Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 17

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 17
maður er komin í einhverja kirkjuna þar sem hún nýtur sín best. Þá líður manni bara eins og gangandi pípuorgeli. Tónn- inn í henni finnst mér fallegur og mjúkur og virðulegur, en hvorki skerandi né sveiflóttur. Svo eru þessi ógrynni af skipt- ingum, eiginlega bara alltof mikið af þeim. Ég man þegar ég var að byrja og horfði upp til strákanna sem voru þá að spila í stóru hljóm- sveitinni svokölluðu. Þeirvoru þá aðal fyrirmyndirnar mfnar og mér fannst þeir algjörir snill- ingar. Og sú skoðun hefur enn ekkert breyst. Á þeim tíma var helsta markmið mitt að komast inn í hljómsveitina. í Guðríðar- kirkju á síðasta ári spilaði ég sem gestaspilari á tónleikunum þeirra og þar með var ég form- lega tekin inn f hljómsveitina. Þess má geta ad ég sem er skrifadurfyrirþessu ágæta við- tali heyrði fyrst til Álfheiðar Gló á þessum tónleikum og ég velti fyrir mér hvar hún hefði verið falin, því það var greiniiegt að hún átti mjög vel heima í hópnum og tónleikarnir voru bráðskemmtilegirfrá upphafi til enda. En seinna á hljómsveitaræf- ingum spurði ég sjálfa mig út í hvað égværi eiginlega búin að koma mér! Árangurinn er núna hægt og rólega að koma f Ijós. Þetta var erfitt til að byrja með en strákarnir hafa verið svo góðirog þolinmóðir við mig. Ég hlusta á alla tónlist milli himins og jarðar en mér þykir samt vænst um klassíska tónlist því ég hef eiginlega alist upp við hana. Mamma var f söng- námi þegar hún gekk með mig og tók aldrei annað í mál en að klassísk tónlist væri spiluð á heimilinu. Öllum plötunum hans pabba var pakkað niður, en ég gróf þær upp um daginn ásamt plötuspilara og finnst mjög gaman að hlusta á þær, mömmutilmikilsama en pabbi er hæstánægður. Það hefur samt aldrei verið spiluð mikil tónlistá heimilinu, það er bara ég sem hef séð fyrir tónleika- haldi ásamt systur minni sem syngur endalaust. Ég var í Waldorf grunnskóla, sem leggur mjög mikið upp úr listnámi. Þaðan útskrifaðist ég árið 2009 og fór í Fjölbrauta- skólann í Garðabæ á mynd- listarbraut. Mér hefur bara gengið mjög vel og ég stefni á útskrift þaðan um næstu jól, það er að segja í desember 2012. Þlanið er síðan að vinna og einbeita mér að hljóðfæra- náminu og klára efsta stigið en framhaldið hefégekki ákveðið. Það bara kemur það sem koma skal. Þegarkemurað æfingatímunum mínum, þá vil ég helst bara æfa mig þegar ég er í fíling fyrir að æfa. Það er nefnilega svo gott að geta gripið í nikkuna þegar maður þarf á henni að halda. En maður þarf líka sínar pásur og þetta er eitt af grundvallar- atriðum sem við Guðmundur erum ósammála um, en hann villaðégæfi migeftirtímatöflu. (Guðmundurernefnilega mikið fyrir járnaga, hann er eins og þessir kínversku fimleikaþjálf- arar, bara grín samt.) En þannig lagað virkar bara ekki fyrir mig, ég verð að hafa löngunina til þess að setjast niður og spila Frosini eða litlar aríur eftir þvf sem við á. Ef éger með hugann við annað þá kemur ekkert út úr æfingunni. Tónlist er einfaldlega allra meina bót og það er svo gefandi að spila á hljóðfæri. Flarmon- ikan býður upp á svo margt og er svo fjölhæf, að hægt er að spila alla heimsins tónlist á hana. Ég er viss um að hún á eftir að verða ennþá vinsælli með árunum. Ég hef sannfærst um að hún er ekkert síður fyrir stelpur en stráka. Á það ekki Ifka við um flest viðfangsefni? A i almomkusam ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.