Harmoníkan - 01.10.1999, Qupperneq 14
skarð sem myndast hefur í þessum
efnum hérlendis. Innlendir kennarar
hafa unnið mikið starf, en nú þarf
orðið meira til varðandi kennsluna.
Það verður að vera alvara á bak við
allt þetta uppbyggingarstarf, annars
fer allt forgörðum.“ Landsmótsdag-
arnir ? „Yndislegur tími, gott veður
og skemmtilegt að koma til Siglu-
fjarðar í þessu sambandi,“ sagði
Valdimar að lokum.
Jón Siguijónsson frá Selási í
Reykjadal
Jón er fæddur á Húsavík en býr
nú í Selási. „ Gott skipulag á tónleik-
um hér, merkjanleg hægfara þróun
og ákaflega glaður að sjá unga fólkið
svo margt spila t.d. frá Akranesi. Við
þurfum orðið á mjög færum kennur-
um að halda, ættum kannski að bera
okkur meira saman við hin Norður-
löndin. Belgtækni er ábótavant hér
og ég er ósáttur við dansmúsík með
miklum rafmagnshljóðfærum, sem
fer allt of oft úr böndum á dansleikj-
um. Hér á mótinu var hljómsveit
F.H.U.R. með góða spilamennsku en
bakradda undirleikur skemmdi mik-
ið, varla heyrðist harmonikutónn.
Nótnagláp er líka mjög óheppilegt á
tónleikum sem hér.“ Heimur harm-
onikunnar í útvarpinu? „Þátturinn er
mikilvægur, margir þættir góðir, fjöl-
breytni er mikilvæg.“
Blaðið Harmonikan? „Blaðið les
ég í gegn, það er bráðnauðsynlegt
öllum harmonikuunnnedum. Svo
reyni ég alltaf að æfa lögin sem þar
eru birt.“ Áhugi á hljóðfærinu harm-
onikunni? „ Harmonikuáhugi er á
uppleið en mér finnst hann samt í
nokkrum öldudal nú.“ Jón sagði í
lokin að hann væri í fyrsta skipti á
Siglufirði.
Gísli H. Brynjólfsson spilar
fyrir 800 manns
Ferð á harmonikumót í Caister on Sea í Englandi
„Caister Accordion Festival 1998“
Aðdragandinn að ferð þessari má
segja að hafi verið þegar ég, vorið
1996 sagði Helga Guðmundssyni
sem býr í Lincolnshire á Englandi frá
því að þá um sumarið ætti að verða
landsmót Sambands íslenskra harm-
onikuunnenda að Laugarlandi í Holt-
um. Skipti engum togum að hann
kom á landsmótið og með honum
þrír bretar; Rosemary Robbins,
John Underwood og Jonathan Toml-
inson. Helgi hélt til hjá skyldfólki
sínu hérna á Selfossi. Rosemary gisti
hjá Jóni Ólafi vini mínum og
Súsönnu konu hans og hjá okkur
gistu John og Jonathan.
Vorið 1997 fórum við Gyða svo til
Englands. Ókum fyrst til Folkestone í
Kent og heimsóttum gamla konu,
pennavin minn. Síðan fórum við til
Lincoln og dvöldum hjá Bretunum
vinum okkar í nokkra daga. Þá
heyrði ég af nokkrum harmoniku-
mótum, sem bretarnir halda árlega.
Tvö þau stærstu eru, annars vegar í
Caister og hins vegar í Blackpool, en
það mót er haldið í mars eða apríl..
Svo var það í haust að Helgi sendi
mér skrá yfur væntanleg mót í
Englandi og að lokum varð það úr
að við Gísli Brynjólfsson ákváðum
að fara til Caister.
Caister on Sea, þar sem mótið var
haldið er gríðarlega stór sumarleyf-
isstaður eða fjölskyldubúðir, „Haven
Holiday Center“ - geta þar rúmast
3500 - 4000 manns. Caister er í nánd
við borgina Great - Yarmouth, sem
stendur úti við Ermarsund, svona
180 km í norðaustur frá London.
Næsta stóra borgin er Norwich í
vestri. Á mótinu hafa verið svona
um 1000 til 1200 manns.
Við Gísli flugum til Heathrow flug-
vallar föstudagsmorguninn 13. nóv-
ember og lentum þar um hádegið.
Ókum svo af stað á nærri nýjum
Fiat, fundum fljótlega hraðbrautin
M25 og síðan M11 sem síðan breytt-
ist í All og þá var leiðin greið til
Caister. Að vísu ókum við, er við
fórum frá flugvellinum óvart suður
fyrir London, en það kom ekki að
sök. Þar sem við höfðum ekið suður
fyrir London, þurftum við m.a. að
aka í gegnum göng, sem liggja undir
Thames ána. Annars er erfitt að
villast þarna - vegamerkingar eru af-
bragðs góðar. Stefndum við nú á
mótsstaðinn og komum þangað um
sex leytið um kvöldið eftir að hafa
villst einu sinni út í sveit í
kvöldrökkrinu. Sú villa tók ekki
nema í mesta lagi hálftíma! Það
skeði vegna þess að All heitir á
þessum slóðum á smá kafla A14.
Fyrstu mennirnir sem við sáum í
Caister voru þeir Helgi Guðmunds-
son og John Underwood, standandi
þarna úti á hlaði! Þarna í Caister er
fullt af smáhúsum og fékk hvor okk-
ar prívat hús til umráða. Dagskrá
mótsins hófst einmitt þennan dag,
föstudag og var hún að byrja þegar
við komum, en við vorum orðnir
talsvert þreyttir eftir flugið og akst-
urinn og byrjuðum því á því að
koma okkur fyrir í húsunum.
Framhald í nœsta blað. i
14