Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 6
Harmonikudagurinn á Akureyri Harmonikudagurinn var haldinn í samvinnu við Eyfirska safnadaginn 2. maí síðastliðinn og spiluðu félagar FHUE á söfnum víðsvegar um bæinn við góðar undirtektir áheyrenda. Tveir harmonikuleikararfórá sjó með Húna 11 og spiluðu á meðan á siglingu stóð um fjörðinn. Einnigvarspilað á Minjasafninu, Minjasafnskirkjunni, íNonnahúsi ogá Iðn- aðarsafninu. Þennan dag átti einnig sér stað kynning á harmonikunni sem hljómtæki ogtókEinar Guðmundsson harmonikur í sundur og hafði þærtil sýnis fyrir gesti og gangandi. Tónleikar voru haldnir fyrir opnu húsi f Brekkugötu3, þarsem ungmenni úrtónlist- arskólunum spiluðu auk nokkurra félaga úrFHUE. Stórsveit félagsins endaði svo á því að spila nokkur lög. Formaður FHUE Myndir: Steinberg Pálsson Harmonikudagurinn á Vestfjörðum Frá Harm- onikufélagi Reykjavíkur Harmonikufélag Reykjavíkur var stofnað 1986. Síðan þá hefur HR verið með Dag harmonikunnar en f ár sameinaðist hann Harmonikudeginum sem S.Í.H.U. stendur fyrir. HR var með tónleika fyrir fullu húsi í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fram komu nemendur Vadims og nemendur úr DO-RE- M1 tónlistarskólanum, sveitir félagsins og einnig Helga Kristbjörg sem sýndi frábæra spilamennsku. Að þessu sinni voru ekki með okkur gestir úr öðrum félögum af ákveðnum ástæðum. Guðrún Guðjónsdóttir Harmonikudagurinn var haldinn f félags- heimilinu á Þingeyri, 2. maíkl. 15:00. Svo- kölluð Dýrafjarðardeild Harmonikufélags Vestfjarða sá um hátíðina. Harmonikukarlarnir og Lóa ásamt Lína Hannesi ogJóni Sig léku lög af ýmsum toga. Kirkjukór Þingeyrar söng nokkur sumarlög og síðan sungu karlarnir eitt lag við undir- leikáfiðlu, munnhörpu oggítar. Hljómsveit tónlistarskólans lék lag úr söngleiknum Dragendúkken, sem sýnt var um páska. Heiðursgestur var Karl Jónatansson sem var gestaspilari, ásamt Inga syni sínum sem lékátrommur. Þessi aldni harmonikusnill- ingur fór á kostum og hefur aldeilis engu gleymt. Ásvaldur á Núpi ogSigurður Friðrik voru með sýnishorn af hljóðfæraleik fyrir dansi á árum áður, er þeir léku á tvöfaldar, díatóniskar harmonikur við góðar undirtektir gesta. Að tónleikum loknum var sfðan dansleikur, sem hófst með marsi er Bergur Torfason stjórnaði með Eddu á Mýrum sérvið hönd, létu þau danspörin fara íleiki öllum til gam- ans og ánægju. Eftir það voru hinir hefð- bundnu gömlu dansar f algleymi til dag- skrárloka. Þátttakan hefur aldrei verið meiri en nú, eða hátt í hundrað og fimmtíu manns á þessum degi. Björg Hans. 6

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.