Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Side 4
4
Frcttir / Fimmtudagur 7. júní 2007
Úr bloggheimum:
Eyjamaður vikunnar:
Kirkjur bazjarins:
Ship ohoj
Sjómanna-
dagurinn er í
dag og hafa
hátíðarhöldin
staðið yfir um
helgina. Hefð-
bundin dagskrá
var í Friðar-
höfn í gær og
Daði og Bragi
kepptu með sínum liðum í
róðrarkeppninni. Einnig keppti
Bragi í koddaslag og Daði í
lokahlaupi og enduðu þeir báðir í
sjónum. Friðrik getur ekki beðið
eftir að ná þeim aldri að geta tekið
þátt.
Um kvöldið var sjómannaballið í
Höllinni. Við Adda fórum á það
með Guðmundu, Viðari, Siddý og
Gunna. Var þetta í fyrsta skipti sem
ég fer á þetta ball. Eg hélt að þetta
yrði skrall þar sem allir sjómenn
væru á perunni, en reyndin var
önnur. Frábær skemmtun með
fjölda góðra skemmtiatriða. Mörg
atriði heimafólks voru
framúrskarandi t.d. Lúðrasveit
Vestmannaeyja og Verkalýðsins
léku með hljómsveitinni Tríkot og
atriði með stórsveitinni Obbosí.
Beddi á Glófaxa kom svo reglulega
upp á svið og söng með öðrum
flytjendum og náði alltaf upp stuði.
Jarl Sigurgeirs stjómaði hátíðinni
með glæsibrag. Og ekki má gleyma
matnum frá Gri'mi sem var mjög
góður.
Og fyrst maður var farinn að taka
svona mikinn þátt í hátíðarhöld-
unum var eins gott að klára þetta
með stæl og fómm við Adda í sjó-
mannamessu á sunnudeginum. Þar
löggðu tengdaforeldrar mínir
blómsveig að minnismerki um látna
sjómenn.
Eftir heitt kakó á Höfðaveginum
var svo farið á Stakkó. En veðrið
hefði mátt vera eins og það var um
hvítasunnuna.
http://www. sjopjohn. com/maggi
Sjómannslíf,
sjómannslíf,
ástir og ævintýr
Þar sem ég er
ekki í gríðar-
legu formi til
að skrifa vil ég
endurbi rta,
blogg til heið-
urs sjómanna-
deginum.
Sjómanna-
dagurinn er,
eins og nafnið gefur til kynna, til
heiðurs þessum hetjum hafsins. Eg
tel mig, eða öllu heldur taldi mig,
vera hetju hafsins, því einu sinni fór
ég á sjó.
Sú saga var nú kannski engin
frægðarför en ég hef þó reynt. En
þetta var fyrir allnokkrum ámm.
Ástæðan var auðvitað að afi minn
hafði verið alla sína hunda og katta-
tíð á sjó. Auðvitað leit ég upp til
þessara manna þetta voru svona
alvöru karlmenn, þeir kölluðu ekki
allt ömmu sína. Þessir menn byrjuðu
ekki daginn á því að fá sér Coca
Puffs. Lesa síðan á netinu með
heitan kaffibolla, hlustandi á Josh
Groban. Þessir menn rifu sig á
fætur, hentu í sig morgunmatnum
sem samanstóð af síld, fiskroði og
loðnumjöli en þessu var síðan
skolað niður með þorskalýsi. Já
þetta em karlar í krapinu, þeir em
með sigg á höndum, hraust-
mennskan uppmáluð.
Á meðan þessir MetroSexual nú-
tíma menn bera á sig morgunkrem
við rólega Joga músik.
Meira á:
http://www.blog. central. is/latur
Tríkot og lúðró er málið
Á skemmtun sjómannaballsins
voru skemmtiatriðin fjölmörg og
hver önnur betri. Þó var eitt
atriði sem sló öll önnur út en það
var þegar Tríkot og Lúðró leiddu
saman hesta sína. Um var að
ræða hljómsveitina Tríkot og
blandaða lúðrasveit frá Vest-
mannaeyjum og Lúðrasveitar
verkalýðsins. Ur varð frábær
flutningur gamalla slagara sem
náði hámarki með Bohemian
Rhapsody. Söngvari og for-
sprakki Tríkot er enginn annar
en Sæþór Þorbjarnarson, betur
þekktur sem Sæþór Vídó og hann
er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Sæþór (Vídó) Þorbjamarson,
má samt víst ekki heita Vídó
samkvæmt mannanafnanefnd.
Fæðingardagur: 20. júní 1977.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Foreldrar mínir em
Sæsa Vídó og Bjössi Núma.
Systkinin Sigurgeir og Marta
María. Svo á ég köttinn Mána.
Draumabíllinn: Hmm, mig hefur
alltaf langað í einhvers konar
blæjubíl. Kannski bara Ferrari eða
eitthvað.
Uppáhaldsmatur: íslenska lambið
klikkar aldrei.
Versti matur: Sláturkeppi á ég
mjög erfitt með að melta.
Uppáhalds vefsíða:
www.myspace.is/trikot -
tvímælalaust.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Sú tónlist sem ég spila
Sœþór Vídó Þorbjarnason er
Eyjamaður vikunnar
hverju sinni, ég kemst alltaf í gott
skap með gítarinn í hönd.
Aðaláhugamál: Tónlist og ljós-
myndun.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Það væri gaman að djamma eina
kvöldstund með Bítlunum.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Ég hef enn ekki fundið
stað sem toppar Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttalélag: Það myndi vera
Júlíus Ingason hjá Lunch Utd., einn
af fáum mönnum sem ég næ alltaf
að leika á.
Ertu hjátrúarfullur: Nei, það held
ég ekki.
Stundar þú einhverja íþrótt:
Maður sparkar í einstaka bolta. En
ég veit ekki hvort það kallast að
stunda hana.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Simpsons klikka aldrei.
Hvernig kviknaði hugmyndin að
Tríkot og Lúðró: Þetta er
hugmynd sem ég fékk í kjölfarið á
sinfóníuæði íslenskra poppara.
Fannst þetta mjög spennandi að fá
að spila með svona miklum fjölda
af tónlistarmönnum á bakvið sig.
Þannig að ég hugsaði bara Sálin og
Sinfó, það er nú bara prump. Trikot
og Lúðró, það er málið.
Hvernig gekk að æfa saman 40
manna stórsveit: Þetta gekk nú
bara ótrúlega vel enda valinn maður
í hverju rúmi.
Má búast við frekara samstarfi:
Já, þetta var bara smá tilraun, svona
smá sýnishom til að sjá hvernig
gengi að samræma þetta og hvemig
viðbrögðin yrðu hjá fólki. Planið er
að halda stóra tónleika í vetur og ég
held að við komumst ekkert upp
með að annað en að slá til, miðað
við þau viðbrögð sem við fengum í
Höllinni á laugardaginn.
Eitthvað að lokum: Já, mig langar
fyrir hönd Tríkot að nota tækifærið
og þakka Obba, Lúðrasveit
Vestmannaeyja og Lúðrasveit
Verkalýðsins fyrir að vera til í að
hellast í þetta verkefni. Og síðast en
ekki síst Þóri Olafssyni sem lék á
píanó með okkur, þar er snillingur á
ferð.
Landakirkja
Laugardagur 9. júní.
Kl. 14.00. Útför Garðars
Sigurjónssonar.
Sunnudagur 10. júni.
Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Kór
Landakirkju syngur. Orgelleikari er
Rósa Guðmundsdóttir.
Sr. Guðmundur Öm prédikar og
þjónar fyrir altari.
Hvítasunnukirkjan
Fimmtudagur 7 júní
20:30 Biblíulestur um grunn-
kenningar kristinnar trúar.
Föstudagur 8. júní
20:00 Unglingasamvera.
Laugardagur 9. júní
20:30 Bænastund í umsjá Lilju
Óskarsdóttir.
Sunnudagur 10. júní
13:00 Samkoma í umsjá Hafþórs
Viðarssonar. Til frelsis frelsaði
Kristur oss. (Galatabréfið 5:1 a)
Bænastundir kl 07:30 alla virka
daga.
Aðventkirkjan
Laugardagur 10. júní
kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Mánudagur 11. júní
Kl. 13.00 Útför Þórðar
Stefánssonar.
Matgazðingur vikunnar:
Kótelettur og Mars Mousse í eftirrétt
Eg vil þakka honum Óðni kærlega fyrir
áskorunina. Eg ætla að bjóða upp á kótel-
ettur sem eru mjög vinsælar hjá mér og
mínum. Og svo dýrindis eftirrétt.
Kótelettur með tirísyrjonum
10-12 kótelettur
4 msk. hveiti
2 tsk. salt
2 tsk. karrý
Sósan
3 dl tómatsósa
3 dl vatn
1 -2 dl rjómi
Hveiti, salti og karrý blandað saman. Kótelett-
unum velt upp úr því og svo steiktar vel á pönnu
upp úr olíu.
Tómatsósan og vatnið sett út á pönnuna. Sjóða
kjötið í smá stund á pönnunni.
Soðin hrísgrjón sett í eldfast mót. Kóteletturnar
settar ofan á hrísgrjónin. Rjómanum hellt á pön-
nuna saman við tómatsósuna og vatnið og suðan
Kolbrún Stella Karlsdóttir er
matgœðingur vikunnar
látin koma upp. Sósunni svo hellt yfir kótelett-
umar og hrísgrjónin.
Berist fram með fersku salati.
Mars Mousse
4 Mars súkkulaðistykki
1/2 1 rjómi léttþeyttur
2 eggjahvítur
2 msk. mjólk
Skerið Marsstykkin í meðalstóra bita og setjið í
pott með 2 msk. af mjólk. Bræðið súkkulaðið
við vægan hita. Takið pottinn þá af hellunni.
Látið standa í 10-15 mín. Hellið blöndunni því
næst í skál. Þeytið rjómann og blandið honum
varlega saman við súkkulaðið. Stífþeytið þá
eggjahvíturnar og blandið þeim varlega við
súkkulaðirjómann.
Sett í fallegar skálar og inn í ísskáp eða frysti
þar til blandan er orðin stíf. Skreytið með þeytt-
um rjóma, Marsbitum, Maltesers kúlum eða
súkkulaðispónum.
Eg œtla að skora á stórvinkonu mína, hana Ingu
Magg. Veit að Malli er snillingur í eldhúsinu um
borð í Gandí svo nú reynir á Ingu.
Handverkssýning og kaffisala:
Boccia:
Vel heppnaður dagur á Hraunbúðum
Eldri borgarar unnu
Hin árlega handverkssýning og kaffisala var haldin á
Hraunbúðum á dögunum. Það eru starfsmenn Hraun-
búða og aðstandendur heimilisfólksins sem hafa veg og
vanda af deginum sem var vel sóttur í ár eins og undan-
farin ár. Allur ágóði kaffisölunnar rennur til kaupa á
tækjum til að létta heimilisfólkinu lífið. Á myndinni til
vinstri eru þær Hanna og Anna að sýna afrakstur handa-
vinnu heimilismanna í vetur.
SVANA fær sér af glæsilegu
hlaðborðinu en Jói athugar
úrvalið á meðan.
íþróttafélagið Ægir skoraði á eldri borgara í boccia-
keppni og var keppnin haldin í húsnæði þeirra, gamla
ísfélaginu. Bæði yngri og eldri hópur Ægis tók þátt í
keppninni og höfðu eldri borgaramir betur að þessu
sinni. Mikil stemmning myndaðist í liðunum og var
keppnisandinn greinilega til staðar. I leikslok buðu
eldri borgarar svo upp á kökur og gos.