Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 Eldur í Blíðu A föstudaginn var slukkviliö Vestmannaeyja kallað út vegna bruna í trillu sem lá við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Eldurinn kom upp í Blíðu VE, sjö tonna plastbáti. Tveir voru um borð í trillunni en þeir komust í land og varð ekki meint af. Georg Eiður Arnarson, eigandi trillunnar, segir tjónið við fyrstu skoðun ekki mikið. „Þetta eru aðallega skemmdir vegna reyks enda er allt svart í brúnni,“ sagði Georg. Eyjafréttir.is greindu frá. Slökkviliðið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Grjót úr grunni knattspyrnu- húss, landfylling og sjóvörn -Tillögur um úrbætur vegna mengunar frá Sorpu Náttúrustofa Suðurlands fær styrk til tækjakaupa Rannís hefur úthlutað úr Tækjasjóði en hlutverk sjóðsins er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Stjórnin úthlutaði 36 styrkjum til tækja- kaupa að þessu sinni en 54 umsóknir bárust og sótt var um 227 milljónir króna. Einn styrkur kemur til Eyja því Náttúrustofa Suðurlands og Háskóli Islands fá styrk til kaupa á viðtöku- og útvarpsmiðunar- búnaði og sjálfvirkum jarðraka- mæli. Erpur Snær Hansson, sér- fræðingur á Náttúrustofu, sagði að hugmyndin með viðtöku og útvarpsmiðunarbúnaði væri sú að fylgjast með lundanum við holuna. Þegar búnaði hafí verið komið fyrir stimpli fuglinn sig inn og út úr holunni og þannig sé hægt að fylgjast með komu og brottfarartíma. Stundum hefur því verið haldið fram að raki og rigningartíð hafí áhrif á varp og hvernig fuglinum tekst til við að koma upp unganum. Sjálfvirkur jarðrakamælir mun auðvelda rannsóknir vísindamanna á viðkomu og varpárangri. Framkvæmda- og hafnarráð Vest- mannaeyja hélt fund á þriðjudag. Fjallað var um notkun og flutning á grjóti og jarðefnum úr væntanlegum grunni fjölnota íþróttahúss til land- fyllingar og styrkingar á sjóvörn norðan Eiðis. Málið hefur verið kynnt fyrir Siglingastofnun vegna fjárveitinga og þar sem rjúfa þarf skarð í sjóvömina meðan á verkinu stendur. Ráðið samþykkti að flutningur á jarðefnum og grjóti út vænlanlegum grunni fjölnota íþróttahúss verði annars vegar jarðefni til landmót- unar í Hásteinsgryfjuna og hins veg- ar verði grjót úr grunninum notað til styrkingar sjóvarna á Eiðinu. Ráðið leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir ofangreindu í útboðsgögnum. Tillögur um úrbætur vegna mengunar Friðrik Björgvinsson, starfsmaður umhverfís- og framkvæmdasviðs, kom á fund ráðsins en hann hefur að undanförnu unnið á úttekt á meng- unarvörnum í Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja og tillögum til úr- bóta í þeim efnum. Ráðið samþykkir að óska eftir álitsgerð frá Þór Tómassyni, verk- fræðingi, varðandi mengunarvarnir sorpeyðingarstöðva. Jafnframt þakkar ráðið Friðriki og samstarfs- mönnum í Sorpeyðingarstöð fyrir góðan árangur í brennsluferlinu í ofninum. Lóðir, breytingar og hreinsunarátak Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hélt fund miðvikudaginn 2. apríl þar sem teknar voru fyrir umsóknir um Ióðir, breytingar á húsnæði og ýmis skipulagsmál. Ráðið samþykkti umsókn Sæþórs Orra Guðjónssonar og Karenar Ingu Olafs- dóttur um byggingarleyfi í Bessahrauni 5. Eiríkur Þorsteinsson sótti, f.h. Skeljungs hf., um leyfi fyrir flutningi á hráolíutanki og því að hann verði staðsettur í olíuporti Skeljungs við Eiði 3. Ráðið samþykkir erindið. Agústa Hulda Arnadóttir sótti um leyfi fyrir breytingum á Bessastíg 10 og Þórunn Lind Elías- dóttir um leyfi fyrir breytingum á Vesturvegi 27. Byggingarfulltrúi samþykkti erindin og sömuleiðis erindi sem bárust frá Sigurði Ingasyni og Önnu Lilju Sigurðardóttur fyrir gluggabreytingum á Höfðavegi 21 Magnús Bragason sótti um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir þakbyggingu á húsnæði við Hásteinsveg 23 og var það samþykkt. Þá var einnig samþykkt leyfi til Guðjóns Hjör- leifssonar f.h Heimaeyjar ehf. og Volare ehf. sem sóttu um breytingar á húsnæði fyrirtækjanna við Vesturveg 10. Ráðið samþykkti einnig að árlegt vorhreinsunará- tak verði 5. til 16 maí nk. og laugardaginn 3 maí n.k. verði almennur hreinsunardagur á Heimaey. Bára og Chris með tónleika Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju fímmtudaginn 17. apríl kl. 21.00. Þau flytja íslensk og ensk þjóðlög. Bára og Chris syngja og leika á gítar, kantele, langspil og íslenska fíðlu. A tónleikunum verður einnig „Power Point“ myndasýning. A efniskránni eru m.a. kvæðalög og lög af væntanlegum sólódiski Chris sem heitir Outsiders. A diskinum leika einnig með honum nokkrir frábærir lista- menn frá Englandi og Skotlandi. Funi hefur haldið tónleika víða hér á landi, í Evrópu, Norður- Ameríku og Kína. Fyrir nokkrum árum gáfu Bára og Chris út geisladiskinn Funa og hafa fengið mikið lof fyrir hann. Aðgangseyrir á tónleikana er 1500 kr. “ Frægi fálkinn dauður Fálkinn sem fékk pláss í fjöl- miðlum á landsvísu í síðustu viku, drapst daginn eftir að hann var myndaður í bak og fyrir. Erpur Snær Hansen, sérfræð- ingur á Náttúrustofu Suðurlands, sagði að í Ijós hefði komið að fuglinn hafi verið með fálkaveiki sem er ormasýking og mjög lík- legt að hún hafí dregið hann til dauða. Fuglinn var grindhoraður og illa á sig kominn en í fínum fjaðra- búningi. Það bendir til þess að hann hafi ekki verið að eltast við fýl eða í grút og feitu æti sem getur haft áhrif á varnarkerfi fugla og dregið þá til dauða. Þau fermast á laugardaginn: Alexander Gautason, Anton Freyr Karlsson, Björgvin Óskar Guðmundsson, Drífa Þorvaldsdóttir, Elísabet Bára Magnúsdóttir, Eva Dögg Davíðsdóttir, Jóhanna Svava Gunnarsdóttir, Jón Friðjónsson, Lísbet Kjartansdóttir, Rúnar Elís Þórarinsson, Sara Rún Markúsdóttir og Tómas Orri Tómasson. Þau fermast á sunnudaginn: Arney Lind Helgadóttir, Bjartey Helgadóttir, Díana Iva Gunnarsdóttir, Fanndís Ómars- dóttir, Nanna Berglind Davíðsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Svana Sigurrós Guðmundsdóttir, Sæþór Hallgrímsson og Örvar Arnórsson. tJtgefandi: Eyjasýn ehl'. 480278-054!) - Vestmannaeyjuni. Ritetjóri: Ómar (íaiúarsson. Blaðamenn: (íuðbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Scheving. fþróttir: Ellert Scheving.Áhyrgdarmenn: Ómar Garðai'ssoii & (iísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjapront. Vestmannaeyjum. Adsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: littp/Ávww.eyjafrettir.is FRÉITIR koma út alla fimmtudaga. Bladið er selt í áskrift og einnig i lausasðlu á Ivletti, Tristinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉITIR eni prontaðar í 2000 eintökum. FRÉ'iTiR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðrihm, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getiö.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.