Harmonikublaðið - 01.05.2012, Page 17

Harmonikublaðið - 01.05.2012, Page 17
Stebbi og hljómsveitin Framtíðin á elliheimitinu Hvammi Og umræðuna botnaði Þórgrímur. Konurnar okkar þær ástir þrá svo ekki þarf neinu að kvíða. Við erum flestir með fiðringinn grá svo fljótt ætti nóttin að líða. Þ.B Og það gerði hann, þvíáður en varði vorum við komin íStaðarborg, þar sem okkar beið bæði steikog vín. Samkoman Samkoman hófst með dagskrá kl. 21. Fyrst lékAðalsteinn ísfjörð einleiká harmoniku, síðan stjórnaði Ósk Þorkelsdóttir Kveð- andaþættinum ogsfðan lékjón Sigurjóns- son nokkur lög á harmoniku. Kl. 22 hófst dansleikurinn. Hann átti að standa til klukkan tvö, en var ríflega framlengdur. Á dansleiknum léku á harmonikur Kristján Þórðarson ogAðalsteinn ísfjörð, síðan Jón Sigurjónsson og Rúnar Hannesson, semsé Teppabandið, svo Stefán Þórisson. Síðast lék Strákabandið en það skipa Jóel Frið- bjarnarson, Kristján Kárason og Rúnar Hannesson. Undirleikarar voru: Grímur Vilhjálmsson á bassa, Pálmi Björnsson á gítar og Hjörtur Hólm á trommur. Kveðanda- menn voru: Ósk Þorkelsdóttir, Brynjar Hall- dórsson, Ingibjörg Gísladóttir, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sigrfður ívarsdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún Baldursdóttir og Ólfna Arnkelsdóttir.Til gamans ætla ég að setja hér smá sýnishorn af þættinum. Um manngerða jarðskjálfta íHveragerði Virkjunin hristir íbúa enn eflaustíþágu kvenna. Lffgar upp þessa lötu menn sem langar en ekki nenna. ÓÞ Næturgaman Ef mætast tvö á miðri nótt og myrkrið er hæfilegt og veitist þeim af gleði gnótt þá gefst oft barn, sæmilegt. BH Við munum heimta hamborgara og nammi hass og pitsu, bjór og eðalvín. Og þá má heyra, hrópað upp á Hvammi. Hvar er fokking pissuflaskan mín? HB Hollusta Ef allt væri hollusta fyndist mér flott fyrir það talsvert við borgum. Allt sem í dag er svo dæmalaust gott er déskoti óhollt á morgun. SÍ Heilsa Áhyggjur má ekki bera elska skalt þú mat og vín. Allt sem þér finnst gott að gera gerðu oft, þá sólin skín. DH Forsetaframboð Hugur minn og hjarta geymir heita óskogvon. Mig allar nætur ákaft dreymir Ástþór Magnússon. SB Gott skap Gleðin dvínar, daprast sýn f duftið grín má krjúpa. Ekki hlýnar öndin mín þó eigi ég vfn að súpa. ÓA Að dansleik loknum var gist að Staðarborg og haldið heim daginn eftir. Þá orti Brynjar þessa morgunvísu. Víst eru góðir vinafundir vináttan gulli betri er. En eftir Ijúfar unaðsstundir aftur á heimleið stefnum vér. Hólmfrídur Bjartmarsdóttir tók saman. Strákabandið 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.