Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 7 VÍSAÐ FRÁ Ljósmyndara Frétta var vísað frá áður en aðalfundurinn hófst á föstudagskvöldið. Þessi mynd var tekin á fundi stofnijáreigenda í október sl. Sparisjóður Vestmannaeyja á tímamótum - Nokkuð um að stofnbréf hafi skipt s um eigendur - Arður greiddur í fyrsta skipti - Helgi Bragason nýr formaður I brimskaflinum miðjum Samantekt Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir.. is Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja var haldinn síðasta föstudagskvöld þar sem urðu nokkur tímamót. I fyrsta skipti var listakosn- ing og voru tveir listar í boði, A-listi undir forystu Helga Bragasonar, lögmanns og B-listi en fyrir honum fór Þór I. Vilhjálmsson sem verið hefur formaður stjórnar frá árinu 2000. Helgi komst inn með Hauki Jónssyni, starfs- manni Ltfeyrissjóðs Vestmannaeyja á 44 atkvæðum en listi Þórs varð að láta í minni pokann með 25 atkvæði. Auk Helga, Hauks og Þórs eru Arnar Sigurmundsson og Ragnar Óskarsson í stjórninni en þeir eru tilnefndir af bænum. Helgi er formaður stjómar og Amar varaformaður. Áður vom allir stofnfjáreigendur í kjöri og þá réðu pólitískar línur hvemig stjómin var skipuð. Hafði ríkt sátt um það fyrirkomulag í áratugi en nú eru stofnbréf orðin söluvara og samkvæmt heimildum Frétta standa útgerðar- mennimir Magnús Kristinsson og Sigurjón Óskarsson á bak við A-listann. í því sambandi er bent á að Magnús og Þóra Hrönn, dóttir Sigurjóns, em meðal þeirra sem skipa A-lista. Einnig er vitað að þeir hafa verið að kaupa stofnbréf. Frá ábyrgðarmönnum til stofn- fjáreigenda Sú breyting verður á næsta ári að þá hættir Vestmannaeyjabær að tilnefna fólk í stjóm og þar með er pólitískum afskiptum lokið af málefnum Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þegar rýnt er í sögu Sparisjóðsins, sem var stofnaður 1942, segir að ábyrgðamenn hafi í fyrstu verið 40. Var þeim ætlað að ábyrgjast að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Með breytingum á lögum um Sparisjóðina urðu ábyrgðarmenn að stofnfjáraðilum og síðar að stofnfjáreigendum. Það gerðist í október á fundi stofnfjáreig- enda að samþykkt var að leyfa sölu á stofn- bréfum og auka stofnfé um einn milljarð. Var byijað á að bjóða út 350 milljónir. Ekki máttu aðrir en stofnfjáreigendurnir 70 bjóða í og var hlutur hvers ftmm milljónir. Samkvæmt því er komið hefur fram í Fréttum nýttu allir stofn- fjáreigendur sér þennan rétt. Þetta hefur verið gagnrýnt en samkvæmt lögum um sparisjóði hafa stofnfjáreigendur forkaupsrétt þegar stofnfé er aukið. Góð ávöxtun Eftir því sem næst verður komist eru um tíu stofnfjáreigendur búnir að selja bréfin sín og hafa Fréttir fengið staðfest að minnsta kosti einn hafi selt sitt bréf á 25 milljónir. Inni í þeirri upphæð er 5 milljóna stofnfjáraukning þannig að raunverulegt söluverð er 20 millj- ónir. I ljósi stöðu á markaði má gera ráð fyrir að verðið hafi lækkað og má í því sambandi benda á að bærinn vill komast yfir 5% stofn- fjár. Eftir því sem Fréttir komast næst er bærinn tilbúinn að borga 12 til 14 milljónir króna fyrir stofnbréfið. Dágóð ávöxtun það mundi einhver segja en síðast voru teknir inn nýir stofnfjáreigendur árið 1999 og greiddu þeir 10 þúsund krónur fyrir bréfið. Hvert stofnbréf stendur fyrir 1,4% hlut í sjóðnum þannig að bærinn þarf tæplega þrjú bréf. Ætli aðilar sér stærri hlut en fimm prósent verða þeir að sækja um leyfi til Fjármálaeftirlitsins. Pólitíkin hefur ráðið ferðinni Síðustu ár og áratugi hafa stjómarmenn valið inn stofnfjáreigendur og þar hefur pólitíkin ráðið ferðinni að mestu. Vinstri menn hafa tekið inn sitt fólk og hægri menn hafa haft það sama að leiðarljósi. Það hefur stundum verið taugaveiklun í kringum aðalfundi en meiri- og minnihlutar hafa verið þaulsetnir sem sést best af því að stjómarformenn hafa aðeins verið fimm frá stofnun sjóðsins. Undantekning er að stjómarformanni hafi verið velt úr sessi. Það var árið 2000 þegar vinstri menn fylktu sér á bak við Þór I. Vilhjálmsson sem felldi Amar Sigurmundsson sem verið hafði formaður frá árinu 1992. Nú sætir Þór sömu örlögum. Annars er það líka athyglisvert hvað fram- sóknarmenn hafa verið sterkir í Sparisjóðnum. Þeir áttu formenn frá árinu 1942 til 1992 þegar sjálfstæðismenn tóku við en eftir átta ár er kominn inn Samfylkingarmaður. Nú em fjár- málaöflin tekin við og sjálfstæðismaðurinn Helgi Bragason orðinn formaður Spari- sjóðsins. Vandasöm sigling framundan Nýrri stjóm er mikill vandi á höndum að stýra sjóðnum næstu misseri og ár. Einn sem Fréttir ræddu við sagði að í dag væri Sparisjóður Vestmannaeyja í miðjum brimskaflinum. Margir eru á að sparisjóðum eigi enn eftir að fækka og til eru þeir sem segja að dagar þeirra séu senn taldir. Það er þó ekkert upp- gjafahljóð hjá Sparisjóði Vestmannaeyja eins og kemur fram í ársskýrslu fyrir árið 2007 þar sem blásið er til sóknar og vísað til baklands í samstarfi flestra sparisjóða í landinu. Þá gæti afstaða fólks til stofnfjáreiganda, sem allt í einu eru komnir með verulega fjármuni í hendurnar, haft sitt að segja í áliti þess á Sjóðnum. Margir spyrja, af hverju ekki ég? En eins og svo oft er þetta spuming um að vera á réttum stað á réttum tíma. Fréttir hafa farið fram á að sjá lista yfir stofnfjáreigendur en komið að lokuðum dyrum. Sagt er að hann sé einungis ætlaður stofnfjáreigendum sjálfum og er vísað til samþykktar Sparisjóðsins sem sögð er áratuga gömul. Gott og vel en af hverju er það feimnismál hverjir eru stofnfjáreigendur? Er það eitthvað að skammast sín fyrir? Er það kannski ástæðan fyrir því að ljósmyndara Frétta var vísað á dyr áður en aðalfundurinn hófst? Áttu ekki von á gróða Fæstir ef nokkrir sem gerðust stofnfjáreig- endur áttu von á að stofnbréf í Sparisjóði Vest- mannaeyja yrðu söluvara. Til em þeir sem sögðu nei takk þegar þeim var boðið að gerast stofnfjáreigendur og sitja þeir uppi með sárt ennið. Eins eru dæmi þess að afkomendur þeirra sem einu sinni voru stofnfjáreigendur séu að kanna hvort ekki leynist króna undir steini. Einhverjir vilja bera þetta saman við það þegar kvótanum var úthlutað til útgerðar- manna árið 1984. Það stenst ekki því þar var miðað við veiðireynslu þriggja ára á undan og þetta var þeirra atvinna. Verður seint sagt að það að vera stofnfjáreigandi í sparisjóði sé atvinna. En sennilega hafa útgerðarmenn þá ekki gert sér grein fyrir hvað mikil verðmæti þeir vom á fá í hendurnar. Hvað hver gerir með sitt stofnbréf er hans einkamál en enn sem komið er hefur aðeins lítill hluti yfirgefið skútuna. Með því að nýta sér forkaupsréttinn á auknu stofnfé upp á 5 milljónir hver em stofnfjáreigendur að hætta umtalsverðu fé. En í því felst traust á Spari- sjóðnum og stjóm hans. Auðveldast hefði verið fyrir stofnfjáreigendur hefði sjóðurinn runnið inn í annan sparisjóð eða banka. Það hefði trúlega gefið mest í aðra hönd fyrir þá. Og það má ekki ætla stofnfjáreigendum að þeir hafi haft annað en hagsmuni Sparisjóðsins að leiðarljósi en eðlilega kemur þetta róti á bæjarsálina. Það verður stjórnin að horfast í augu við og taka með í dæmið þegar horft er fram á veginn. Hæft starfsfólk Styrkur Sparisjóðs Vestmannaeyja liggur ekki síst í mjög hæfu starfsfólki sem sumt er með áratuga reynslu í bankastarfsemi. Stjórn undanfarinna ára hefur líka numið land allt frá Djúpavogi til Hveragerðis sem styrkir sjóðinn. Vestmannaeyingar vilja gjarnan halda í sitt og það gæti reynst sjóðnum heilladrjúgt. Bæði Magnús og Sigurjón hafa sýnt að þeir vilja halda hlutunum heima í héraði með þvf að efla útgerðir sínar. Komist þeir til áhrifa í Sparisjóði Vestmannaeyja er ekki ástæða til að búast við stefnubreytingu þannig að Spari- sjóðurinn standi enn undir nafni sem sjóður Eyjamanna, bæjarfélaginu til heilla. Fyrsta skrefið er að ná sátt við bæjarbúa og það verður best gert með öfiugri upplýsinga- gjöf. Og það á ekki að vera neitt feimnismál að vera stofnfjáreigandi í Sparisjóði Vest- mannaeyja og vonandi á þeim eftir að fjölga. Gott ár að baki í ársskýrslu Sparisjóðsins kemur fram að eigið fé sjóðsins í árslok 2007 er 1,8 milljarðar króna en var 1.2 milljarðar í upphafi árs. Liggur hækkunin aðallega í hagnaði ársins sem nam 343 milljónum og stofnfjáraukningu upp á 350 milljónir. Heildartekjur á árinu 2007 námu 1.814 milljónum króna en voru 1.481 milljónir árið áður. Þá kom fram að vaxtamunur útlána og innlána hefur jafnt og þétt verið að minnka frá árinu 2004 og sé í dag um 2%. Ástæðan er rakin til íbúðalána, erlendra endurlána og vaxandi samkeppni á bankamarkaði. Aðalfundurinn samþykkti að auka stofnfé um 140 milljónir, en á síðasta ári var stofnféð aukið um 350 milljónir. Þá var samþykkt að greiða stofnfjáreigendum 14% arð. Sparisjóðurinn rekur 6 starfsstöðvar; í Eyjum, Selfossi, Hveragerði, Hornafirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík. Stöðugildi voru í árslok tæplega 35. í Eyjum voru stöðugildin 13.5, á Selfossi og Hveragerði 6.5 og á Homafirði, Djúpavogi og Breiðdalsvík voru þau 13.5. Heildarlaunagreiðslur námu 146.5 milljónum króna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.