Harmonikublaðið - 01.05.2008, Síða 15
Viðtal við Gísla Brynjólfsson Akureyri
tekið 9. febrúar 2008
Komdu sæll Gísli og þakka þér fyrir að
koma í viðtal fyrir Harmonikublaðið.
Þar sem ég þekki ekki mikið til þín þá
geta spurningar mfnar virkað svolftið
heimskulegar.
Hvenær ertu fæddur og hvar?
Ég er fæddur 1. ágúst 1929 á Eskifirði og
fer með foreldrum mínum og einum bróð-
ur til Vestmannaeyja 1933. Vilbergur,
hálfbróðir minn, ólst upp hérna á Byggð-
arholti. Ég er búinn að vera einn síðan
1950 en þá drukknaði albróðir minn með
Helga VE 333.
Hvað varstu lengi íVestmannaeyjum?
Ég var þar f 33 ár og eignaðist fjölskyldu,
konu, tvær dætur og son. Önnur dætr-
anna, sú eldri, er gift Snorra í Betel en hin
býr í Bandaríkjunum og sonurinn er bú-
settur í Svíþjóð. Eldri dóttir mfn fór
f háskólanám, iðjuþjálfun, á Ak-
ureyri og flutti ekki til baka. Ég
flutti því einnig til Akureyrar. Eins
og áður er komið fram var ég í 33
ár í Vestmannaeyjum en þaðan
fiutti ég til Hveragerðis og bjó þar
í 30 ár. Þá flyst ég aftur til Vest-
mannaeyja og bjó þar í 9 ár en flyt
svo til Akureyrar í júní 2005.
Hvenær og hvernig kynntist þú
harmonikunni?
Ég var þriggja ára gamall þegar ég
man fyrst eftir harmoniku. Það var
verið að halda 17. júní hátíð, þarna
inni íEskifirði, einhvers staðar rétt
innan við þar sem kirkjugarðurinn
er f dag, þá var þetta bara tún og villtur
gróður. Þarna var dansað í tjaldi og ég
man vel eftir þessu. Uppi í túninu var ver-
ið að leika úr Skugga Sveini “Á grasa-
fjalli” og ég man eftir þegar pabbi labb-
aði með mér þarna og grasið náði mér
upp í höku. Ég var bara þriggja ára þarna,
varð fjögurra ára í águst og svo fórum við
til Vestmannaeyja í september. Ég man
sérstaklega eftir þessu út af harmonik-
unni sem hreif migstrax. Pabbi átti reynd-
artvöfalda harmoníku en ég held að hann
hafi nú aldrei getað spilað neitt á hana.
Það vareinhversem spurði hann eittsinn
hvað hann væri að spila og hann svaraði
því til að þetta væri nú bara samkomulag-
ið þeirra Magnúsar sem hann væri að
spila.
Einnig man ég frá þjóðhátíð íVestmanna-
eyjum, Ifklega 1936 eða 1937, en þar
skiptust þeir Eiríkur Jónsson, frá Gerði í
Reyðarfirði og Hjálmar Jónsson, frá Döl-
um í Vestmannaeyjum á að spila gömlu
dansana á tvöfalda nikku. Þarna spilaði
Alfreð W Þórðarson, nýju danasana á
þriggja kóra nikku.
Ég og Árni Árnason spiluðum á kven-
félagsskemmtun á tvöfalda nikku. Hann
var sá besti á tvöfalda nikku þar til ég
hitti Hauk Ingimarsson á Akureyri sem
var sá besti.
í Vestmannaeyjum átti ég heima, í götu
þar sem var töluvert mikið af ungum
músíkköntum þá. Það voru sérstaklega
tveir bræður þarna Sigurður og Herbert
Sveinbjörnssynir sem spiluðu á einfalda
nikku. Síðan eignaðist Siggi tvöfalda og
svo fór hann í bretavinnuna og kom það-
an með píanónikku. Auk þess spiluðu
Tómas Ólafsson á orgel og Hilmar Sig-
urðsson á mandolfn.
Arni úr Eyjum og Gísli málari
Ég byrjaði upphaflega á þvf að fá lánaða
þýska hnappanikku með norskum grip-
um. Hún var dálítið furðuleg smíð, hún
var óskaplega þung, bara með víólu rödd
og allar lokurnar voru úr kopar. Undir
þeim voru gormar og þær toguðust beint
upp þegar spilað var. Hún var með fjórum
röðum, lítil en alveg ótrúlega þung. Ég
byrjaði nú að reyna við þetta og gat nú
spilað eitthvað smávegis. Ég var nú bara
krakki þá, þetta var rétt upp úr fermingu.
Svo eignast ég ekki hljóðfæri fyrr en ég
var 17 ára gamall, þá keypti ég nýja
þriggja kóra Hagström nikku,i2o bassa.
Þetta var mjög fallegt hljóðfæri og ég á
mjög góða mynd sem var tekin af mér og
Herberti Sveinbjörnssyni, sem ég minnt-
ist á áðan. Myndin var tekin á balli þar
sem ég er með Hagströminn og Herbert
með fjögurra kóra Hohner, þessa með
gamla grillinu sem þekktist fyrir stríð og
hún var með skiptingu f bassa sem var
alveg nýtt fyrir manni. Þetta var alveg
upphafið og eins og hjá mörgum þá byrj-
ar maður á balli með að spila fimm lög og
svo smá eykst það.
Já, það var nú þannigað égvar beðinn að
koma og spila uppi í Gagnfræðaskóla og
ég var varla búinn að Ijúka því þegar ég
var sóttur til að spila niður á matstofu þvf
aðalspilari bæjarins, Vosi, var forfallaður.
Hann varágætis nikkari á þessum
tíma en var fyrst og fremst píanó-
leikari, úti í Kaupmannahöfn og
víðar. Hann spilaði eftir nótum og
það var sama hvað var lagt fyrir
hann. Þegar ég var að spila þarna
með honum í samkomuhúsinu,
líkiega fyrir 1946, þá kom þarna
farmaður einn, Vestmannaeying-
ur, sem var á skipum í siglingum
og hann kemur með nótur að lagi
og segir “þetta gengur eins og
eldur í sinu um Evrópu” og réttir
þetta manni sem sat við boogi
voogi og spilaði þarna. Hann gat
náttúrlega ekkert gert við þetta
og sagði “réttu Vosa það” og Vosi
setti þetta á píanóið, strauk hök-
una og las þetta yfir og svo bara spilaði
hann þarna Fiskimannaljóð frá Kaprí,
sennilega spilað í fyrsta skipti á íslandi.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að harm-
onikan væri þitt hljóðfæri?
Já, það er nú ekki gott að segja. Ég lenti í
lúðrasveit mjög snemma og spilaði á, já
nefndu það bara. Ég byrjaði nú sem
trommuleikari því það vantaði trommu-
leikara. Svo spilaði ég á alt saxafón, ég
spilaði á alt horn ogtenor básúnu. Sfðast
var ég með trompet lengst af og svo alveg
í restina, þegar ég ákvað að hætta, um
það leyti sem ég var að búa mig undir að
fara, þá spilaði ég á annan klarinett og
sópran saxafón. Allt var spilað eftir nót-
um. Ég lærði að spila eftir nótum í lúðra-
sveitinni. Seinna meir fór ég að spila á
15