Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 4
Fréttir af Héraði Starfsemi harmonikufélagsins hefurverið með hefðbundnum hætti síðastliðið starfsár. Um verslunarmannahelgina 29.-31. júlí var sumarhátíð HFH í Brúarásskóla. Dansleikir voru á föstudags- og laugardags- kvöldið. Skemmtidagskrá frá kl. 14:00 á laugardag, harmonikuleikur þar sem fram komu Einar Guðmundsson og Aðalsteinn ísfjörð ásamt fleirum og einnig voru fluttir leik- þættirafleikurum úr Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Sumarhátíðin fór vel fram og allir skemmtu sér hið besta. Að kvöldi laugardagsins 27. ágúst var hinn árlegi harmoniku- dansleikur haldinn íValaskjálf, en það hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins frá upphafi og lengst af aðalfjáröflunar- samkoma. í Dagskránni, auglýsingablaði Austurlands, birtist svohljóðandi auglýsing: Föstudagskvöldið 7. okt. verður harmonikuæfing íBókakaffi, Fellabæ. Allirvelkomnirað hlusta ogdansa. Þessar æfingar voru hálfsmánaðarlega til 2. des. en þá var jólafrf. Fyrsta æfing eftir áramót var svo 7. janúar og svo áfram á hálfsmánaðar fresti, síðasta æfing svo 13. apríl á Kaffi Egilsstöðum. Æfingarnar fóru þannig fram að þrfr til fimm harmonikuleikarar mættu kl. 20:30 og spiluðu svo einn eða fleiri saman, gömlu dansana af fingrum fram til kl. 24:00. Fólkið sem mætti, 25-36 manns, dansaði og skemmti sér hið besta. Góð æfing bæði fyrir spilara og dansara. Þann 4. maí verður sameiginleg árshátíð Harmonikufélags Héraðsbúa og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði í Valaskjálf með mat, skemmtiatriðum og dansleik. Harmonikudaginn 5. maíverða nemendatónleikaríFellaskóla. Þar spilar harmonikusveit tónlistarskólans undir stjórn Torvald Gjerde. Einnig koma fram einleikarar. Harmonikuleikarar fara á sjúkrahúsið og spila fyrir vistmenn. Einnig er farið íverslanirogspilað tilað vekja athygli á þessu frábæra hljóðfæri, harmonikunni. Jón Sigfússon Sigurdur Eymundsson og Kristmann Jónsson Sveinn Vilhjálmsson ogjón Sigfússon

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.