Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 12
Jón Jónsson frá Hvanná
Jón Jónsson fæddist að Hvanná í Jökuldal
9. júlí 1910. Hann var fjórði af sex börnum
þeirra Jóns Jónssonar bónda á Hvanná og
Gunnþórunnar Kristjánsdóttur Kröyer. Þó
ekki sé vitað um að sérstakur tónlistaráhugi
hafi verið á Hvanná eignaðist Jón yngri
orgel á unglingsárunum og virðist sem
hann hafi haft meiri tónlistaráhuga en aðrir
á heimilinu. En hann hafði annað og meira,
sem var ósvikin tónlistargáfa.
ÍTungu og Fellahreppi austurvið Lagarfljót
var á þessum tfma nokkuð um að fólk kæmi
saman til að syngja og spila, þegar lausar
stundir gáfust frá erli hversdagsins. Á
bænum Bót í Tunguhreppi var þá að alast
upp Stefán Pétursson, sem síðar átti
eftirað setja svip á tónlistarlíf Héraðs-
búa. Hann hafði lært að lesa nótur og
hjá honum lærði Jökuldælingurinn ungi
undirstöðuatriði í nótnalestri. Stefán
var tveimur árum eldri en Jón, svo lík-
legterað um einhverskonarsjálfsnám
hafi verið að ræða.
Áfyrstu áratugum aldarinnarvarskóla-
kerfi íslendinga með töluvert öðrum
bragen við þekkjum ídag. Þá vargagn-
fræðaprófstóráfangi að öðru meira og
oft þurfti ungt fólk að bíða lengi til að
komast f gagnfræðaskóla. Jón var um
tvítugt þegar hann hóf gagnfræðanám
og til þess lá leiðin til ísafjarðar. Þar
fékk hann inni hjá frændfólki.
En með ísafjarðarförinni voru örlög
unga mannsins ráðin. Hann bjó á ísa-
firði alla tíð eftir þetta, ef frá er talinn
einn vetur, sem hann stundaði far-
kennslu í sinni gömlu heimabyggð á
Jökuldal ogtveirvetur, þegar hann var
við nám ÍSamvinnuskólanum ÍReykja-
vík. Samhtiða því námi sótti hann tíma
í píanóleik. Þar með var lokið hefð-
bundnu tónlistarnámi Jóns frá Hvanná. Ein-
hverjum hefði dugað þetta skammt, en með
jafn ríka tónlistargáfu og Jón hafði, er hægt
að koma miklu íverk. í miðri kreppunni var
svo Jón ráðinn aðaibókari Kaupfélags ísfirð-
inga. Menningarlíf hafði blómstrað vel og
lengi á ísafirði og tóku ísfirðingar þessum
unga tónlistarmanni tveim höndum. Pott-
urinn og pannan í tónlistarlífi kaupstaðarins
var eldhuginn Jónas Tómasson. Með þeim
Jóni tókust ágætis kynni og oft kom það
fyrir að Jón hljóp í skarðið, þegar Jónas var
bundinn við annað. Þá lékjón oft í dans-
hljómsveitum á ísafirði. Meðal þeirra sem
léku með Jóni á þessum árum var Jenni Jóns,
12
annar lagasmiður, en hann dvaldi oft á
ísafirði á þessum árum.
Jón hóf lagasmíðar ungur að árum, þó ekki
færi mikið fyrir því til að byrja með. En
smám saman óx honum ásmegin og lögin
streymdu úr hörpu hans eitt af öðru. Allan
sinn starfsaldur á ísafirði starfaði hann sem
aðalbókari kaupfélagsins, en með tónlist-
inni hvíldi hann hugann, eftirafstemmingar
dagsins.
Dætur Jóns minnast þess, að þegar hann
kom heim að loknum vinnudegi, settist
hann við flygilinn og að smástund liðinni
var komið fullskapað lag. Hann var maður
augnabliksins og þetta voru hans óska-
stundir. Heima fyrir var hann síður en svo
einn á báti. Eiginkonan og dæturnar urðu
oft fyrstar til að syngja lögin beintaf pönn-
unni, ef svo má segja, þannig að það var
oft glatt á hjalla að Austurvegi 12 á ísa-
firði.
Þar átti svo sannarlega við kvæðið í Hlíð-
arendakoti, sem Þorsteinn Erlingsson orti.
„Margt eitt kvöld og margan dag máttum
við í næði, æfa saman eitthvert lag eða
syngja kvæði“.
Vakningin sem varð til með Danslagakeppni
SKT, var tími alþýðutónskáldanna. Jón
Jónsson frá Hvanná var einmitt í þeim hópi.
Hann var orðinn þekkt tónskáld í sinni
heimabyggð, en nú fékköllþjóðin að njóta
laga eins og Capri Katarína og Selja litla,
sem vann önnurverðlaun í danslagakeppn-
inni auk margra fleiri, sem því miður heyrast
alltof sjaldan. Það varð ekki til að skemma
fyrir, að oft voru lögin samin við vinsæl Ijóð,
eftir þjóðskáldin, m.a. Tómas Guðmunds-
son, Davíð Stefánsson og Guðmund Inga
Kristjánsson.
Eftir Jón liggur fjöldi sönglaga og kirkju-
tónlistar. Hann var sannkallaður listamaður
og léttur í lund, þó stundum gæti hann sett
í brýrnar. En hver hefur ekki þurft að setja
í brýrnar, sem á fjórar dætur?
En líftíminn sem Jóni var skammtaður
var ekki langur. Aðeins 44 ára gamall
veiktist hann og lamaðist öðru megin.
Árið 1954 var allt endurhæfingarstarf í
mótun og því lítil von um bata. Hann
hélt andlegum styrk þrátt fyrir áfallið,
en þung raun hefur það verið fyrir svo
lífsglaðan mann íblóma lífsins að vera
kippt út úr hringiðunni. Hann samdi þó
töluvert eftir þetta, en síðustu níu árin
urðu honum erfið. Hann lést þann 26.
mars 1963 á fimmtugasta og þriðja ald-
ursári. En hann gaf okkur tónlist, sem
við eigum eftir að njóta um mörg
ókomin ár. Árið 1997 kom út hljómdisk-
urinn Töfrablik, með nokkrum afbestu
lögum Jóns frá Hvanná. Þar lagði saman
margt af besta tónlistarfólki íslendinga,
Björgvin Halldórsson, Diddú, Pálmi
Gunnarsson, Sigga Beinteins og Ari
Jónsson við undirleik hljómsveitar
undir stjórn Björgvins Halldórssonar.
Þarna má m.a. heyra, í frábærum
útsetningum, lög eins og Capri Kat-
arína, Selja litla, Eygló, Töfrablik, að
ógleymdum Saumakonuvalsinum.
Jón Jónsson vartvíkvæntur. Fyrri konu sína
Halldóru Halldórsdóttur missti hann eftir
stutta sambúð. Seinni kona hans var Rann-
veig Hermannsdóttir frá Ystu Móum í
Fljótum. Þau eignuðust fjórar dætur.
Upphaflega flutt við kynningu á tónlist Jóns
Jónssonar frá Hvanná, á skemmtifundi
Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, í
Templarahöllinni í Reykjavík, sunnudaginn
5. nóvember 1996. Hér örlítið aukið og end-
urbætt.
Friðjón Hallgrímsson
Ljósm: M. Simson/Ljösmyndasafnið ísafirdi.