Harmonikublaðið - 01.05.2012, Qupperneq 2

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Qupperneq 2
Ávarp formanns Ágæti harmonikuunnandi Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs sumars og að það verði okkur öllum gott oggæfuríkt. Nú er liðið rúmt hálft ár síðan ég tók við embætti formanns stjórnar Sambands íslenskra harmonikuunnenda og verð ég að segja að ýmislegt hefur áunnist á þessum stutta tíma. Stjórnin hefur verið dugleg að funda og hafa fundir stjórnar- innarverið mjögjákvæðirogmálefnalegir. Á fyrsta fundi var gengið frá þvf að Friðjón Hallgrfmsson tæki við ritstjórn Harmon- ikublaðsins frá og með síðustu áramótum. Útgáfa Harmonikubiaðsins hefur gengið vonum framar tvö síðustu ár og hefur blaðið verið rekið með hagnaði íall nokk- urn tíma. Síðasta blað gekk mjög vel og tókstað ná ífjöldann allan af jólakveðjum og auglýsingum í blaðið. Stjórn sambands- ins bindur miklar vonir við störf Friðjóns fyrir blaðið og óskar honum góðs gengis í nýju verkefni fyrir sambandið. Eins hefur stjórn sambandsins ákveðið að fylgja eftir tilmælum síðasta aðalfundar um að stjórn S.Í.H.U. geri allt til þess að æfingabúðir fyrir ungmenni okkarverði haldnar að hausti komanda. Ég sendi tölvupósta á alla formenn aðildarfélag- anna og fór þess á leit við þá að þeirra félög tækju að sér að halda þessar æfinga- búðir, en því miður voru þau svör sem bárust frá félögunum öll neikvæð og því Ijóst að ekkert af aðildarfélögunum mun standa að þessum æfingabúðum. Þegar þetta var orðið Ijóst var boðað til fundar í stjórn sambandsins og ákveðið að leita til Harmoníkuakademíunnar á íslandi um að akademían taki að sér að halda þessar æfingabúðir. Mér var falið að hafa sam- band við formann akademíunnar, Guð- mund Samúelsson og fara þess á leit við hann að Harmóníkuakademían standi fyrir þessum æfingabúðum. Eins og staðan er núna varðandi þetta mál er Guðmundur að kanna alla þá möguleika sem eru í stöðunni tilað verða við ósksambandsins. Þessar æfingabúðir eru hugsaðar með sama sniði og þær voru fyrir um þremur árum og voru þá haldnar að Reykjum í Hrútafirði um miðjan október. Það er von okkarstjórnarmanna að við fáum jákvæð viðbrögð við ósk okkar um að endurvekja þessar æfingabúðir. í byrjun febrúar bauð Harmonikufélag Rangæinga fulltrúum stjórnar í síðustu landsmótsnefnd til samsætis^á Hellu, en til þessarar uppákomu var boðið til að ganga endanlega frá uppgjöri á því glæsi- lega landsmóti sem ftest okkar upplifðum síðasta sumar á Hellu. Það er skemmst frá þvf að segja að niðurstöðutölur lands- mótsins voru framar björtustu vonum og afhenti Jóhann Bjarnason, formaður H.F.R. okkurstjórnarmönnum hlut sambandsins í tekjum af landsmótinu. Þessar niður- stöðutölur verða birtar formönnum og fulltrúum aðildarfélaganna á næsta aðal- fundi sambandsins í haust. Ég vil enn og afturþakka Harmonikufélagi Rangæinga, landsmótsnefndinni og þá sérstaklega Jóhanni Bjarnasyni fyrir frábært landsmót og umhald allt varðandi mótið. Stjórn sambandsins samþykkti á síðasta fundi sínum að falla frá því að halda fjár- öflunardansleikí Reykjavík, laugardaginn 5. maf 2012 og er ástæða þess að nokkur af aðildarfélögunum eru með dansleiki þetta laugardagskvöld og finnst okkur ekki við hæfi að sambandið sé að trufla slíkar uppákomur hjá aðildarfélögunum með dansleikjahaldi. Þess í stað hefur stjórn S.Í.H.U. ákveðið að blása til ÚTILEGUHÁ- TÍÐAR, dagana 17.-19. ágúst 2012 f félags- heimilinu Árbliki í Miðdölum, Dalabyggð. Sambandið mun leggja metnað sinn í að þessi hátíð verði sem best úr garði gerð og boðið upp á veglega skemmtun fyrir alla þessa helgi. Það verða dansleikir föstudags- og laugardagskvöld, tónleikar, markaður á laugardaginn og harmon- ikusýning alla helgina. Innan tíðar verða komnar enn frekari upplýsingar um hátíð- ina inn á heimasíðu sambandsins þar sem hægt verður að skoða mótaða dagskrá hátíðarinnar. Þetta verður sfðasta harm- onikuhátíð sumarsins og er það von stjórnarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta á þessa fyrstu útileguhátíð S.Í.H.U. Hvað varðar starf aðildarfélaganna og ein- staklinga oghópa ívetur, þá hefég fregnað að það hafi víðast hvar verið með ágætum. Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa verið fjölmargir harmonikutónleikar og þar ber hæst Harmóníkukvintettinn í Reykjavík undir stjórn Guðmundar Samúelssonar, en hann hefur haldið þó nokkra tónleika við góðar undirtektir. Síðasta rósin í hnappagatið hjá þessum frábæra hópi var að komast í úrslit keppni tónlistarhópa, er Félag íslenskra hljómlistarmanna og fleiri stóðu fyrir og þeir sem í úrslit komust spiluðu á tónleikum í Hörpu. Það er skemmst frá því að segja að kvintettinn endaði í einum af þremur efstu sætunum, sem er frábær árangur. Ég vil fyrir hönd stjórnar sambandsins óska þessu ágæta tónlistarfólki og stjórnanda þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Ekki má gleyma þætti Helgu Kristbjargar Guðmundsdóttur ogJóns Þorsteins Reyn- issonar, en þau heimsóttu ísafjörð og voru þar með námskeið sem kallaðist Heimur harmonikunnar. Svona má lengi telja, harmonikan er á fullu um allt land tón- leikar, heimsóknir íleikskóla svo eitthvað sé nefnt. Það má aldrei koma fyrir að harmoniku- félögin og starf þeirra fjari út með okkar kynslóð. Leggja verður höfuðáherslu á að laða unga fólkið sem hefur lagt mikið á sigtilað mennta sigíharmonikuleiktilað halda uppi merki félaganna um land allt. Harmonikukveðjur, Gunnar Ó. Kvaran, formadur 2

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.