Harmonikublaðið - 01.12.2011, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Qupperneq 14
r. Harmonikuleikari í 70 ár t'“ Diddi Hall Diddi og Herdís. Fjöllistamaðurinn Sigurður Hallmarsson, Diddi Hall, er fæddur á á Húsavík árið 1929. Hann þekkja aliir harmoniku- unnendurá íslandi, enda hefur hann hlotið heiðursviðurkenn- ingu S.Í.H.U. Sigurðurvar kenn- ari við Borgarhólsskóla á Húsa- vfk ogskólastjóri þar um tfma. Hann er þekktur myndlistar- maður, leikstjóri og leikari bæði á sviði og í kvikmyndum. Hann gekk íLeikfélag Húsavíkurárið 1943 ásamt konu sinni Herdísi Birgisdóttur sem einnig var leikari og eru þau félagar þar enn.Sigurður er einn af stofn- félögum Harmonikufélags Þingeyinga og stjórnaði lengi félagshljómsveitinni þeirra og Lúðrasveit Húsavíkur stjórnaði hann um tfma. Núna æfir hann Sólseturskórinn, sem er kór eldri borgara á Húsavfk. Diddi hefur vinnustofu áHúsa- vfk, þar sem hann málar Kinn- arfjöllin og annað landslag ýmist með olíu eða vatnslitum, sem af mörgum er talið erf- iðasta listformið. Myndir eftir hann prýða annaðhvert heimili á Húsavík og Safnahúsið á margar myndir eftir Didda af gömlu trillukörlunum og öðrum Húsvíkingum. Þegar Sigurður komst á eftirlaun var haft eftir honum að sjaldan hefði hann haft meira að gera. Við heim- sóttum hann 2008 og tókum við hann viðtal fyrir afmælisrit Harmonikufélags Þingeyinga, þegar það varð 30 ára. Þar kom fram að Sigurður fékk harmon- iku um fermingu og hefur spilað síðan. Hann er fjölhæfur í því sem öðru, leikur dansmúsik, dinnermúsik, klassík, hefur mikið spilað við útfarir og auð- vitað í sýningum hjá Leikfélag- inu. Hann hefur Ifka mikið spilað fyrir börn ískólanum á barnaböllum, í leikskólum og auðvitað í leikhúsinu þegar nikkan var notuð í barnasýn- ingum og þar léku krakkarnir með. Auk þessa gerði hann upptöku með danslögum ásamt 14 Reynir Jónassyni, Árna Schev- ing.Guðmundi EinarsogDidda fiðlu. Húnvar notuð við dans- kennslu í skólum, svo óhætt er að segja að hann hafi ekki legið á liði sínu við að kynna harm- onikuna fyrir æskunni. „Við þurfum að fá unga fólkið til að spila meira með okkur en ekki fyrir okkur,“ sagði Sigurður Hallmarsson. í haust vorum við svo beðin að taka viðtalvið hann afturognú fyrir Harmonikublaðið. Við heimsóttum þau Herdísi á heim- ili þeirra og fengum að spyrja nokkurra spurninga. Sæll Diddi. Þá erum við komin aftur til að fá þig til að spjalla aðeins meira um harmonikuleik og ævistörfin. Er það ekki rétt að þú sért búinn að spila í 70 ár? Jú, svona um það bil. Ég fékk áhuga á harmonikuleik fimm ára. Ég festi þvottaklemmur á pappaspjald og hafði fyrir nótur. Það voru fáir betri en ég, segir Diddi og hlær. Svo byrjaði ég að spila um fermingu á píanóharmoniku. Hnappa- harmonikur voru ófáanlegar á stríðsárunum. Þið harmonikuleikararnirvoruð popparar síldaráranna. Kannt þú ekki einhverjarsöguraf því. Jújú. Það varýmislegtsem kom fyrir. Einu sinni vorum við Ingi- mundur Jónsson og Reynir Jónasson að spila á síldarballi á Raufarhöfn. Það var svo stappað í salnum að það var einsogsíld ítunnu. Það brutust út slagsmál og við komumst ekki út eftir ballið. Ég hef sjaldan verið eins hræddur og þarna uppi á svölunum. En við sluppum ómeiddir. Svo vorum við Ingimundur einu sinni að spila á Dalvík. Þá brastá ogvið vorum innlyksa á Svalbarðs- ströndinni í tvo-þrjá daga. Við hugguðum okkurvið að okkar yrði ekki saknað í skólanum því alltafísvonavotviðri sló saman raflínum svo það varð raf- magnslaust og kennsla féll niður. Svo spiluðum við eitt sinn á Grenivík. Þá varð svo brjálað á heimleiðinni að við urðum stopp. Ingimundurtýndi öðrum skónum við að ýta. Já svo fórum við einu sinni á Vopnafjörð og spiluðum til morguns. Þá gerði svo þétta þoku að ég sá varla milli stika. Þeir Ingimundur og Reynir Jón- asson lögðu sig bara og sváfu. Ég ók alltaf. Varst þú að spila um helgar, kenna alla vikuna og leika í leik- húsinu. Svafstu aldrei? Ég svaf lítið. Það var ásettur sólarhringurinn. Égvarspítala- ráðsmaður líka. Svo vann ég öll sumur. Tók aldrei sumarfrí. Ég var á síld og einu sinni lögga. Svo voru hérna tékkneskir lúðrasveitarstjórnendur. Þeir fóru heim á sumrin. Þá var eng- inn til að æfa. Það var kallað á mig fyrir fyrsta mafogsautjánda júní ofl. Svona hefur þetta verið f fjörutíu ár. Það er kallað á mig enn.Þaðvar lítilltími fyrirfjöl- skylduna. Nú voruð þið Herdís bæði leik- arar. Kynntust þið í leikhúsinu? Við höfum alltaf þekkst, segir Herdís. Hann var í bekk með systur minni. En hann tók nú ekki mikinn þáttí heimilisverk- unum í gamla daga. Ég man eftir þér Diddi stjórna söngleik í Hafralækjarskóla, Óliver Tvist með Robert Faulk- ner? Jú. Þegar ég var fræðslustjóri báðu skólastjórar mig oft um svoleiðis. Ég tók ekkert fyrir það. Þó þú sért náttúrutalent sem getur allt, hvernig datt þér í hug að fara að mála með öllu þessu? Ég sullast í öllu. En ég hef þörf fyrir að mála. Ég var alltaf hrif- inn af málverkum Jóhanns Björnssonar frænda míns. Svo er það birtan. Litirnir eru svo fallegir. Mig langaði að mála. Ég fékk einu sinni ársorloffrá kennslu. Þá fór ég suður í Mynd- listarskólann. Ég lærði mynd- listarkennslu. Þá fór ég líka til Péturs Friðriks og fékk hjá honum tilsögn við að mála með vatnslitum. í leiðinni fór ég svo í förðunarskóla Leikfélags Reykjavíkur og lærði svolitla förðun. Ég hafði lært leiklist áður. En nú ætla ég að spila fyrir ykkur. Og Diddi grípur nikkuna og spilar og dillar sér eftir hljóm- fallinu. Svo heldur hann áfram. Ég spila alltaf tvisvar-þrisvar á dag. Stundum fer ég og spila fyrir íbúana á Hvammi. Ég var að endurgera diskinn sem við Ingimundur o.fl. gerðum fyrir danskennslu í skólum. Ég ætla að rokselja hann niðuríVerbúð í sumar. Það væri upplagt að skólar og leikskólar eignuðust hann. Svo langar mig að gera annan disk. Þetta eru lögin sem eiga að vera á honum. Ég hef séð á norskum sjónvarps-

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.