Harmonikublaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 16
Starfsemi Harmonikufélags Héraðsbúa
2008 - 2009
Anna Hjaltadóttir ad spila á hljómleikum.
Ungur og efnilegur harmonikuleikari
aðeins 6 ára gamall. Vernharður
Snæþórsson.
Guttormur Sigfússon að spila í
KHB á harmonikudaginn.
Ungurog efnilegur nemandi í
harmonikuleik, Signý Ingólfsdóttir
Starfsemi HFH árið 2008-2009 var med
hefðbundnu sniði. Sumarhátíð f Brúarási
um verslunarmannahelgi. Þar voru dans-
leikir á föstudags- og laugardagskvöld. Á
laugardag voru tónleikar þar sem fram
komu tvíburabræðurnir Andri Snær og Bragi
FannarÞorsteinssynir. Einnig spiluðu Einar
Guðmundsson, Aðalsteinn ísfjörð og Gutt-
ormur Sigfússon. Eins var Jóhannes Krist-
jánsson með skemmtidagskrá.
Hefðbundinn harmonikudansleikur var
haldinn í Valaskjálf síðasta laugardags-
kvöld f ágúst, var hann bæði fjölmennur og
fjörugur. HFH var með Golfskálann á Ekkju-
felli á leigu íveturogþarvoru haldnirdans-
leikir annað hvert föstudagskvöld frá 20:30
til 24:00 þar sem félagar spiluðu fyrir dansi.
Einnig var spilað ÍHIymsdölum, nýrri félags-
aðstöðu eldri borgara á Héraði á miðviku-
dagskvöldum frá 20:00 til 22:00. HFH
félagar héldu tónleika á Harmonikudaginn
ásamt Tónlistarskóla Fellabæjar en þar
komu fram ungir nemendur og eldri harm-
onikuleikarar undir stjórn Torvald Gjerde.
Einnigfóru félagar HFH íhin ýmsufyrirtæki
á Héraði ogspiluðu fyrirviðskiptavini þeirra
og var gerður góður rómur að leik þeirra.
í sumar verður félagið með sumarhátíð f
Brúarási eins og venjulega en tjaldstæði,
mat og gistingu verður hægt að kaupa í
Svartaskógi eins og áður hefur verið. Þar
verða dansleikir á föstudagskvöld og laug-
ardagskvöld og skemmtidagskrá á laug-
ardeginum en þetta verður auglýst í blaðinu
nánar síðar. Hinn árlegi ágústdansleikur
verðurá sfnum stað íValaskjálf og sömu-
leiðis verður hann auglýstur þegar nær
dregur.
16