Fréttir - Eyjafréttir - 07.06.2007, Qupperneq 14
14
Frcttif / Fimmtudagur 7. júní 2007
HEIÐA BJÖRG slappar af á æskustöðvunum í Eyjum. Hún var önnur tveggja kvenna sem hóf störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins árið 2001,
wwm
Heiða Björg hefur rofið mörg karlavígin eins og kemur fram í viðtali hennar við Guðbjö^u Sigurgeirsdóttur:
Heppin að hafa fæðst á Islandi
>segir hún eftir að hafa starfað við friðargæslu á flugvellinum í Kabúl í Afganistan
-Hlutir, sem okkur finnst sjálfsagðir, eru það ekki í þessu stríðshrjáða landi
Sl VIÐTflL
I Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
Jn gudbjorg@eyjafrettir.is
Það er óhætt að segja að Heiða
Björg Ingadóttir fari óhefðbundnar
leiðir í lífinu. Hún er eina konan
sem starfar í útkallsliði Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, var fyrsta
konan sem fékk inngöngu í
Flugbjörgunarsveitina og nú er hún
nýkomin frá Kabúl þar sem hún
starfaði við friðargæslu. Heiða er
fædd og uppalin í Vestmannaeyjum,
dóttir Inga Júlíussonar og Guðlaug-
ar Björgólfs, en fluttist til Reykja-
víkur 1992 og hefur búið þar síðan.
Fallhlífarstökkið gerði
útslagið
Heiða segir margar ástæður vera
fyrir því að hún flutti á fastalandið
ekki hvað síst að flestir úr vina-
hópnum voru fluttir frá Eyjum.
„Ég hafði lokið tveimur árum í
Framhaldsskólanum í Vestmanna-
eyjum þegar ég ákvað í sumarfríi
að fara til Þýskalands. Ég ætlaði
að vera í þrjár vikur en var í sex
mánuði, mest að leika mér við að
spila fótbolta og það var virkilega
gaman. Þegar ég kom til baka voru
flestar vinkonur mínar famar í
skóla upp á land og það varð úr að
ég fór líka,“ segir Heiða sem hefur
haft það hlutverk að fella hvert
karlavígið á eftir öðru þó svo að
það hafi ekki verið beinn ásetn-
ingur.
„Ég gekk í Flugbjörgunarsveitina
1995 og var önnur tveggja kvenna
sem fékk inngöngu í sveitina.
Þannig að ég er í því að skemma
karlavígin þó það sé ekki gert með
ásetningi heldur fellur starfsemi í
þessum geira meira að mínu áhuga-
sviði. Ég ætlaði í aðra björgunar-
sveit en þá var auglýstur kynning-
arfundur hjá Flugbjörgunarsveitinni
sem ég ákvað að fara á. Ég hafði
ekki hugmynd um að þeir tækju
ekki inn konur. Það sem gerði
útslagið var fallhlífarstökkið og það
var ástæðan fyrir því að ég vildi
komast þar inn. Það er svolítið
fyndið að ég hef aldrei stokkið á
vegum sveitarinnar en hef stundað
fallhlífarstökk á öðrum vettvangi."
Eina konan í Slökkviliði
höfuðborgarinnar
Heiða segir að starfsemi Elugbjörg-
unarsveitarinnar hafi orðið til þess
að hún sótti um í slökkviliðinu.
„Ég hafði farið í gegnum öll nám-
skeið í skyndihjálp hjá Flugbjörg-
unarsveitinni sem hægt var og
starfaði mikið með sjúkrahópnum
og þar kviknaði áhuginn á sjúkra-
flutningunum og slökkviliðinu í
framhaldinu. Svo hef ég alltaf verið
eitthvað í íþróttum eins og fótbolta
og handbolta í Eyjum en á þessum
tíma var ég að æfa bæði karate og
júdó og því í ágætis formi.“
Heiða var önnur tveggja kvenna
sem hóf störf hjá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins árið 2001
„Við vorum tvær sem byrjuðum á
sama tíma, sú sem kom inn um leið
og ég er hætt og er aftur farin að
starfa hjá lögreglunni. Það eru
nokkrar konur starfandi í slökkvi-
liðinu á Keflavíkurvelli og ein er
byrjuð að vinna hjá Slökkviliði
Akureyrar," segir Heiða þegar hún
er spurð hvort það séu ekki fáar
konur við slökkvistörf enda er hún
eina konan sem er starfandi á öllu
höfuðborgarsvæðinu.
„Við vorum fyrstu konurnar sem
hófum störf hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins en þá þegar voru
einhverjar konur komnar til starfa á
Keflavíkurvelli. Það er talsverður
munur á starfsemi þessara liða því
við sjáum um alla sjúkraflutninga á
höfuðborgarsvæðinu. “
Töldu að við myndum
skemma móralinn
Hvernig var þér tekið afkörlunum
sem vorufyrir íslökkviliðinu?
„Að mestu leyti var mér vel tekið.
Það var ákveðinn hópur innan
liðsins sem vildi ekki fá konur í
starfið en flestir voru mjög al-
mennilegir. Það eru alltaf einhverjir
sem eru á móti breytingum, sumir
töldu að við myndum skemma
móralinn og einhverjir töldu að við
gætum ekki sinnt því starfi sem
þeir voru að sinna. Ég fann að það
var horft yfir öxlina á okkur
konunum og jafnvel beðið eftir því
að við klúðruðum einhverju en
þetta er orðið fínt í dag. Það eru
gerðar kröfur á starfsmennina, við
förum í þrekpróf einu sinni á ári og
við þurfum að ná prófinu til að
halda starfmu. Æftngar eru partur
af vinnunni og þess utan erum við
að æfa í okkar frítíma eins og
gengur og gerist. Það er nauðsyn-
legt að hafa gott þrek, bæði við
reykköfun og í sjúkraflutningum
þarftu að lyfta þungu.
Hentaði ekki að kona
talaði við þorps-
foringjann
Heiða fór svo út á vegum ICRU 20.
febrúar sem er friðargæsla á vegum
Islands og lýtur að friðargæslu í
Afganistan og fleiri verkefnum.
„Ahugi minn á þessu verkefni
vaknaði fyrir tveimur árum. Þá var
samningur í gangi milli utanrikis-
ráðuneytis og slökkviliðsins en
liðið skaffaði slökkviliðsmenn til
starfa í Kabúl. Ég sótti um en
komst ekki að eins og margir aðrir
slökkviliðsmenn. Þá kom annað
verkefni sem mér fannst spennandi
en þá voru menn sendir í afskekkt
fjallahéruð á breyttum jeppum en
oft er ekki hægt að komast öðruvísi
í þessi þorp. Þessi hópur vinnur svo
með þróunarfulltrúa og saman meta
þau hvaða aðstoð þarf helst að veita
á viðkomandi stað. í þessu starfi
eru ekki bara Islendingar heldur
líka fólk frá öðrum þjóðlöndum. Ég
fór og talaði við menn í utanríkis-
ráðuneytinu en svörin sem ég fékk
voru að starfið hentaði ekki fyrir
konu.“
Heiða segir skýringuna hafa falist
í því að í þessu starfi tala menn
yfirleitt við einhvers konar þorps-
foringja eða lögreglustjórann á
staðnum og það eru alltaf karl-
menn. „Það hentaði ekki að kona
talaði við þorpsforingjann og ég
skildi þetta sjónarmið því á þessu
svæði er allt önnur menning og
afstaða til kvenna en við eigum að
venjast. Hitt er annað mál að mér
finnst að konur hefðu átt að vera
með í för og þær hefðu þá mögu-
lega getað talað við konumar í
þorpunum því þá koma fram önnur
sjónarmið og þá helst þau sem lúta
að fjölskyldunni,“ segir Heiða en
hún fékk svo hringingu frá utan-
ríkisráðuneytinu og henni boðið að
taka að sér starf við flugvöllinn í
Kabúl.
Aðstoðarmaður yfir-
manns á vellinum
„Starfið, sem mér bauðst að taka að
mér, tengist ekki beint slökkvilið-
inu en það voru menn úti frá flug-
björgunarsveitinni og þeir bentu á
„Við vorum fyrstu konurnar sem hófum störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
en þá þegar voru einhverjar konur komnar til starfa á Keflavíkurvelli. Það er
talsverður munur á starfsemi þessara liða því við sjáum um alla sjúkraflutninga á
höfuðborgarsvæðinu. “