Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 2
Ávarp formanns
A
Ágæti harmonikuunnandi
Þetta er í fyrsta sinn sem ég undirritaður
skrifa grein í Harmonikublaðið sem for-
maður sambandsins. Ég vil byrja á því að
þakka öllum formönnum og fulltrúum
aðildarfélaga sambandsins fyrir góðan
aðalfund sem haldinn var á vegum Félags
harmonikuunnenda við Eyjafjörð íloksept-
ember og um leið vil ég þakka fyrir góðan
stuðning við mig f kjöri til formanns sam-
bandsins. Ég vona að ég eigi eftir að eiga
gott samstarf við meðstjórnendur mína og
að starf okkar megi verða farsælt á kom-
andi starfsári. Einnigvilégvið þetta tæki-
færi þakka öllu því góða fólki innan raða
F.H.U.E. fyrir frábæran undirbúning og
framkvæmd aðalfundarins. Ég held að það
sé óhætt að segja að þessi fundur og öll
umgjörðin um hann hafi verið fram-
kvæmdaraðilum til mikils sóma. Mér
fannst þessi aðalfundur einkennast af
einhug og að allir sem fundinn sóttu hafi
komið tit fundarins með jákvæðni að
leiðarljósi, enda voru umræðurá fundinum
í þeim anda.
Ég vil þakka fráfarandi formanni sam-
bandsins, Jónasi Þór Jóhannssyni fyrir
frábært starf fyrir sambandið og verður
hans minnst fyrir dugnað og óþrjótandi
áhuga á þvf sem Samband íslenskra
harmonikuunnenda stendur fyrir. Það
verður erfitt, en um leið hvetjandi, fyrir
mig að reyna að feta í fótspor Jónasar Þórs
og leiða sambandið áfram á þeirri braut
er hann hefur nú þegar varðað sem for-
maður í sexár. Stjórn sambandsins á eftir
að sakna góðs vinar, en ég lofa því að ég
mun ekki láta hann ífriði, vanti mig góðar
hugmyndir eða ráðleggingar. Það bar þó
einn skugga á annars góðan aðalfund að
það vantaði formenn og fulltrúa frá
nokkrum félögum og var þeirra sárt
saknað. Það er trú mfn að betur takist til
næst og að fulltrúar mæti frá öllum aðild-
arfélögum til næsta aðalfundar.
Ákomandi starfsári vænti égmikilsafmeð-
stjórnendum mfnum, því það er í mörg
horn að Ifta og ýmis verkefni sem þarf að
leysa. Það er staðreynd að halli var á
rekstri sambandsinsá liðnu ári ogvið því
þarf að bregðast. Að sjálfsögðu verður
efnt til fjáröflunardansleiks á vordögum
og leita þarf allra leiða til að finna fjáröflun
sem gefur sambandinu auknar tekjur.
Stjórnin mun standa við það loforð sem
hún gaf á aðalfundi, að allt verði gert til
að endurvekja æfingabúðir fyrir börn og
ungmenni innan okkar raða ogfinna þeim
viðburði góðan stað. Éghefnú þegarsent
Verkstæði til alhliða viðgerða á harmonikum
að Sóleyjarima 15, Reykjavík.
Hafið samband við Guðna
í síma 567 0046.
Harmonikuþjónusta
Guðna
öllum formönnum aðildarfélaganna póst
og óskað eftir svari frá þeim um hvort
þeirra félög séu í stakk búin til að taka
þetta verkefni að sér. Ég man það vel hvað
ungmennin voru ánægð með æfingabúð-
irnarsem haldnarvoru að Reykjum ÍHrúta-
firði fyrir nokkrum árum og finnst mér sá
staður henta sérstaklega vel fyrir atburð
sem þennan. Það er Ijóst f mínum huga að
til þess að hægt sé að halda æfingabúðir
sem þessar þarf röskan mannskap til
verksins og að nauðsynlegt sé að eitt eða
fleiri aðildarfélög komi að þessu verki.
Útgáfa Harmonikublaðsins hefur gengið
vel síðustu árog hefur blaðið staðið undir
sér og skilað Iftilsháttar hagnaði undan-
farin ár. Þessa velgengni blaðsins má
þakka okkur öllum, þeim sem hafa staðið
blaðinu næst, þeim sem hafa verið ötulir
að skrifa greinar og pistla f blaðið, þeim
sem hafa tekið fjölda mynda og sent
blaðinu auk fjölda annarra góðra manna
og ber að þakka öllu þessu góða fólki fyrir
frábærtframlagtil blaðsins. Éghefverið í
forsvari fyrir blaðið, verið ritstjóri og
ábyrgðarmaður þess. Nú verður breyting
á þessu fyrirkomulagi og var ákveðið á
síðasta stjórnarfundi að Friðjón Hallgríms-
son taki við sem ábyrgðarmaður og rit-
stjóri blaðsins um næstu áramót. Melkorka
Benediktsdóttir verður áfram í forsvari fyrir
peningamál, innheimtu og áskriftarskrá
blaðsins. Ég vil bjóða Friðjón velkominn
til starfa við blaðið og hef ég lofað að vera
honum til halds og trausts.
Ljóst er að stjórn og allir þeir er vilja veg
blaðsins sem mestan, verða að leggjast á
eitt um að fjölga áskrifendum, því það
verða atltaf einhver afföll áskrifenda ár
hvert. í dag eru áskrifendur 550 og þarf að
leggjast á árarnar með að fjölga áskrif-
endum. Eflaust gæti ég haldið áfram að
telja það upp sem liggur fyrir stjórn, en
læt hér staðar munið.
í hönd fer hátíð Ijóss og friðar og stutt í að
árið 2012 gangi í garð. Ég og kona mín
viljum óska öllum harmonikuunnendum
nær og fjær gleðilegrar jólahátíðar og
farsældar á nýju harmonikuári.
Gunnar Ó. Kvaran, formaður
Leiðrétting
Beðist er velvirðingar á því að það
gleymdist að setja nafn Guðrúnar
Guðjónsdóttur undir grein um Harm-
onikumessu í Árbæjarkirkju í Holtum
í septemberblaði Harmonikublaðsins.
2