Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 13
Jón Þorsteinn Reynisson Lék með Sinfóníuhljómsveit íslands átta ára gamall Jón Þorsteinn er fæddur árið 1988 og ólst upp í Mýrarkoti í Skagafirði á mjög músik- ríku sveitaheimili. Stórfjölskyldan er mikið tónlistarfólk og má nefna að móðir Jóns er organisti í kirkjusóknum „út að austan" eins og sagt er í Skagafirði auk þess að vera tónlistarkennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar, systir hans og faðir syngja í kirkjukórnum eins og hann sjálfur og bróðir hans syngur í kórum á höfuðborg- arsvæðinu auk þess að spila í hljómsveit- inni Múgsefjun. Jón hóf að læra á píanó og blokkflautu aðeins fimm ára gamall og sóttist námið vel. Samhliða því námi ákvað Jón, þá átta ára, að læra á harmoniku. Það sama ár lék hann einleik með Sinfoníuhljómsveit íslands á tónleikum hennar á Hofsósi. 10 ára tókjón Þorsteinn þáttf hæfileikakeppni á vegum FHUR í Reykjavík og sigraði í sínum aldursflokki og 13 ára sigraði hann einleikarakeppni MENOR sem haldin var á Akureyri. Hann hefur auk þess spilað á harmonikumótum og ýmsum öðrum sam- komum ogtónleikum víða um land. - Ég spilaði eingöngu á pfanóharmoniku fyrstu árin en skipti yfir á hnappaharmo- niku árið 2006. í rauninni er hnappa- harmonika allt annað hljóðfæri, flóknari og skemmtilegri. Ég þurfti að byrja að læra alveg upp á nýtt, segir Jón og leggur áherslu á hversu mikill munurer á þessum tveimur harmonikum. - Ég og kennarinn minn Stefán Gíslason vorum eiginlega eins og blindir kettlingar þegar við vorum að byrja á þessu. Vorum hvorugur klárir á þessu. En til þess að geta tekið lokaprófið þurfti ég að spila á hnappaharmonikuna ogskipti þessvegna yfir. Égþurfti að leggjastyfir þetta aföltum þunga og þetta var mikið bras. í dag spila ég ekkert á hina harmonikuna, segir Jón og greinilegt að hann sér ekki eftir þeirri vinnu sem fór ískiptin. Það varvorið 2008 sem Jón lauk framhaldsprófi íharmoniku- leik auk tónfræðigreina frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hugurinn stendur greinilega til frekara náms í hljóðfæraleik en stefnir Jón á tón- listarkennaranám? - Nei. Ég hef ekki áhuga á að kenna, en það getur vel verið að ég nái mér í gráðu. Það getur vel verið að það borgi sig. Nú stefni ég á að læra hjá Vadim Fjodorov hinum þekkta harmonikuieikara sem kom hingað til lands ásamt bróður sínum frá Rússlandi og er að kenna í listaháskólanum. Ég ætla að En hvaða lög ætli séu í mestu uppáhaldi hjá Jóni? - Skemmtilegast finnst mér að spila klassík eða barokktónlist. Hún er í mestu uppáhaldi hjá mér. Annars hef ég gaman af að spila allt mögulegt. Ég hef mikið verið að spila í veislum og við skírnir og þessháttar. Þá eru allskonar lög á dagskránni. Sfðasta sumar hélt ég tónleikaröð víðsvegar um landið, sem var styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Sfðastliðið ár hef ég Ifka oft verið beðinn að spila á hinum ýmsu menningarviðburðum og hefur verið töluvertað gera hvað það varðar ogyfirleitt alltaf eitthvað framundan. Eitthvað ætlar Jón að spila opinberlega í sumar en ekkert er ákveðið eins og er. - Það kemur allt í Ijós, segir þessi spilandi káti harmonikuleikari. Páll Friðriksson reyna að fara til hans eina helgi í mánuði. Næsta stig er háskólanám og ég stefni þangað en ég er ekki búinn að ákveða enn hvert ég fer eða hvað ég læri nákvæmlega. Það eru margar leiðir færar f þessu. Góðir harmonikuleikarar hafa löngum verið vinsælir á gömlu- dansaböllum en Jón hefur lítið verið f þeim skemmtanabransa. Þó grípur hann í nikkuna á jólaböllum. - Ég spilaði á balli þegar ég var tíu ára í Hlíðarhúsinu með bróður mínum, annars hef ég látið þetta alveg vera fyrir utan jólaböllin. Verkstæði til alhliða viðgerða Harmonikuþj ónusta á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Guðna Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.