Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 5
Harmonikudagurinn 2009 LTjO' y sHiii ;■ Ofj; Ágæti harmonikuunnandi. Samband fslenskra harmonikuunnenda er samnefnari fyrir öll harmonikufélögin í land- inu, sem eru 16 talsins. Sambandið hefur undanfarin ár staðið að degi harmonikunnar þar sem töfrar hljóð- færisins eru kynntir. Félögin víðsvegar um landið sjá um þessa kynningu, hvert í sinni heimabyggð og leggja þau metnað sinn í að dagurinn verði sem eftirminnilegastur. Fyrsta harmonikan sem vitað er um kom til landsins árið 1845, en hljóðfærið verður fyrst vinsælt hér á landi upp úr aldamót- unum 1900. Það má segja að það hafi verið norskir sjómenn sem fyrstir kynntu harm- onikuna landsmönnum, það voru hnappa- harmonikur sem þeir voru með og varð hljóðfærið strax vinsælt hér á landi. Um 1920 kemur píanóharmonikan til sögunnar og voru landsmenn fljótir að tileinka sér það hljóðfæri og brátt varð harmonikan eitt vinsælasta hljóðfærið hérá landi. Hvarsem dansleikirvoru haldnir var harmonikan alls- ráðandi og margir muna enn eftir harm- onikuleikaranum sem sat uppi á sviði í samkomuhúsinu og hélt uppi fjörinu fram á morgun. Blómaskeið harmonikunnar má segja að sé frá 1920 - 1960 en þá verða straumhvörf í danstónlist og harmonikan verðurekkieinsvinsæloghún hafði verið. Ýmis rafmagnshljóðfæri ryðja sértil rúms hér á landi, sem verður til þess að harm- onikan nánast hverfur úr danshljómsveitum um tveggja áratuga skeið. Fyrsta harmonikufétagið er stofnað 1977 og íframhaldi af þvífjölgaði félögunum örtum allt land. Tilgangur þessara félaga er að efla kynni fólks á þessu fjötbreytilega hljóðfæri ogað koma hljóðfærinu inn ítónlistarskóla landsins. Má segja að vel hafi tekist til, þó svo að enn sé hægt að gera betur. í dag eru um 350 ungmenni í harmoniku- námi í tónlistarskólum og hjá einkakenn- urum víðsvegar um landið og má segja að það hafi orðið algjör hugarfarsbreyting meðal ungs fólks, fullorðinna og eldra fólks varðandi þetta frábæra hljóðfæri, sem bæði er notað í danstónlist sem og klassískri tónlist. Margir láta gamlan draum rætast og hefja nám í harmonikuleik eða þá taka upp þráðinn að nýju og dusta rykið af gömlu harmonikunni eða kaupa sér nýja harmoniku og hefja að spila á þetta frábæra hljóðfæri. Það er von Sambands íslenskra harmoniku- unnenda að sem flestir njóti harmoniku- dagsins. Harmonikudagurinn á Akranesi ^ Harmonikuunnendur Vesturlands 7-*>ríri973. Á Akranesi var harmonikudagurinn haldinn hátfðlegur að vanda. Hátíðin hófst ld.i4:oo íTónbergi, sal tónlistarskólans. Það voru mættir um 80 manns. Hátfðin var haldin f samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi. Fram komu Harmonikuunnendur Vest- urlands, nemendur úr tónlistarskólanum og svo komu gestaspilarar sem voru félagar f Harmonikufélagi Selfoss. Það má segja að vel hafi til tekist, því gestir hátíðarinnar voru mjög ánægðir í lokin. Boðið var upp á kaffi og með því. Svo má geta þess að Pétur Guðjónsson í Harm- onikufélagi Akraness mætti á svæðið og hélt sýningu á nokkrum harmonikum sem hann hefur eignast í gegnum tíðina. Gleðilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á útihátíðunum í sumar. Kveðja, G.Helgi Jenssson Harmonikusafn Péturs Gudjónssonar 5

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.