Harmonikublaðið - 01.05.2012, Side 6

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Side 6
Safnar fyrir háskólanámi með hringferð Miðvikudaginn 2. maí mun harmon- ikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson leggja upp í hringferð og spila tón- leika á alls 17 stöðum á ferð sinni. Fyrstu tónleikarnir fara fram ÍHofsóss- kirkju í Skagafirði, en þangað á Jón rætur sínar að rekja. Þetta er ífyrsta skipti sem að hann fertónleikaferð hringinn f kringum landið en hann hefur þó spilað víða á síðustu árum. Þessi tónleikaferð er farin af því til- efni að í haust mun Jón taka næsta skref í tónlistarnáminu og halda til Danmerkur þar sem að hann hefur framhaldsnám á harmoniku við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þar mun hann verða nemandi Norð- mannsins Geirs Draugsvoll, sem er íslendingum að góðu kunnur fyrir snilldarlegan harmonikuleik. Jón vonast til að með ferðinni fái hann dýrmæta reynslu og góðan undirbúning fyrir skólann og einnig að hann geti safnað upp í kostnað sem fylgir náminu og nýju hljóðfæri sem hann þarf að festa kaup á. Jón hefur komið upp vefsíðu sem heldur utan um allar helstu upplýs- ingar um tónleikaferðina. Þar er einnig hægt að hlusta á lög af útkom- inni plötu Jóns, Caprice, sem kom út í lok árs 2010. Rakel Hinriksdóttir grafískur hönnuður og kærasta Jóns, hannaði vefsíðuna, en einnig hefur hún hannað allar auglýsingar og efnisskrár sem tengjast ferðinni. Slóðin á síðuna er www.jonthorsteinn.com. Efnisskrá Jóns á tónleikunum er fjöl- breytt og skemmtileg. Hann mun leika þekkt verk eftir tónskáld eins og Mozart, Sibelius, Vivaldi og Rachmaninov, en verkin hefur hann flest útsett sjálfur fyrir harmoniku. Á tónleikunum mun hann því leitast við að sýna sem mest af því sem harmonikan sem hljóðfæri hefur upp á að bjóða og hversu fjölhæf hún er. Tónleikastaðirnir í þessari hringferð eru eftirfarandi: Hofsósskirkja 2. maí kl. 20.00 Siglufjarðarkirkja 4. maí kl. 20.00 Menningarhúsið Hof, Akureyri 5. maf kl. 14.00 Breiðumýri, Laugum í Reykjadal 5. maí kl. 20.30 Egilsstaðakirkja 6. maí kl. 14.00 Eskifjarðarkirkja 6. maíkl. 17.00 Hafnarkirkja, Höfn 7. maí kl. 20.00 Víkurkirkja, Vík f Mýrdal 8. maí kl. 20.30 Safnaðarheimilið Hellu 9. maf Id. 20.00 Skálholtsdómkirkja 10. maí kl. 20.30 Ytri-Njarðvíkurkirkja 11. maíkl. 20.00 Tónberg, Akranesi 12. maí kl. 17.00 Fríkirkjan í Reykjavík 12. maí kl. 20.00 Borgarneskirkja 13. maí kl. 16.00 Hjarðarholtskirkja, Búðardal 13. maí kl. 20.30 Hvammstangakirkja 14. maí kt. 20.00 Frímúrarasalurinn, Sauðárkróki 15. maf kl. 20.00 Sjá nánar á: www.jonthorsteinn.com M L almomkusatn ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.