Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 18

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 18
Snorri Sigbjörn Jónsson harmonikuleikari á Akranesi Snorri Sigbjörn Jónsson er fæddur á Hóla- landshjáleigu á Borgarfirði eystri þann 9. september 1926. Sonur hjónanna Jóns ísleifssonar og Guðnýjar Þórólfsdóttur. Árs- gamall flytur hann að Hrollaugsstöðum og tveggja ára að Hjaltastað þar sem hann býr í 7 ár. Þá flytur hann að Grænuhlíð sem er nýbýli í landi Hjaltastaðar. Nú gef ég Snorra orðið um leið og ég bið hann að lýsa fyrir mér æviferli sínum. - Meðan égbjó í Grænuhlíð fórégtil minnar fyrstu launuðuvinnu hjá Vegagerðinni, þá var ég kúskur, en það fólst í því að teyma hest með kerru ívegagerð. Uppfrá þvívann ég mikið í vegagerð á sumrin, þá voru stungnar sniddur og vegurinn mótaður með þeim og fyllt á milli, svo kom kúskurinn með hestakerruna og dreifði malarslitlagi yfir. Svona varnúvegagerðin íþádaga. Síðasta sumarið mitt ívegagerð lögðum við veginn yfir Vatnsskarðið. Árið 1953 flutti ég í Skagafjörðinn að Óslandi, þaðan sem fyrri konan mín er. Á búskaparárum okkar eignuðumst við saman sjö börn, þau Kristján Björn, Ingibjörgu (sem dó 4ra ára), Guðnýju, Önnu Jónu, Krist- ínu, Helgu og Þórunni. Það má geta þess að það er mikil músik í þeim öllum og hafa þau öll starfað í hljómsveitum meira og minna ogeru sum þeirra enn. Kristján, Anna Jóna og Guðný voru t.d. öll þrjú saman um tíma í hljómsveitinni Upplyftingu. Frá Óslandi réði ég mig sem fjósamann að Hólum í einn vetur. Svo var það veturinn á eftir að ég tek meirapróf og fer síðan til Reykjavíkur og gerist leigubflstjóri hjá Steindóri og keyrði þar í eitt ár. Eftir það fer ég aftur norður og keyri rútu hjá Gísla Sigurðssyni eitt sumar. Árið 1957 keypti ég mér mjólkurbíl og sótti mjólk frá þremur hreppum, Fljótum, Hofs- hreppi og Fellshreppi. Þennan akstur stund- aði ég til ársins 1977. Þá breytti égtilogfór að keyra skólarútu og gerði það í þrjú ár. 1980 flyt ég svo á Akranes þar sem ég bý enn og keyrði vörubíl hjá fiskvinnslufyrir- tækjunum Heimaskaga ogsíðan hjá Haraldi Böðvarssyni, en er hættur að vinna núna. Það er gaman að geta þess að éghef alltaf haft gaman af hestum og er búinn að eiga hesta allar götur og stundaði tamningar mikið hér áður fyrr. Annars átt þá mér til skemmtunar, en er nú hættur að fara á bak, orðinn of gamall íþað. - Jæja Snorri, þú ert mikill músikmaður og hefur spilað á harmoniku í mörg ár. Segðu mér frá því. - Nú það var eins og hjá mörgum öðrum að það var til orgelræfill heima sem faðir minn spilaði á og svo átti móðir mín tvöfalda harmoniku. Ég reyndi að glamra á þetta ásamt systkinum mínum, en við vorum 6 alsystkin og einn hálfbróðir. Ég spilaði ekki mikið á tvöföldu harmonikuna, en þó það mikið að ég náði lagi á hana, sem vakti áhuga minn á harmonikuspili. í þá daga fóru menn ekki út í búð að kaupa sér harm- oniku eins og nú tíðkast, það voru einfald- lega ekki til peningar til þess. Ekki man ég hvenær ég keypti mína fyrstu harmoniku en hún var8o bassa. Eftirþaðfórgamanið að verða að alvöru, því þótt maður gæti ekki spilað mikið til að byrja með, var farið að biðja mann að spila á böllum hér og þar eins og gengur. Ég man að einu sinni var ég beðinn að spila í félagsheimilinu á Borg- arfirði eystri og fór ég ríðandi með harm- onikuna á bakinu - fimm tíma reið - til að spila, spilaði á ballinu sem stóð þar til trillukarlarnir fóru á sjóinn á milli kl. 5 og 6 um morguninn og fór sfðan rfðandi heim aftur ósofinn eftir ballið. Það var ágætis úthald. Einn vetur var ég f á Ketilsstöðum í Jökulárshlíð, þá spilaði ég mikið með Þor- valdi Jónssyni frá Torfastöðum. Þann vetur var ég eitt sinn beðinn að spila á balli f Hróarstungu sem er á milli Lagarfljóts og Jökulsár. Ég fékk Þorvald með mér og fékk lánaðan hest og sleða hjá Björgvini á Ket- ilsstöðum tilferðarinnar. Það gekkallt vel, nema um kvöldið skall á hríðarveður og varð að aflýsa ballinu. Fengum við að sofa þar um nóttina og fórum svo í blíðskapar- veðri til baka daginn eftirán þess að spila. Svona var þetta á þessum árum, það var oft um langan veg að fara og farkosturinn yfirleitt hestar. Svo gat maður lent í ýmsum uppákomum. Annars hef ég spilað töluvert um dagana og víða, bæði einn og með öðrum og alltaf gengið vel að spila með öðrum spilurum. Við spilum líka mikið saman bræðurnir, Egill, Kristmann og ég þegar við hittumst. Þegar ég flyt í Skagafjörðinn á ég enga harmoniku. Það var svo fyrir tilstilli Kven- félags Óslandshlíðar þegar konurnar í þeim félagsskap komust að þvf að ég spilaði á harmoniku að þær lánuðu mér fyrir harm- oniku með því skilyrði að ég spilaði á dans- leikjum f Hlfðarhúsi. Svo spilaði égvíða þar t.d. íVarmahlíð, Héðinsmynni, Ketilási, Haganesvík, Fljótum, Hofsósi ogvíðar. Þá var oft haldin félagsvist og svo var ball á eftir. Árið 1980 flyt ég svo til Akraness, þá með seinni konu minni Kristbjörgu Pétursdóttir og geng þá fljótlega til liðs við Harmoniku- unnendur Vesturlands ogfer að æfa og spila með þeim og hef verið með þeim sfðan. Við spiluðum t.d. fyrir Dansklúbbinn Duna sem stofnaðurvarogsvo hélt félagið dans- leiki, við spiluðum í útvarpsþætti Hermanns Ragnarssonar, nú svo hef ég tekið þátt f öllum landsmótum með félaginu, ásamt því höfum við haldið böll með öðrum félögum eða farið sem gestaspilarar til annarra félaga. Þar utan spilaði ég mikið með Geir Guðlaugssyni frá Kjaranstöðum, en við náðum nokkuð vel saman. Við stofnuðum saman hljómsveit með Sveini Jóhannssyni ogóðni Helgasyni. Svo hef égspilað íhópi Húsbílafélagsins vftt og breitt um landið, enda vel látinn í þeirra hópi. Viðtalið tók G.Helgi Jensson Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 18

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.