Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 3
Frá ábyrgðarmanni »T,C <3? Ágætu lesendur. Einsogykkur erflestum kunnugt þá hefur Hreinn Halldórsson hætt störfum sem ritstjóri Harmonikublaðsins eftir þriggja ára farsælt starf sem ritstjóri blaðsins. Hreini eru færðar innilegar þakkir fyrir frábært starf fyrir Harmonikublaðið. Stjórn sambandsins hefur leitað að nýjum aðila til að taka að sér ritstjórn blaðsins en til þessa hefur enginn gefið sig fram til verksins. Það er þvf í raun stjórn sambandsins sem hefurtekið höndum saman um að halda útgáfu blaðsins áfram og er undirritaður sem einn af stjórnarmönnum því ábyrgð- armaður þessa blaðs. Það er von mín að lesendurtaki viljann fyrir verkið og það er hugmynd mín að þetta blað verði með svipuðu sniði ogfyrri harmonikublöð. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sent mér efni og myndir í blaðið og um leið vil ég hvetja alla til að senda mér skemmtilegar greinar og myndir í næsta blað sem fyrirhugað er að komi út í sept- ember 2009. Gunnar Kvaran Jörvagleði í Dölum Harmonikubladið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Gunnar Kvaran, Álfaland 7,108 Reykjavík Sími 5683670, netfang: alf7@mi.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - Frá formanni S.Í.H.U. - Harmonikudagurinn 2009 - Kveðja úrSkagafirði - AðalfundurS.Í.H.U. - Jón Jónsson frá Hvanná -Jón Þorsteinn Reynisson - Rakarinn síkáti, Villi Valli á ísafirði - Starfsemi H.F.H. 2008 - Hagyrðingakvöld í Húnavatnssýslum - Snorri Sigbjörn Jónsson Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 23.000 1/2 síða kr. 15.000 Innsíður 1/1 síða kr. 18.400 i/2SÍða kr. 11.500 1/4 síða kr. 6.700 i/8síða kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Efni í næsta blað sem kemur út íseptember, þarfað berast fyrir ágústlok 2005. ___________________________________) Leiðrétting Því miður slæddust inn villur í minning- argrein um Ásgeir Sverrisson í 3. tölublaði, desember 2008 og eru tesendur beðnir velvirðingar á því. Rétt er: 1. SigurlaugGuðmundsdóttirmóðirÁsgeirs, var frá Lundum í Stafholtstungum. 2. Árið 1967 gáfu SG hljómplötur út plötuna: Fjórir polkar. Platan naut mikilla vinsælda og sannarlega hefði átt að gefa út breiðskífu og það fleiri en eina með hinni ágætu hljómsveitÁsgeirs Sverrissonar. Hjalti Jóhannesson Jörvagleði okkar Dalamanna var haldin 23.-26. apríl sl. Hin forna Jörvagleði sem haldin var á bænum Jörva í Haukadal var afskipuð á sínum tíma 1708 vegna þess að „fulltrúar annars heims í landinu töldu það skyldu sfna að berjast fast gegn þessum leikjum alþýðunnar, enda var þar oftast næsta fast drukkið og siðferðið stundum eins og hurð á hjörum“! Dalamenn endurvöktu sfðan Jörvagleði í sinni núverandi mynd árið 1977 og er þessi hátíð haldin annað hvert ár, fulltrúum þessa heims og „annars heims“ til sóma. í ár var tekið forskot á sæluna (enda settu kosningar til Alþingis svip sinn á dagskrá laugardagsins) og Jörva- gleðidagskrá hófst síðasta vetrardag með Útsvari litlu sveitarfélaganna sem Davíð Þór Jónsson stjórnaði, tónlistar- atriðum frá Tónlistarskóla Dalasýslu og að tokum lék harmonikusveit Nikkolínu fyrirdansi fram eftir kvöldi. Fyrstvartekin lagasyrpa ásamt Nikkunum þremur, þetta eru afskaplega efnilegarstelpurogvon- andi verðarþærvon bráðarfastir félagar í sveitinni. Sfðan hljómuðu Dalalögin og svo voru það gömlu og nýju dansarnir að vanda. Þannig lauk mjög skemmtilegu kvöldi með Ijúfum harmonikutónum Nikko- Ifnu. Sigrún Halldórsdóttir í JJalmonikusafn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. V Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 J 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.