Harmonikublaðið - 01.05.2009, Page 10

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Page 10
Kveðja úr Skagafirði Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hélt þrenna tónleika í vetur er báru nafnið „Tekið í belg“. Voru þeir haldnir í Skaga- firði, nánar tiltekið í félagsheimilinu Ljós- heimum, á Löngumýri og í félagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi. Þar voru á ferðinni fimm harmonikuleikarar, bræðurnirjón ogStefán R. Gíslasynir, Aðalsteinn ísfjörð, Jón Þor- steinn Reynisson og Tanja Wljöll Magn- úsdóttir, ásamt slagverksleikaranum Kristj- áni Þór Hansen. Kynnir á öllum tónleikunum var Gunnar Rögnvaldsson. Sæluvika Skagfirðinga 2009 stóð yfir frá 26. apríl til 3. maí. Félagið lagði til dag- skrárliði íþá menningarviku. Fimmtudags- kvöldið 30. apríl var söng- og skemmtidag- skrá í félagsheimilinu Ljósheimum með hinum landsþekkta stórsöngvara Ragnari Bjarnasyni. Ragnar á margar gamansögur sem hann deildi með áhorfendum á milli þess sem hann söng fullum hálsi og sló hvergi af. Gestir voru um 80 og fóru glaðir heim. Það voru hljóðfæraleikarar úr félaginu sem léku undir hjá Ragnari. Þeir voru: Jón Gíslason á harmoniku, Kristján Þór Hansen á trommur, Guðmundur Ragn- arsson á bassa, Aðalsteinn ísfjörð lék á harmoniku, hljómborð og saxófón og Rögn- valdur Valbergsson á gítar og hljómborð. Hljómsveitir félagsins léku svo fyrir dansi fram eftir nóttu og bættust þau Hermann Jónsson og Elin Jóhannesdóttir þá íhópinn. Tekið í belg og dagskráin með Ragnari Bjarnasyni eru verkefni sem styrkt voru af Menningarráði S.S.N.V. Félag harmonikuunnenda í Skagafirði hefur alltaf tekið þátt f harmonikudeginum með dagskrá. í ár bar daginn upp á 2. maí sem var laugardagur í Sæluviku Skagfirðinga og af þvf tilefni var opið hús í félagsheimilinu Ljósheimum frá kl. 14:00 og var boðið upp á fjölbreytta harmonikutónlist. Fram komu þar m.a. Landsmótssveitin 2008 sem lék nokkur lög af sinni dagskrá. Tanja Mjöll Magnúsdóttir, 14 ára stúlka og afi hennar Aðalsteinn ísfjörð léku saman tvö lög á harmonikur og síðan kom Unnur Rún Sig- urpálsdóttir 9 ára gömul, sem einnig er barnabarn Aðalsteins ísfjörð og lék með þeim eitt lag á hljómborð. Aðalsteinn ísfjörð er landskunnur lagahöfundur og lék hann fjögur lög af sínum langa lagalista. Linda Björk Valbjörnsdóttir 17 ára lék þrjú lög með kennara sínum Stefáni R. Gíslasyni. Síðan var samleikur þeirra Jóns Gíslasonar og Aðalsteins ísfjörð og svo þeirra bræðra Jóns og Stefáns R. Gíslasonar og notuðu þá gestirtækifærið ogstigu nokkurdansspor. Fjöldi gesta á harmonikudeginum var um 70 manns. Harmonikudagurinn varstyrktur af Sparisjóði Skagafjarðar. Aðgangur var ókeypis en boðið upp á veitingar gegn vægu verði og voru allir boðnir hjartanlega vel- komnir að venju. Sauðárkróki 6. maí 2009 Gunnar R. Ágústsson 10

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.