Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 8

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 8
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð IHi Ú'él ic & ú & W9§WK~mW ifif Dagurinn gekk vel, það var stundvís- lega byrjað á dagskránni sem hófst kl. 14:00 með leik ungra harmonikuleiara sem sýndu snilli sína. Að því loknu var gert kaffihlé. Gestir fengu sér kaffi sem félagskonur ofl. reiddu fram, m.a. bak- aðarvöfflurmeð rjóma ogtilheyrandi auk hlaðborðs. Að því loknu tók stórsveitin sig til og lékfimm eða sex lög undir dyggri stjórn Roars Kvam. Haft var á orði að stór- Fréttir afdegi harmonikunnar sveitin hafi aldrei verið betri og vilja menn þakka það mjög góðum stjórn- anda, Roari Kvam ásamt þrautseygju og dugnaði stórsveitarmanna. Það verður gaman að sjá hvert framhaldið verður í sumar, fram að landsmótinu sem verður í Keflavík á Suðurnesjum. Dagskránni lauk um kl. 16:30 og um kvöldið var svo dansleikur í Lóni. Þar léku fyrrir dansi Haukur Ingimars og með hon- um Ingimar Harðar á trommur og Grímur á Rauðá á bassa. Síðan kom hljómsveit Svanhildar og þá Hörður Kristinsson ásamt Ingimar ogGrími. Þá kom Afaband- ið og kláraði ballið. Tekið efnislega af heimasíðu FHUE: http://fhue.blogcentral.is/ í kaffhléi. Stórsveitin og Roar Kvam að kynna lögin. Harmonikufélag Héraðsbúa - Harmonikudagurinn 3. maí 2008 Harmonikudagurinn hjá H.F.H. fór af stað um kl. 14.00 með því að nokkrir félagar fóru í verslanir og stofnanir á Egilsstöð- um og léku þar fyrir gesti og gangandi. Kl. 15:00. hófust svo tónleikar í Fellaskóla. Fyrst lék Torvald Gjerde nokkur lög með nemendum sínum sem voru einnig með einleik. Þá komu tveir dúettar, Jón Sigfús- son og Gylfi Björnsson og síðan Guttorm- urSigfússon og Hreinn Halldórsson. Svo var Baldur Pálsson með einleik. Loks lék stórsveit H.F.H. þrjú lög undir stjórn Tor- vald Gjerde sem lék einnig á píanó. Gestirirnir, sem voru rétt um tveir tugir, hafa vonandi notið stundarinnar. Seinni hálfleikurvarsíðan um kvöldið á Arnhóls- stöðum íSkriðdal en árshátfð H.F.H. hófst þar kl. 20. Veislustjórinn, Einar Eiríksson, sá um að fóðra gesti með dagskrá sem samanstóð af samspili stórsveitar, dúett- um og einleik auk söngs og skemmtiefnis. Meðan þessu fór fram nutu gestir, um 50 manns, lambs og meðlætis. Kl. 22:45 hófst dansleikur þar sem félagar H.F.H. skiptust á að spila með aðstoð góðra manna. Sigurður H. Jónsson á trommur, Andrés Einarsson á gftar og Þórarinn Rögnvaldsson á bassa. Þessi árshátfð tókst með ágætum, þó fámenn væri. Vonandi fjölgar á ný í röðum þeirra sem setja harmonikutónlistina í öndvegi.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.