Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 10
Félagsstarf FHUR haustið 2011 til vors 2012 Formenn stjórnar og skemmtinefndar FHUR ásamt mökum sóttu landsfund SÍHU að Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Við viljum enn og aftur þakka Félagi harmonikuunn- enda við Eyjafjörð fyrir góðan, gagnlegan og skemmtilegan fund og góða makaferð. Formaður ásamt maka sótti afmælishátíð Selfyssinga í Básnum. Þar var mikið fjör, sungið og dansað en hjá þeim voru Norð- menn í heimsókn. Nokkrir félagar FHUR sóttu Nikkólínu heim á afmælishátíð hennarog þarvarlíka þessi fínaskemmtun. Það má segja að vetrarstarffélagsins hafi byrjað með þrumudansleik þann 1. októ- ber. Góðir félagar kitluðu danstaugarnar undir hljómsveitarstjórn Ingvars Hólmgeirs- sonar, Sveins Sigurjónssonar og Ómars Skarphéðinssonar. í sömu viku kom hljóm- sveit félagsins saman til skrafs og ráða- gerða. Oft er erfitt að byrja eftir landsmóts- törn og hygg ég að margir kannist við það. Reynir Sigurðsson var tilbúinn að stjórna okkuráfram ogvið æfðum á miðvikudags- kvöldum í Árskógum. Við héldum árshátíð okkar þann 26. nóvember. Hún tókst að vanda vel með okkar frábæru félags- mönnum og góðum gestum. Friðjón og Pétur Bjarna sáu um gamanmálin. Reynir Jónasson lék undir og stjórnaði fjöldasöng. Maturinn var frá Magga Margeirs og brást honum ekki bogalistin. Við höfum haft þann háttinn á að draga ekki um of að hefja dansinn. Hljómsveitir undir stjórn Gunnars Kvaran og Sveins Sigurjónssonar léku fyrir dansi ogfóru margirfimirfætur um gólfið. 10 Nýársdansleikurinn var haldinn 7. janúar og hljómsveitir undir stjórn Þorleifs Finn- sonar, Gunnars Kvaran og Vindbelgirnir léku fyrir dansi við dillandi undirtektir á dansgólfinu. Við breyttum fyrirkomulagi dansleikjanna þannig að við opnum fyrr og fólkið okkar er sátt. Þorrablótið 18. febrúartókst mjög vel að vanda. Maturinn frá Magga Margeirs rann Ijúflega niður. Emil Ragnar Hjartarson var aðalskemmti- krafturinn og sagði hnyttilegar skemmti- sögur. Páll Elíasson fór einnig með ffnar vísur og gamanmál og einnig fjörkálfurinn okkar, hann Friðjón. Reynirjónasson sá um undirleik fjöldasöngs á sinn léttleikandi hátt. Dansinn dunaði svo af miklum móð við undirleik hljómsveita Eðvards Árnasonar, Ingvar Hólmgeirs- sonarogSveinsSigur- jónssonar. Dansleikur var haldinn þann 17. mars. Hljómsveitir undir stjórn Sveins Sigurjónssonar, Garð- ars Olgeirssonar og Þorleifs Finnssonar léku fyrir dansi. Fjöl- breytt danstónlist var í boði. Við vorum ánægðaðvanda með mætinguna og svo er alltaf gaman að sjá gesti utan af landi. Lokadansleikur starfs- ársins verður haldinn 28. aprfl f Breiðfirð- ingabúð og þá leika hljómsveitir Eðvarðs Árnasonar, Gunnars Kvaran ogVindbelg- irnir. Fyrsti skemmtifundurinn 2011-12 var hald- inn í Iðnó þann 9. okt ogvar vel sóttur enda fjölbreytt tónlist í boði. Yngri kynslóðin átti sviðið að mestu leyti, þeir Hjörtur Bene- diktsson og Bergmann Óli sem eru nem- endur Helgu Kristbjargar Guðmundsdóttur og tvö frábær úr Harmonikukvintettinum þau Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Álfheiður Gló Einarsdóttir. Einnig spiluðu þeir Reynir Jónasson, ingvar Hólmgeirsson og Pétur Bjarna sem sagði léttar sögur líka. Her- móður Alfreðsson kom frá Danmörku og söng m.a. Kostervalsinn við undirleik Reynis Jónassonar. Annar skemmtifundur var haldinn 12. febrúar. Hljómsveit félagsins hóf leikinn með nokkrum skemmtilegum völsum. Jakob Arnar Baldursson, 9 ára nemandi Reynis Jónassonar, lék tvö lög og m.a. útsetningu föður sfns á laginu Á Sprengi- sandi. Á meðal atriða var kynning á tónlist EvertTaube. Hljómsveit undir stjórn Gunn- ars Kvaran léknokkurafvinsælustu lögum sænska meistarans sem Friðjón kynnti eins og honum er lagið. Þetta var hin besta skemmtun.Tveirafefnilegustu harmoniku- leikurum landsins, þau Ásta Soffía Þor- geirsdóttir og Flemming Viðar Valmunds- son léku með meistaratilþrifum svo unun var að hlusta á. Þorvaldur Jónsson lék frumsamin lögaf nýja diskinum sínum. Páll Elíasson tók nokkur lög m.a. Kænupolkann eftir Jónatan Ólafsson. Þriðji skemmti- fundur vetrarins verður 6. maí. Þá leika m.a. hljómsveit félagsins undir stjórn Reynis Sigurðssonar, félagarnir Reynir Sig, Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson. Hin frábæra Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir kemur fram og einnig Harmonikukv- intettinn sem náði frábærum árangri í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Félagar léku víða um bæinn á starfsárinu. Pétur Bjarnason og Þórir Magnússon léku á afmæli Garðheima sem var haldið í byrjun október. Nokkrir félagar okkar ásamt félögum á Akranesi og Selfossi spiluðu í Krónunni á lambakjötsdögum nokkra laugardaga og var þeim vel tekið. Reynir Jónasson, Elísabet Einars og Elsa Kristjáns spiluðu svo á Skólavörðustígnum á Kjöt- súpudeginum mikla í nóvember. Á vetr- arhátíð Reykjavíkur léku þeir Gunnar Kvaran og Friðjón og svo tók Pétur Bjarna- son við í Eldfjallasetrinu í Geirsgötu. Auk þessa spiluðu ýmsir fyrir stofnanir og hljómsveit félagsins, Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson léku á handavinnusýn- ingu að Árskógum á sumardaginn fyrsta. Framundan er svo harmoniku-dagurinn þann 5. maí og þá leika félagar á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Aðalfundinn höldum við í maf og þá verður stjórnarkjör og venjubundin aðalfundar- störf. Við héldum stjórnarfundi nánast mánaðarlega ásamt Friðjóni formanni skemmtinefndar. Stjórnina skipuðu Elísa- betH. Einarsdóttirformaður, PéturBjarna- son varaformaður, Valmundur I. Pálsson gjaldkeri, Harpa Ágústsdóttir ritari, Sig- urður Hróar Guðmundsson meðstjórnandi. Við erum þakklát fyrir félaga okkar og þátt- töku þeirra í skemmtunum félagsins. Við stöndum eilíflega í þakkarskuld við dans- spilarana og þá sem annast undirbúning dansleikja, Friðjón og skemmtinefndina, Hrein Vilhjálms og Helga Kristjáns sem hugsa vel um hljómflutningstækin, Gunnar Kvaran fyrir að geyma þau og fleiri sem passa muni félagsins. Hittumst heil á harmonikuhátíðunum í sumar um allt land! Elísabet H. Einarsdóttir formaður FHUR

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.