Harmonikublaðið - 01.05.2012, Síða 16

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Síða 16
Vorferð Harmonikufélags Þingeyinga Það er árviss viðburður hjá Harmoniku- félagi Þingeyinga að fara austurá Breiðdal á vorin og halda dansleik í Staðarborg og var ferðin í ár sú tíunda. Á undanförnum árum hefur vísnavinafélagið Kveðandi tekið þátt í þessum ferðum og flutt vísna- þátt á samkomunni. Þann 14. apríl síðastliðinn fórum við austur og var þátttaka óvenju góð, yfir fimmtíu manns. Það hefur verið venja í þessum ferðum að yrkja í rútunni og var það eins að þessu sinni, enda var Friðrik Stein- grímsson bílstjóri og lét ekki aksturinn trufla sig mikið frá vísnagerðinni. í upphafi ferðar bauð formaður, Þórgrímur Björnsson, alla velkomna með vísu, sem hvatti fólk til að hefja leikinn. Síðan var kveðist á alla leið austur og líka heim og urðu sennilega til hátt í hundrað stökur f ferðinni. Hérfara á eftir nokkrarvísur, sem ortar voru fyrri daginn og vona ég að rétt sé eftir haft. Smátt er hér um amorsóð engir kveða slíka. Finnst mér vera heldur hljóð hagyrðingaklíka. ÞB Erum farin enn af stað Austfirðinga að kæta. Þeim er vorkunn þegar að Þingeyingar mæta. FS Ekki munu Austfirðingar allir eiga á góðu von, þegar mæta fljóð og firðar snjallir og FriðrikSteingrímsson. BH Hér er karla og kvennaval kynnu menn að deita. Fjörug kona úr Fnjóskadal Friðriki mun ei neita. HB Fögur kona úr Fnjóskadal fullvel kann að yrkja. Allvel þolir ástarhjal ætti hana að virkja. ÞB Getum við ennþá girndirnar lægt Guð má vita hvað síðar kann. Finnst það réttast að fara mér hægt og fikta ekkert við bílstjórann. SÍ Gott ég hafa virðist val vel er ég þá settur. Að ná í fljóð úr Fnjóskadal og Fía er eftirréttur. FS Hjá Siggu Friðrik vísast vfst vekur ástarþrána En eftirréttinn allra síst ætti hann að smána. ÞB Friðrik hann er fagur bæði og nettur fimur líka, ef býður hann f dans. Vafi er, égverði „eftirréttur" efverð ég snögg, að taka boði hans. HB Eftirréttinn ýmsir hafa eftir gefið trúi ég einhver þetta þiggi þar er efst á blaði Siggi. FS Þarna var Ffa auðvitað mát, en Sigríður hélt áfram. Upp höfum á ýmsu bryddað eins reyndist í þetta sinn. En hvernig bragðast ketið kryddað af kerlingunum Friðrik minn? SÍ Af bitanum svo ég bragðið finni betra er, en súrt og rammt. iðnaðarsalt frá Ölgerðinni ætla að nota og stóran skammt. FS Gamanmálin góð hjá ykkur þekki græskulaus er kátínan og sönn. En Friðrik minn ég öfunda þig ekki þær eru, held ég, seigar undir tönn. DH Davfð er eitthvað afbrýðissamur yfir vinsældum Friðriks í dag? Karlinn er orðinn gamall og gramur. Gætum við komið honum í lag? HB Ýmsir fá víst aldrei nóg enda sé þess getið að ket er hægt að þukla þó það sé ekki étið. FS Við Grfmsstaði fékk Þórgrímur nýja hug- mynd Neistar fljúga úr ástareldi ekki eru á þrotum glæðurnar. Við erum að koma í Kínaveldi kannske þar bíði austrænar. Þegarvið nálguðumst Egilsstaði, vildi Ósk Þorkelsdóttir fá að skreppa í vínbúð. Úr henni víst andinn lak illt er það og skitið. Hér má kaupa koniak en kannske ekki vitið. DH Síst má nokkuð segja hér sem fær kæti vakið. Óvart heima eftir er allt vit og koniakið. S/ Fátt til bjargar eflaust er út þá sprettur sviti. Kannske mætti kaupa hér koníak með viti. ÓÞ Að Ódu síst við gerum gys grimmt á miðin rær hún. En útúrdrukkin einungis ögn af viti fær hún. FS Ódu frekarfúlt vargeð frá sér gat ei bitið. Koniak er komin með svo kannske lifnar vitið. IG Svo vill til að Ingibjörg gengur við hækju, tfmabundið og kom Friðrikauga á það. Ibbý kom með ygglda brún alveg missti trúna. Því til vara hefur hún hækju með sér núna. FS Við hækjugreyið hökta má þó hafi marga galla. Líka góð að lemja frá leiða og fúla kalla IG Hér fékk Ingibjörg óprenthæft skot og svaraði að bragði. Vanti menn að skella á skeið þér skjátlast vinur mætur. Ofbeldi erófærleið til ástarleikja um nætur. /G Kvennanna þrár eru fráleitt faldar þær frjálslega tala í erg og gríð. En lausbróka voru þær löngum taldar sem létu svona, í fyrri tíð. FS Þegar hér var komið sögu hafði Ósk náð andanum og venti kvæði í kross. Austurfjöllin firna há fönnum hvítum skarta. Hamraborgir horfa á hér er ei þörf að kvarta. ÓÞ Fengur á mínar fjörur rak frjálslega upp get litið. Nú er ég komin með koniak svo kannske læknast vitið. ÓÞ 16

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.