Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 21

Harmonikublaðið - 01.12.2011, Page 21
frídar fararstjóra) var eitthvað að spila á trommur en það var ekki mikið. Oft var bara harmon- ikan ein á böllunum. Það þótti þvf mjög gott þegar ég gat komið og spilað. Ég spilaði á Bíldudal, á Barðaströnd ílitlum skúr niðri við sjó, í Örlygshöfn og vfðar. M.a. spilaði ég með vini mínum Bjarna í Haga og mörgum fleirum." „En svo varð breyting á þínum högum?“ „Já, ég flutti suður til Reykja- víkur árið 1959. Fyrst fór ég að vinna í Hampiðjunni, svo hjá Júpíter og Mars en sfðan fór ég að vinna hjá Reykjavíkurborg og var þar í vinnu f tæp 50 ár. Það var ekki mikið spilað allra skemmtanir. Eftir það fór ég að spila með ýmsum. Ég spilaði í Garðaholtinu með Gunnari Parmessyni, í Brautarholti og Breiðfirðingabúð með Guðjóni Matthfassyni og líka með Guð- mundi Finnbjörnssyni, í Hreyf- ilshúsinu og vfðar með Steina rakara, Vilhelm Guðmundssyni og fleirum. Ég hef spilað með svo mörgum og svo víða, að það er ekki viðlit að reyna að telja það allt upp. Ég verð samt til viðbótar að nefna góðan vin minn, Guðmund E. Jóhannsson. Margir þekktu Guðmund, því hann varoftvið miðasölu ogvið innganginn á böllum sem harm- onikuunnendur héldu. Hann var Ifka í skemmtinefnd félagsins. Guðmundur spilaði á tvöfalda endum og hef látið það duga. Það er alltaf eitthvað um að vera, gömludansa- böll hingað og þangað um bæinn á vegum þessara félaga og ég spila með þeim báðum. Ég held að ég hafi komið á öll landsmót harmonikuunnenda sem haldin hafa verið og líka spilað á þeim öllum, bæði með hljómsveitum f dag- skránni og á böll- unum. Sama máli gegnir um sumarhá- tíðir FHUR í Þrasta- skógi, Árnesi og Varmalandi." Þórir með Rögnu og Karli Höfddal, systkinum sínum við skakka turninn í Písa 2008 Guðmundur E. jóhannsson og Þórir voru góðir félagar fyrstu árin hérna. Ég gekk f FÍH fljótlega eftir að ég kom suður og hefverið þar síðan. Það varð ekkert úr því að ég lærði frekar á trommur. Ég hitti Guðmund Steingrímsson samt einu sinni, en það kom ekkert út úr því. Hann var þá að spila með KK f Þórskaffi. Fyrsti maður sem ég spilaði með í Reykjavík var Ingimar heitinn Guðjónsson. Hann spil- aði m.a. með Ásum. Þetta var f Oddfellowhúsinu á annarri hæð. Þar voru þá oft böll og harmoniku. Við spiluðum oft saman ogvorum góðirfélagar. Hann fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum og lamaðist öðru megin. Hann dósvo fyrirtveimur árum.“ „Þú hefur spilað mikið á vegum harmonikufélaganna í Reykja- vík. Hvert var upphafið að því?“ „Ég var stofnfélagi í Félagi harmonikuunnenda ÍReykjavfk, FHUR. Það var Karl Jónatansson sem stóð fyrir því og var guð- faðirinn. Félagið var stofnað í Miðbæjarskólanum í Reykjavfk 8. sept- ember 1977 og ég hefverið íþvífélagi síðan og mikið spilað með þeim. Seinna stofnaði Kalli líka Harmon- ikufélag Reykjavíkur ogéghef líkaspilað mikið með þeim, en ég hef alltaf verið félagsmaður hjá harmonikuunn- „Ég man að þegar Sören Brix kom á landsmótið f Norðfirði þá var leitað að trommuleikara sem gæti spilað óæft með honum. Þú varðst strax fyrir valinu og leystir það með prýði. Hefurðu spilað með fleiri þekktum nikkurum?" „Já, það gekk ágætlega. Jú, ég hef spilað með ýmsum. Sig- mund Delhi, þegar hann kom hingað, Otto Johansen og Ivar Thoresen og líka Hávard Stens- rud í Árnesi, Annette og Kjær Valentin á landsmótinu í Kefla- vík. Svo var Dani, Paul Uggeli og ýmsir fleiri sem ég man ekki nöfnin á. Svo vil ég líka nefna Gretti Björnsson og Braga Hlíð- berg, þá miklu harmonikusnill- inga. Bragi er að spila með okkur ennþá, en Grettir er því miður far- inn.“ Ég sá viðurkenn- ingarskjöl frá félaginu hans Þóris á veggjum. Það elsta er frá 1989, svo silfur- merki 1997 og hann var gerður að heiðursfélaga FHUR árið 2008. Þessi skjöl segja sfna sögu. Ég fæ Þóri til að spenna á sig rauðu Serenelli harmonikuna og smelli af honum mynd. Hann lætur lítið yfir kunnáttunni, en hefur gaman af harmonikunni. Nú er Þórir kominn með hita- könnuna og fína formköku og við drekkum kaffi við eldhús- borðið. Þórir lagar mjög gott kaffi og er hlýr heim að sækja. Við Þórir höfum spilað í hljóm- sveit í tfu ár. Það er jólahljóm- sveit sem er kölluð SÍBS bandið og við spilum á tveimur, þremur jólaskemmtunum fyrir hver jól. Þegar ég leitaði fyrst til Þóris vorum við bara tveir, en flest hafa verið fjórtán í bandinu. Síðastþegarvið Þórirspiluðum saman uppi í Garðheimum, lá við að illa færi. Ég gleymdi að skila trommusettinu niður í Breiðfirðingabúð f tæka tfð og ballið þar um kvöldið byrjaði Þóris- og trommulaust. Honum var ekki skemmt en hann erfir aldrei svona hluti. Næst spilar SÍBS bandið fyrir Neistann, hjartveik börn, þann 10. des. ogvið hlökkum báðir til. Við bindum það fastmælum að ég komi við og sæki hann tímanlega ásamt settinu, sem ég lofa að skila aftur á réttum tíma. Pétur Bjarnason Þórir ásamt greinarhöfundi í Ítalíuferð 21

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.