Harmonikublaðið - 01.09.2009, Qupperneq 9
Hilmar og Þorsteinn
í árdaga harmonikufélaganna á íslandi
urðu tveir ungir menn fljótlega áberandi.
Þetta voru þeir Hilmar Hjartarson, pípu-
lagnameistari í Garðabæ og Þorsteinn
Rúnar Þorsteinsson rakari í Reykjavík.
Hilmar Hjartarson er fæddur í Steinstúni
í Norðurfirði í Árneshreppi þann 13. apríl
1940. Kynni hans af harmonikunni hófust
í barnæsku, en fóstri hans Gísli Guðlaugs-
son, bóndi íSteinstúni, lékátvöfalda harm-
oniku og var aðal harmonikuleikari sveit-
arinnar. Hilmar hóf barnungur að leika á
tvöfalda nikku, en skipti fijótlega yfir í þá
krómatísku. Hann fiutti suðurtólf ára gam-
all. Hilmar er kvæntur Sigríði Sigurðar-
dóttur.
Þorsteinn RúnarÞorsteinsson erfæddur
á Hellissandi þann 13. apríl 1945. Hann
fluttist átta ára gamall til Keflavíkur, þar
sem hann ólst upp. Hann ólst upp við harm-
onikuleik, en móðurbróðir hans var Guðjón
Matthíasson. Þorsteinn hóf ungurað leika
á harmoniku, þó gítarinn hafi lengst verið
hans aðalhljóðfæri. Þorsteinn er kvæntur
Ágústu Bárðardóttur. Á vetrum störfuðu
þeir félagar með Félagi harmonikuunnenda
í Reykjavík og þegar sumraði voru þeir
komnir á flakk með fjölskyldurnar. Báðir
voru þeir vel kvæntir, konum, sem gátu
hugsað sér svipaðan lífstíl. Ekki veit undir-
ritaður hvenær blaðaútgáfu bar fyrst á
góma, en f október 1986 kom fyrsta harm-
onikublaðið á íslandi út.
Eitt atriði má ekki gleymast í þessari
umfjöllun, nefnilega það að þeir félagar
eru fæddir sama daginn, með fimm ára
millibili. Mun svo langtogfarsælt samstarf
tveggja hrúta vera afar sjaldgæft, enda
hvorugur mannýgur, svo orð sé á ger-
andi.
Samstarfi þeirra lauk ekki fyrr en tíu
árum síðar, þegar sfðasta blaðið á þeirra
vegum kom útvorið 1996. Þá dró Þorsteinn
sig út úr samstarfinu, en Hilmar hélt áfram
til vorsins 2001. Þar með lauk merkilegum
kafla f sögu harmonikugeirans á íslandi.
Útgáfa blaðsins varákaflega góðurvitn-
isburður um hugrekki og framsýni hug-
sjónamanna, sem sáu aðeins kostina við
þetta starf, en gleymdu vandamálunum
jafnóðum og þeir höfðu leyst þau. Þeir voru
óþreytandi við að afla efnis. Taka viðtöl,
þýða erlendar greinar og síðast en ekki
sfst, að halda harmonikumót og skrifa um
harmonikumót. Þeir voru eins og gráir kettir
við að afla áskrifenda, þvf án þeirra væri
blaðið andvana fætt. Til voru þeir, sem álitu
þetta jafnvel gróðafyrirtæki. Ég er hræddur
um að þeir Hilmar og Þorsteinn hafi aldrei
þorað að reikna út tímakaupið við þetta.
Þetta var hugsjónastarf, sem gat ekki skilað
ágóða, íþeim litla heimi sem harmoniku-
heimurinn á íslandi var. Þeir voru frum-
kvöðlar ísamstarfi við norræna harmoniku-
leikara og hafa verið gestir harmonikumóta
í Noregi og Svíþjóð. Stjórn Sambands
íslenskra harmonikuunnenda ákvað í
sumar að heiðra þessa tvo baráttumenn
og afhenti Gunnar Kvaran, varaformaður
sambandsins, viðurkenningarnar á laug-
ardagsdansleik á harmonikumóti F.H.U.R.
„Nú er lag“ í Árnesi um verslunarmanna-
hetgina. Það að nota þetta tækifæri var
ákaflega vel til fundið, enda báðir í stórum
góðra vina hópi, sem samfagnaði þeim af
heilum huga.
FH
9