Harmonikublaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 15
Sigga mín heitir Sigrfður Hrefna Þorvalds-
dóttir Kvaran, ættuð úr Bolungarvík. Við
giftum okkur 10. apríl 1966 og við eigum
þrjú börn og 9 barnabörn. Hún hefur verið
mér mikill klettur í umróti Iffsins hún Sigga
og þarna gaf hún mér harmoniku á ný.
Ég ákvað að byrja frá grunni, taldi gott að
glíma við hljóðfæri sem ég kynni ekki mikið
á og hóf nám hjá Guðmundi Samúelssyni.
Var hjá honum í eina fjóra vetur og lærði að
spila eftir nótum, sem var mér í rauninni
nýtt. Þaðvargottað vera hjá Guðmundi og
námið gekkvonum framar. Síðan kynntist
ég Reyni Jónassyni og fékk mörg góð ráð
og leiðbeiningar frá honum. Harmonikan
hefur verið mér kær förunautur og undan-
farin ár hef ég verið að kenna fólki á öllum
aldri að spila, auk þess sem ég spila við
ýmistækifæri, ýmist einn eða með öðrum.
Fljótlega eftir þetta fór ég að kynnast þessu
skrýtna og skemmtilega samfélagi harmon-
ikuunnenda. Þar kemur saman fólk sem
spilará harmonikurogaðrirsem hafayndi
af harmonikutónlist, söng og dansi. Ég
gekk í Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
(FHUR)ogtókvirkan þátt f starfinu. Fljótlega
var ég kominn f stjórn og varð síðar for-
maður einhver ár. Ég eigna mér drjúgan
þátt f að árleg sumarskemmtun félagsins
var sett á laggirnar í Árnesi og var þar f
fjöldamörg ár, en er nú komin upp að
Varmalandi. Við þurftum bæði að auka
félagsstarfið og fá nýja fjáröflun. Hvort
tveggja tókst vel og þessi sumarhátíð er
ómissandi hjá mjög mörgum.
Fyrsta sinn sem ég kom fram opinberlega
eftir þetta nýja nám mitt var á skemmtifundi
félagsins f Hreyfilshúsinu fyrir alllöngu. Þar
spilaði ég með Reyni Jónassyni og þar sátu
framarlega margir helstu harmonikuleikarar
landsins, eins og Grettir Björnsson, Bragi
Hlíðberg, Karl Jónatansson og fleiri. Ég
óttaðist vökul augu og eyru þessara lands-
þekktu snillinga, svo ég var mjög stress-
aður. Þetta gekk samt allt eftir vonum.
Síðan hef ég spilað mjög oft fyrir félagið
og við ýmis tækifæri og sviðsskrekkurinn
er horfinn en ánægjan og leikgleðin komin
í staðinn. Það er ótrúlega gaman að spila
skemmtilega og létta tónlist með vinum
sínum, en glíman við eitthvað nýtt og
spennandi er líka heillandi."
Gunnar hefur ekki bara spilað, því síð-
ustu ár hefur hann samið nokkuð af
lögum sem hann hefur nú þegar gefið út
á geisladisk og er nýr diskur í vinnslu
sem væntanlega kemur út nú í vor. Helga
Möller söngkona og nokkrir góðir hljóð-
færaleikarar aðstoða hann við upptökur
á þessum nýja 12 laga diski, þar sem öll
lögin eru eftir Gunnar.
ÞegarGunnarvarformaðurFHURkomst
hann í kynni við Samband íslenskra
harmonikuunnenda, SÍHU. Þar er sam-
eiginlegurvettvangur fimmtán harmon-
ikufélaga og sambandið hefur starfað
yfir3o ár.
„Já, ég var fljótlega kosinn þar f stjórn og
hef tekið þátt f störfum þess lengi, nú sfð-
ast sem varaformaður, svo þetta er e.t.v.
nokkuð normal framgangsmáti að ég sinni
nú formennskunni um tíma, enda hef ég
áhuga á málefnum harmonikuunnenda,
einkum varðandi ungu kynslóðina, en við
eigum núna mjög mikið af efnilegu fólki
fyrir utan þá snillinga af ungu kynslóðinni
sem þegar hafa haslað sér völl. Svo hef ég
séð um útgáfu Harmonikublaðsins í tæp
þrjú ár og það hefur verið skemmtileg
vinna, mest vegna þess að ég hef notið
góðs fólks til að hjálpa til við útgáfuna. Ég
skila blaðinu af mér f góðu standi og hef
haft gaman af vinnunni við það. Þannig er
það margtsem hefurhaldið mérvið málefni
harmonikunnar á undanförnum árum.“
Nú er tímabært að spyrja nýjan formann
að því hver verði helstu viðfangsefnin og
hvernig honum lítist á næstu framtíð í
heimi harmonikunnar á íslandi
„Ég er bjartsýnn að eðlisfari og ég held að
sé ekki ástæða til bölsýni á þessum vett-
vangi. Ég hef oft heyrt þá sem starfa f félög-
unum núna upplifa sigsem síðustu Móhfk-
anana. Eftir þá kynslóð sem nú stýrir
harmonikufélögunum þá muni allt lognast
út af. Ég er langt frá því að vera sammála
þeim. Við eigum fjöldamargt vel menntað
ungtfólksem eráhugasamt um harmonik-
una og gott gengi hennar. Þeirra tími mun
koma, þó félagslíf harmonikufólks sé þeim
ekki hugleikið á unglingsárunum. Ég hef
alltaf viljað leita leiða til að tengja þessar
kynslóðir. Æfingabúðir fyrir ungmenni, sem
SÍHU í samvinnu við Harmonikuakademíuna
stóð fyrir á sínum tfma, þarf að endurvekja
og gera spennandi. Þegar þær voru síðast
haldnar á Norðurlandi vestra þá komu
þangað ungmenni úr öllum áttum, frá
höfuðborgarsvæðinu, ísafirði, Húsavíkog
Hornafirði svo eitthvað sé nefnt. Það hefur
sýnt sig að þessar búðir þarf að starfrækja
á landsbyggðinni, erfiðara er að fá þátttöku
f þeim á höfuðborgarsvæðinu.
Landsmótin okkar hafa þróast mjög jákvætt.
Þau eru haldin þriðja hvert ár og hafa jafnan
verið þeim til sóma sem að þeim hafa
staðið, nú síðast stórglæsilegt mót á Hellu,
í umsjá Harmonikufélags Rangæinga, sem
stóð sig með glæsibrag. Það er rétt að taka
fram að í fyrsta sinn átti Landssambandið
fulltrúa í undirbúningsnefndinni og ég vil
beita mér fyrir því að það verði svo áfram.
Það einfaldar margt, þar sem við, sem
vorum frá SÍHU, höfðum fullt umboð frá
stjórninni til ákvarðanatöku og þannig gekk
margt hraðar fyrir sig en annars hefði orðið.
Þrátt fyrir það sem ég sagði áðan, þá er
auðvitað áhyggjuefni hvað harmoniku-
félögunum fækkar innan sambandsins. Ég
held að það sé frekar vegna byggðaþróunar
síðustu ára heldur en minnkandi áhuga á
félagsstarfi harmonikuunnenda og vona að
eftir sem áður eigi þeir sem áhuga hafa,
möguleika á að starfa í harmonikufélagi,
þó starfssvæðin stækki.
Sigga og Gunnar.
SÍHU hefurstaðiðsigvelímjögmörgu. Þar
hefur verið að finna bakland fyrir félögin,
m.a. með útvegun kennara, mikinn stuðn-
ingvið harmonikukennslu ílandinu, nám-
skeiðahaldi ogtilraun tilendurvakningará
harmonikukeppni í fyrra, ásamt því að hafa
aðstoðað við útgáfu Harmonikublaðsins
sem ég tel mjög mikilvægt að haldi áfram
að koma út.
Ég hlakka til að takast á við verkefnin fram-
undan sem formaðurSÍHU, þvíþarerégað
vinna með góðu fólki og fæ mikinn stuðn-
ingvið það sem gera þarf.“
Ég kveð og þakka Gunnar skemmtilega
stund. Álfarnir boða vorið og svei mér ef
er ekki bjart yfir öllu núna!
15