Harmoníkan - 01.10.1999, Side 6
A Dussabar hljómar harmonikan
Eitt fallegt vorkvöld í byrjun apríl
ókum við út úr höfuðborginni um
Mosfellsbæ og Kjalarnes, stungum
okkur undir Hvalfjörðinn með stefnu
á Borgarnes.
Okkur hafði borist til eyrna að
gamall félagi úr harmoniku bransan-
um léki á krá þar umrætt kvöld og
hugðumst í því skyni kynna okkur
krármenningu Borgnesinga við
harmonikuleik og söng, þetta föstu-
dagskvöld.
Harmonikuleikarinn sem heitir
Ingimar Einarsson hefur leikið á
harmoniku frá 12 ára aldri en þá
eignaðist hann 24 bassa Scandali.
ingimar er fæddur 5.ágúst 1935 í
Kjarnholtum í Biskupstungum en
býr nú á Hvanneyri. Eins og áður
segir stefndi hugur hans þegar á
unglingárum til harmonikunnar.
Ingimar starfaði mikið með Aðal-
steini Símonarsyni heitnum að stofn-
un H.U.V. síðar fyrsta formanni fé-
lagsins og sjálfur var hann formaður
þess félags (1985-1988). Umrædd
krá í Borgarnesi heitir í raun Mat-
stofan, en er ávallt nefnd Dússabar í
höfuð eiganda síns sem í fyrrahaust
fékk Ingimar til að leika fyrir gesti og
gangandi annað hvert föstudags-
kvöld með svo góðum árangri að oft
er fullt út úr dyrum síðan. Tónlistar-
svið Ingimars spannar yfir allt mögu-
legt, hann syngur og leikur lög úr
söngleikjum, ítalskar aríur, íslenska
slagara, jass m. meiru, að ógleymd-
um óskalögum gestanna.
Ingimar var í harmonikunámi í 5
vetur m.a. hjá Ólafi Guðmundssyni
og Gretti Björnssyni. Jafnframt hef-
ur hann stundað söngnám í 6 vetur
ásamt tónheyrn og tók 3 stig í söng-
Ingimar Einarsson
á Dússabar, þegar
hvíld gafst milli
laga.
náminu í hitteðfyrra hjá Dagrúnu
Hjartadóttur við tónlistarskólann í
Borgarnesi.
í auglýsingu frá Dússabar stend-
ur! „Gleðigjafinn Ingimar spilar á
harmonikuna föstudagskvöld frá
22:00 til 02:00. Við fjögur sem rennd-
um uppeftir umrætt kvöld getum
tekið undir það að tónlistarflutning-
ur Ingimars var ánægjulegur og skóp
góða stemmningu enda sýnilegt að
fólk er ánægt með harmonikuleik án
mögnunar og líður vel að geta rætt
málin við Ijúfa tóna.
Ég læt fylgja með greininni ljóð
samið af Sveinbirni Eyjólfssyni sem
hann hefur tileinkað Dússabar og
Ingimar við lag „ Ég bíð við bláan
sæ.“ Vegalengdirnar skruppu sam-
an við að geta smeygt sér undir öld-
ur Hvalfjarðarins og að geta brugðið
sér bæjarleið eina kvöldstund eins
og í Borgarnes er ekkert stórmál
lengur, aðeins smá spölur, þegar
ánægjan er annars vegar.
H.H.
Á Dússabar
Lag: Ég bíð við bláan sœ
Texti: Sveinbjörn Eyjólfsson
í Borgarnes'i er bar
það er bísna gaman þar
þegar stemmingu í stelpurnar
nær stuðkarlinn Ingimar.
Já dátt er á Dússabar
og dreymandi stúlkurnar
Dússabar, Dússabar.
Hvergi betri er bjórinn
en á barnum hjá Dússa í kvöld.
Og hér verður kátur kór
í kvöld verður gleðin við völd.
Og ég dett inná Dúddabar
og dembi í mig kollu þar.
Þegar dreymandi dömurnar
þar dansa með Ingimar.
Já dátt er á Dússabar
og dýrindist veitingar.
Dússabar, Dússabar.
Nýr formaður S.Í.H.U.
Á aðaðlfundi Sambands ís-
lenskra harmonikuunnenda í
Varmahlíð 23. september 1999, gaf
Sigrún Bjarnadóttir ekki kost á sér
til endurkjörs. Hún hafði gegnt
embætti formanns S.Í.H.U. frá
20.júní 1996 og var fimmti formað-
ur sambandsins frá upphafi.
Nýr formaður var kosinn Jó-
hannes Jónsson formaður F.H.U.E.
Hann mun sinna báðum þessum
embættum fyrst um sinn. Jóhann-
es var kosinn einróma á fundinum.
Hinn nýi formaður er vel þekktur
innan raða harmonikuunnenda og
þaulkunnugur starfinu í landinu.
Ég vonast til að geta kynnt Jóhann-
es nánar í næsta blaði en óska hon-
um nú til hamingju með þennan
nýja titil, enn og aftur.
Þá vil ég nota tækifærið og
þakka Sigrúnu Bjarnadóttur fyrir
samstarf liðinna ára. Hún hefur
verið einlægur stuðningsmaður
þessa blaðs og einskis látið ófreist-
að að auglýsa það innan raða
harmonikuunnenda í landinu,
hafðu þökk.
Útgefandi
6