Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 13
Pistill um aðalfund S.Í.H.U.
22. september 2007 og þá helgi.
<%>■
Aðalfundur Sambands islenskra harm-
onikuunnenda S.Í.H.U. var haldinn að
Steinsstöðum í Skagafirði 22. september
2007. Um miðjan janúar fengum við bréf
frá formanni S.Í.H.U. Jónasi Þór um að
Félag harmonikuunnenda í Skagafirði,
F.H.S. héldi aðalfundinn þetta árið, enda
vorum við búin að falast eftir því.
Gengum við fljótlega í að útvega þá að-
stöðu sem þarf til þess arna. Ferðaþjón-
ustan að Steinsstöðum og félagsheimilið
Árgarður, sem er á sama stað, urðu fyrir
valinu og dagsetningin ákveðin. Vað nú
fundað af og til um framkvæmd helg-
arinnar. Allt var þetta komið í fastar
skorður í lok ágústmánaðar.
Nú fengum við upphring-
ingu var það Einar Guð-
mundsson Akureyri með
beiðni frá Guðmundi Samú-
elssyni að fresta þessum
fundi um eina viku. Þessari
beiðni var hafnað, þar sem
þessi helgi er frátekin okkur
fyrir löngu og búið að ráð-
stafa öðrum heigum hjá
ferðaþjónustunni.
Þá fengum við aðra upp-
hringingu, það var sjálfur
formaður S.Í.H.U. Jónas Þór,
var hann að leita eftir þvf fyr-
ir Guðmund Samúelsson að
flýta fundinum um eina viku,
þessu gátum við ekki orðið
við. Þessar breytingar, sem farið var fram
á voru vegna þess að Guðmundur Samú-
elsson var með erlendan harmonikuleik-
ara, Lars Hólm, sem átti að halda tónleika
og vera með námskeið fyrir harmoniku-
kennara hérlendis um þessar mundir.
sem við héldum að yrðu skemmtilegri
fyrir gestina en kvölddagskrá og gam-
ansemi sem við vorum með á prjónunum
og ætluðum að vera með það kvöldið.
Það hefði orðið heldur líflegra fyrir all-
flesta gestina sem fundinn sóttu. Lars
Holm var svo með námskeið fyrir ein-
hverja allan laugardaginn áÁrgarði.
Fundurinn var haldinn í sal tengdum
ferðaþjónustunni. Eftir aðalfundinn átti
ég tal við nokkra fundarmenn og lýstu
sumiróánægju með fundinn, sögðu hann
hringlandi, léleg fundarstjórn og sífellt
verið að breyta prentaðri dagskrá vegna
þess að Guðmundur Samúelsson þurfti
I þessu símtali var rætt um að þeir
kæmu norður og héldu þessa tónleika og
námskeið þessa sömu helgi og á sama
stað. Þetta þurftum við að skoða.
Stjórn S.Í.H.U. talid frá vinstri: Frosti Gunnarsson, jónas Þórjóhannsson form.,
Adalsteinn ísfjörd, Melkorka Benediktsdóttir, Einar Gudmundsson, Jóhann Bjarnason.
Á myndinni vantar Gunnar Kvaran, sem ekki komst á fundinn vegna veikinda.
að taka til máls á fundinum og líka vera á
námskeiðinu hjá Lars Holm. Ergreinilegt
að þetta fór ekki saman að halda nám-
skeið á sama tíma og aðalfundinn. Einn
fundarmanna sagðist sakna samveru-
stundanna á föstudeginum og mætti ekki
fyrir nokkurn mun hætta með þær og
sagðist ekki hafa áhuga á að sitja í
klukkutíma og hlusta á tóndæmi.
Þegar farið er frá Sauðárkróki austur
yfir Héraðsvötn, förum við yfirum, svo að
handan þegarvið komum til baka. Þegar
farið var frá veitingunum hjá veitunum,
var farið yfirum og farið “Heim að Hólum”
í Hjaltadal, þar stoppað í dágóða stund,
skoðuð HóladómkirkjaogAuðunnarstofa,
með leiðsögn. Þá var haldið í samgöngu-
minjasafn Skagafjarðar að Stóragerði,
þar var margt að sjá, bílar og ýmis tæki til
margra ára aftur í tímann. Þeir sem leið
eiga um Skagafjörð ættu ekki að aka
framhjá þessu glæsilega safni. Þarna var
drukkið kaffi með meðlæti, tekið lagið
við undirleik Elínar Jóhannesdóttur. Þá
var haldið til baka, ekið fram Skagafjörð
að austanverðu fram
Blönduhlíð. Þegar farið er
úr Blönduhlíð vestur yfir
Héraðsvötn í Varmahlíð
gildir það sama, við komum
að handan. Komið var að
ferðaþjónustunni Steins-
stöðum á góðum tíma, var
þá farið úr ferðafötunum og
í samkvæmis pussið, fyrir
kvölddagskrána.
Kvölddagskráin hófst
með matarveislu f Ásgarði,
sem hjónin Friðrik Rúnar og
Jóhanna, sem reka ferða-
þjónustuna að Steinsstöð-
um, sáu um og báru fram
ásamt aðstoðarfólki, meiri-
háttar góður matur, eiga
skilið margar stjörnur. Að-
alsteinn Isfjörð spilaði dinnertónlist á
meðan fólkið var að koma sér í sæti. Jón-
as Þór Jóhannsson, formaður S.Í.H.U.
ávarpaði samkomuna með nokkrum orð-
um og færði Lars Holm gjöf í þakklæt-
isskyni. Einnig kom þarna fram í dag-
skránni, harmonikuleikarinn Jón Gíslason
og fiðluleikarinn Kristín Halla, sem
spiluðu saman nokkur lög, fengu þau
frábærar undirtektir.
Þegar umræðan var komin á þetta plan
hefur Guðmundur Samúelsson samband
við okkur með fyrirspurnir um þetta. Þar
sem Guðmundi Samúelssyni er fullkunn-
ugt um hvenær aðalfundir S.Í.H.U. eru
haldnir hefði hann átt að koma í veg fyrir
að Lars Hólm kæmi á sama tíma. Vorum
við búin að velta þessu upp ogniðurstað-
an varð sú að við gáfum eftir Árgarð
föstudagskvöldið fyrir þessa tónleika,
Makar og fylgdarlið fóru að venju í
óvissuferð sem tókst með ágætum. Farið
var sem leið lá til Sauðárkróks. Fyrsti
viðkomustaðurinn var Skagafjarðarveit-
ur, sem er dælustöð vatnsveitunnar, þar
var heldur betur tekið vel á móti hópnum
með léttum veitinum, drykkir úr borholu
nr. Þetta og annað bragð úr borholu nr.
þetta, o.s.frv. Það þarf enginn að vera
hissa á allri þessari sönggleði og
skemmtilegheitum í Skagafirði þegar
vatnið okkar hefur þennan gæðastuðul.
Sá ungi og efnilegi Jón Þorsteinn Reyn-
isson spilaði einnig nokkur lög af sinni
algjörri snild. Þá spiluðu Þeir Jón Þor-
steinn og Aðalsteinn ísfjörð saman og
var virkilega gaman að sjá og heyra þá
spila saman, þessi léttu og gömlu dans-
lög. Dansleikur hófst svo eftir borðhald
fram eftir nóttu.
13