Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 15
Létt og lidugt grín Lási kokkur Dag nokkurn kom Margrét hótelstýra að málivið Lása kokkogsegir: „Lási minn. Ég ætia að biðja þig að skipta um Ijósaperu í borðsalnum, það virðist ein þeirra vera ónýt. Og á eftir vil ég að þú skreppir fyrir mig út í hljómplötuverslun og kaupir fyrir mig hljómplötuna með laginu Ég berst á fáki fráum.“ Ekki gat Lási neitað þessu. Það var enginn gestur í borðsalnum svo að Lási nær sér f borð, stillir því undir ijósakrónuna og stígur síðan upp á það. En þar sem er hann önnum kafinn við verkið gengu nokkrar starfs- stúlkur hótelsins framhjá og gerðu sér það að leik að klípa hann milli fótanna. Það var vitanlega sárt og heyrðust óhljóð mikil úr barka Lása við hvert klíp. Kemur þá frú Mar- grét í dyrnar á matsalnum og spyr með þjósti nokkrum: „Hvaða bölvuð læti eru þetta í þér Lási?“ Lási var snöggur með svarið: „Hetdurðu að þú myndir ekki æpa svona, frú Margrét, ef alltaf væri verið að klípa í punginn á þér.“ Er Lási kokkur hafði skipt um Ijósaperuna íborðsalHótels Heklu raukhann afstaðtil þess að útvega frú Margréti „hestaplöt- una“. En þegarLási kom f hljómplötuversl- unina var hann búinn að steingleyma heit- inu á plötunni og mundi bara eitt, að minnst væri á hest í titillagi hennar. Afgreiðslu- stúlkan leyfði Lása að hlusta á altar þær hestaplötur sem til sölu voru, en engin þeirra virtist sú rétta. Leiddist stútkunni þá þófið og gerði það af skömm sinni að bregða sálmaplötu undir nálina. En þá fyrst hýrnaði yfir Lása því um teið og lagið Vfst ertu Jesú kóngur klár htjómaði um búðina, dró hann seðil upp úr vasanum og keypti plötuna. „Égvissi að þaðvareitthvað minnstá hest í aðatlaginu," sagði hann síðan sigri hrós- andi þegar hann gekk út með plötuna. Héðan og þaðan Einu sinni fór Þórður á Dagverðará til rjúpna og gekk lengi, lengi, án þess að sjá nokkra rjúpu. Var nú dagur að kveldi kominn, en þá loksins sér hann hvar mikill fjöldi rjúpna kemur fljúgandi. Þórður skýtur á hópinn og sveiflar um leið byssuhlaupinu til þess að ná sem bestri dreifingu á höglunum. Lágu þar nfutíu og níu rjúpur. „Af hverju hafðirðu þær ekki hundrað?“, spurði sá sem Þórður sagði söguna. Þórður svaraði: „Ég geri mig nú ekki að lygara fyrir eina rjúpu.“ r „Nd er lag 2009 Hin árlega harmonikuhátíð F.H.U.R. verður íArnesi Glæsileg dagskrá verður alla helgina, dansleikir, tónleikar, markaður, harmonikukynning ogýmislegtfleira. Fjölmennum og tökum með okkur gesti og góða skapið. um verslunarmannahelgina 31. júlí - 3. ágúst. Félag Harmonikuunnenda í Reykjavík L __________________________ 15

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.