúningstími en við æfðum vel og allt gekk þetta mjög vel. Nei, ég var ekkert feimin við að koma fram og þar naut maður þess að vera með stelpum sem maður þekkir. Þegar einhver fór inn á sviðið stóðum við hinar í dyrunum sendum jákvæða strauma inn á sviðið. Það hjálpaði.“ Þegar Anna Kristín var spurð að því hvort úrslitin hafi komið henni á óvart, sagði hún já. „Mér fannst allar stelpurnar æðislegar og eiga skilið að vinna,“ svaraði hún en stefnir hugurinn á fyrirsætustörf? „Það fer allt eftir því hvort eitthvað býðst og hvað það verður.“ Að lokum sagðist Anna Kristín vilja þakka öllum sent studdu Sumarstúlkukeppnina á einn eða á annan hátt. „Hjördís var líka alveg frábær og tókst að gera kvöldið ógleymanlegt fyrir okkur. Óvissu- ferðin var líka æðisleg og ég held að við verðum allar ennþá sam- rýmdari á eftir.“ VALA söng tvö lög og sá Sæþór Vídó um undirspil. BIRKIR fékk óblíða meðferð í opnunaratriðinu. DÓMNEFNDIN að störfum, Sæþór, Guðbjörg, Ester Helga, Bergey og Eva. Fjölmargir styrktu keppnina Eins og alltaf komu margir að Sumarstúlkunni. Framkvæmdaraðilar voru Fréttir og Höllin en aðal- styrktaraðili var Islandsbanki. Einnig styrktu SS og TM keppnina og öll blóm komu frá Blómastofu Vestmannaeyja. Aðrir sem komu beint að Sumarstúlkunni eru Halla Einarsdóttir, Ijósmyndari, sem tók allar myndir fyrir keppn- ina. Rakel Rut Stefánsdóttir hannaði og saumaði búning- ana í opnunaratriðinu en þar komu líka fram Birkir Hlynsson og Víðir Heiðdal sem stóðu sig með stakri prýði. Þá má ekki gleyma hári og snyrtingu sem var í höndum Asu Jóhannesardóttur og Karenar Haraldsdóttur sem sáu um hárgreiðslu og Steinunnar Astu Hermanns- dóttur snyrtifræðings, allar á Ozio. Myndarlegar gjafir Allar fengu stúlkurnar blóm og lítinn engil frá Blómastofu Vestmannaeyja en auk þess fengu stúlkurnar, sem unnu til titla, myndarlegar gjafir. Vinsælasta stúlkan fékk gjafa- bréf frá Volare, Ijósakort frá Hressó og sælgætiskörfu frá Heildverslun Karls Krist- manns. Sportstúlka Puma og Axel Ó fékk flug fyrir tvo fram og til baka frá Landsflugi, gjafabréf frá Axel Ó og Volare, Ijósa- kort frá Hressó og sæl- gætiskörfu frá Heildverslun Karls Kristmanns. Ljósmyndafyrirsætan fékk flug fyrir tvo frá Landsflugi, stafræna myndavél frá FOTO, gjafabréf frá Volare og ljósa- kort frá Hressó og sælgætis- körfu frá Heildverslun Karls Kristmanns. Sumarstúlkan fékk flug fyrir tvo frá Landsflugi, gjafabréf frá Flamingó, Axel O. og Volare, Ijósakort og þriggja mánaða líkamsræktarkort frá Hressó, gjafakörfu frá Hár og snyrtistofunni OZIO. Sony Ericson GSM síma sem Síminn gaf. Gjafakörfu frá verslun Grétars Þórarinssonar, sælgætiskörfu frá Heildverslun Karls Kristmanns og myndar- legan blómvönd frá Blómastofunni. Frábær skemmtun Skemmtiatriðin voru fjölbreytt og þar voru stúlkurnar í aðalhlutverki í opnunar- atriðinu, tískusýningunum, í lokaatriðinu þegar úrslitin voru kynnt. En það komu fleiri við sögu, fímleikasýning, tveir hópar sýndu dans, Vala og Sæþór fluttu tvö lög. Einnig kom Hildur Vala fram ein og sér og síðar sjálfir Stuðmenn. Þá má ekki gleyma þætti Jarls sem lét sér ekki nægja að vera kynnir og fór fyrir fjöldasöng. Náði hann upp góðri stemmn- ingu. Þá var matur og þjón- usta til fyrirmyndar þannig að þegar upp var staðið var þetta hið besta kvöld sem endaði með dansiballi að hætti Stuð- manna. SKEMMTILEG dansatriði voru meðal þess sem boðið var upp á á skemmtuninni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.