Harmonikublaðið - 01.05.2012, Side 5

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Side 5
Heimur harmonikunnar L Fimmtudaginn 1. mars 2012 var farið um heim harmonikunnar í sal Listaskóla Rögn- valdar Ólafssonar á annarri hæð í Edin- borgarhúsinu á ísafirði. Fararstjórinn var Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmon- ikuleikari og henni til aðstoðar harmoniku- leikararnir Jón Þorsteinn Reynisson ogÁsgeir Sigurðsson. Dagskráin var sú þriðja í röðinni um Tónlist frá ýmsum hliðum, sem Listaskóli Rögn- valdar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vest- fjarða gangast fyrir veturinn 2011-2012. Er þessi dagskrárröð hugsuð til að fólkfræðist um einstaka svið tónlistarinnar, jafnframt því að njóta þess að hlusta á tónlist í þægi- legu umhverfi yfir kaffibolla og meðlæti. Dagskráin hófst með leynigesti sem söng Sjómannavalsinn eftir þá Svavar Benedikts- son og Kristján frá Djúpalækvið undirleik Helgu Kristbjargar. Leynigesturinn reyndist vera Sveinn Enok Jóhannsson söngvari. Helga Kristbjörg rakti síðan sögu og þróun harmonikunnar í máli og tónum, þar sem þau Jón Þorsteinn skiptust á um að leika á nikkuna. Ásgeir var með sundurteknar harmonikur og sýndi hina ýmsu hluta nikk- unnar eftir því sem þeim var lýst. Auk þess rakti hann sögur einstakra harmonika úr safni sínu og sagði skemmti- og reynslu- sögur af harmonikuleikurum og tónleikum. Dagskrána endaði Helga Kristbjörg með því að leika sitt hvort lagið eftir þá ísfirðingana Baldur Geirmundsson (BG) og Vilberg Vil- bergsson (Villa Valla), sem báðir voru við- staddir. Dagskráin var vel sótt og gestir hinir ánægð- ustu með kvöldið. Þeir sannfærðust um að harmonikan er hljóðfæri sem gefur mikla möguleika. Flest tengjum við harmonikuna við gömlu dansana. Harmonikan er þó alls ekki takmörkuð við polka og valsa heldur á vel við í flestum gerðum tónlistarinnar. Smári Haraldsson 5

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.