Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 16

Harmonikublaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 16
harmoníku eftir nótum, fékk mér bækur og fór að reyna þetta. Það kenndi mér enginn á harmoníku, það var ekki álitið að menn þyrftu að læra á harmoníku, þetta var bara hljóðfæri sem allir áttu að geta notað. Hefur þú samið lög? Ég hef ekki samið lög en hef þó byrjað á ýmsu svona, hvort sem það hefur verið f þýskum stíl eða frönskum en tónminnið hefur stundum verið svolítið slæmt svona seinni árin. Ég var nú málari í 55 ár og terpentína fór illa í hausinn á manni og ég man ekki þó égbyrji á einhverju, hefekki verið með upptökutæki og ekki skrifað niður. Ég hef nú alltaf álitið það og segi nú bara eins og Guðni Guðnason að hann léti þá semja sem að gætu samið og spil- aði svo eftir þá. Það eru margir góðir lagahöfundar úr Vestmannaeyjum? Nei, þeir eru nú ekki mjög margir. Ási í Bæ og Oddgeir og svo Bjartmar frændi minn Guðlaugsson, hann náttúrlega kom úr Eyjum. Við erum stór skyldir, við pabbi hans vorum systkina synir. Já og Vosi, hann samdi nokkur lög og sum nokkuð góð. Ég spilaði bara lög eftir Oddgeir. Þessi lög hans Ása eru gamanvísna lög.. Svo hringdi í mig maður einn um daginn og spurði mig hvað ég myndi eftir af svona mönnum sem höfðu samið ÍVest- mannaeyjum og þá gat ég náttúrlega ekki nefnt nema Ása í Bæ og Sæmund nokk- urn Jónsson. Hann var svona orgelspilari. Hann átti son, Jón Sæmundsson, sem var Ijósmyndari í Tjarnargötunni í Reykjavík og píanóleikari. Það voru ekkert spilarar almennt, þetta voru svona sveitastrákar. Svo kom Ágúst Pétursson til Vestmannaeyja og bjó í sama húsi og ég. Hann var orðinn góður spilari um fermingu. Hann samdi lög og ég held að þau hafi öll orðið til eftir að hann fór úr Eyjum. Jenni Jóns var þarna einnig um tíma með honum Þeir spiluðum saman í Alþýðu- húsinu í einn eða tvo vetur. Kanntu ekki einhverjar góðar sögur af þessum köllum? Já, það er nú erfitt að ætla að grípa þær svona á lofti. Já, svo eru það náttúrlega þessir bóhemar sem að voru í kringum hann Oddgeir Kristjánson. Þetta hefur verið einstakur hópur. Það varÁsi í Bæ, það var Loft- ur Guðmundsson, Árni úr Eyjum og það var Ingólfur Guðmundsson úr- smiður og Þor- steinn Sigurðs- son, kenndur við Fiskiðjuna og Jó- hannes Gíslason. Þessir menn voru með gönguklúbb, þeir fóru í göngu á hverjum sunnu- dagsmorgni og þeir fóru alltaf á sömu staðina, það voru hlóðir þar og þeir hituðu sér kakó á hlóðum. Þetta var kall- að kakóklúbbur. Það var alltaf söngur og líf í kringum þá, Oddgeir sá um það. Bóhemar, þú veist hvað það er, menn sem lifa svona frjálsu lífi. Þetta var virki- lega gaman, þetta var á kreppuárunum þegar menn voru ýmist atvinnulausir, nýbyrjaðir að búa með sínum konum og gáfu sértíma íþetta.í sjónvarpsviðtali við Árna Elvar sagði hann að þeir hafi verið kallaðir „Kreppukommar". Á hvaða aldri voru þessir menn? Oddgeir var nú fæddur 1911 að mig minn- ir og hinir flestir á svipuðu reki. Það var nú einn að deyja umdaginn.Jóhann Gíslason, hann var fanta tenor. Það var alltaf sungið í lúðrasveitinni og þessirmenn héldu uppi kvartett, tvö- földum kvartett. Ég tel þetta vera upphaf að brekku- söngá þjóðhátið. Þá er að segja frá unglingahljóm- sveitinni, hann hét Marinó Guð- mundsson sem stjórnaði henni. Hann var mjög seigur spilari og framúrskarandi námsmaður. Þetta átti að heita var sérstakt að heita jasshljómsveit. Það voru tveir gítarar og það voru trommur sem voru naglatunnur, strekkt skinn á. Þetta voru mismunandi stærðir. Guðni Hermannsson var nú svo listfengur að hann málaði þetta altt f lit- um. Einu sinni kom Ameríkani og spilaði með okkur, hann hét Jakob Arason, hann var Vestur-íslendingur. Hljóðfæraskipan var: Marinó, trompet, Guðni, harmonikka, Guðjón Pálsson, piano, Gísli Brynjólfs- son, gítar, Guðjón Kristófersson, gítar og Björgvin Guðmundsson, trommur. Mar- inó og Björgvin voru bræður. Þetta var í Vestmannaeyjum. En svo flytur þessi fjöl- skylda. Guðni Pálsson byrjaði þá að spila á píanó með okkur Það vantaði ásláttinn og það er upphafið að hans píanóleik. Við héldum allir meira og minna út þang- að til menn foru eitthvað að klikka á sál- inni. Hljómsveitin var kölluð hljomsveit MG, en sumir kölluðu það Mallaskrall út af því að hann var kallaður Malli, eða Tunnubandið. Þetta var nú nokkuð gott, það var enginn stigs munur á hvað var dansmúsik og jassmúsík þá, þetta var bara allt eitt og dansað eftir öllu. Það voru aðallega Amerískir eða enskir slag- arar sem voru notaðir. Menn voru sko ekkert að pæla í því og engin þörf á að syngja, menn komu til að dansa. Þið voruð 15-17 ára þegar þetta var? Já við vorum 15 nema einn var 16 og einn 17- Hvað starfaði þessi hljómsveit lengi? Hún varekki nógu lengi þvívorið eftirvor- ið 1945 þá flytur pabbi Marinós tromp- etleikara og Björgvins trommara að Sel- fossi. Hann var skósmiður karlinn, þeir héldu víst að þeir hefðu fleiri fætur í Fló- anum en þekktist í Vestmannaeyjum. Þetta var í brag sem pabbi gerði og hon- um var fluttur þegar hann.skóarinn, var kvaddur Gerðir þú vísur? Nei. Þú ert áfram íVestmannaeyjum í 30 ár? Svo fer ég að spila í samkomuhúsinu. Fór að spila með Vosa karlinum, hann var líka vinnufélagi minn í málningunni. Ég var búinn að segja að hann var ótrúlega

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.