Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 7
Fréttir af Harmonikudeginum Glattá hjalla í kajfisölunni Harmonikutertan Harmonikufélagið Nikkólína hélt upp á Harmonikudaginn með aðstoð nemenda í Tónlistarskóla Dalasýslu, í Leifsbúð í Búð- ardal. Haldnir voru tónleikar þar sem fram komu nemendur í harmonikuleik undir stjórn kennara síns Halldórs Þ. Þórðarsonar. Fyrst spilaði hópurinn sem fórá unglingalands- mótið á Reykjum sl. haust og síðan komu fram nokkrir einleikarar, mjög efnilegir krakkar. Eftir það spilaði harmonikuhljóm- sveit Nikkólfnu með 3 stúlkum sem kalla sig „Nikkurnar þrjár“ og hafa verið að æfa sig með Nikkólínu í vetur. Eftir tónleikana var kaffisala til ágóða fyrir Nikkólínu og boðið upp á bakkelsi sem félagar komu með, var það hvað öðru betra ogglæsilegra. Þarvakti mesta athygli terta sem var íformi harmoniku, en það varÁrný Björk Brynjólfsdóttir sem kom með hana en hún lét þess getið að „mamma hefði gert hana“. Þess má geta að Mjólkursam- lagið í Búðardal styrkti félagið myndarlega og gaf ostakökur, kókómjólk og osta. Dagur harmonikunnar var mjög ánægju- legur, tónleikarnir tókust afar vel og gestir fóru heim saddir og sælir eftir skemmtilega samverustund. mb Samspil nemenda ÍTónlistarskóla Dalasýslu (je* v Föstudagur 19 Júní : Svæðið opnar síðdegis ... Dansað í félagsheimilinu frá kl. 22:00 Jónsmessuhelgina 19 - 21 Júm Aðgangseyrir yfir helgina 4000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Á dansleik fyrir aðra gesti 2000 kr, og á tónleika og glens 1000 kr tökum vel á móti harmonikuunnendum Upplýsingar í sima 8958152. Laugardagur 20 Júní : Fjölbreytt dagskrá frá kl. 14:00 Tónleikar, söngur, glens og gaman. Kaffisala. Harmonikusýning- E.G. tónar á Akureyri. Sameiginleg grillveisla um klukkan 18. Félögin leggja til grill, koí og olíu. Dansleikur frá 22. Ferðaþjónusta bænda Stóra-Vatnsskarði Næg tjaldstæði. gisting á sér hæð, lOkm. norðan húnavers

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.