Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 16
Sun , invesCments S.L FASTEiGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034)646 930757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com piús (4l_ EiiT-m V'VN' SUmflRFERÐIR UjV13DÐÍ£/JUJVt r/súímnílj' yíiMbuifc&yn Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Dagmar Ósk Héðinsdóttir var meðal keppenda frá íþróttafélaginu Ægi sem tóku þátt í sundmóti fatlaðra um síðustu helgi. Okkar fólk stóð sig vel og ekki skemmdi að hitta sundstjörnuna Kristínu Rós Hákonardóttur og Pál Óskar Hjálmtýsson söngstjörnu. Hér er Dagmar með Kristínu Rós en nánar er fjall- að um mótið á bls. 14. Ingvar á Náttúrustofu: Sá lóu á flugi í Hafursdal Ingvar Atli Sigurðsson hjá Nátt- úrustofu Suðurlands er glöggur maður og ýmist hefur hann séð farfugla eða haft fregnir af fuglum sem komnir eru til landsins. Ingvar var á göngu á laugardag og sá einn hrossagauk í Stapatúni, rétt við tlugbrautina. Lóa var á flugi við Hafursdal og það er gaman að segja frá því að hann í Herjólfsdal sá hann fálka sem er staðfugl á Islandi en sjald- séður í Vestmannaeyjum. Ingvar hafði fréttir af skrofu úti á Faxasundi á mánudag og í Morgunblaðinu í gær, var frétt þess efnis að skipsverjar á Gæfu VE hefðu séð lunda út af Vík í Mýrdal. Tjaldurinn er löngu kominn og er áberandi við Hástein og á golfvellinum. Fullt af gæsahópum og álftum fljúga yfir eyjarnar þessa dagana og gefa fuglarnir sér stundum tíma til að tylla sér rétt niður, áður en þeir halda áfram upp á fasta- landið. Vor og sumar liggur í loft- inu. MK gegn Bakka- fjoru I fréttatilkynningu segir að hópur Vestmannaeyinga undir forystu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns hefur skipulagt undirskriftasöfnun á slóðinni http://www.strondumekki.is. Með þessu vill hópurinn mót- mæla byggingu ferjulægis í Bakkafjöru og hvetja yfirvöld til að leysa þann vanda sem sam- göngur milli lands og Eyja eru í með því að byggja hraðskreiða ferju sem gengi á milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja. Hópurinn hafnar algjörlega hugmyndum sem uppi eru um að byggja ferjulægi í Bakkafjöru vegna þess að sú útfærsla mun ekki stytta ferðatíma milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem nokkru nemi. Einnig mun stóraukin umferð á Suðurlands- vegi skapa hættu og fleiri ferðir munu falla niður vegna veðurs. Hópurinn hvetur alla til að kynna sér fróðleik um samgöng- ur við Eyjar og taka þátt í undirskriftasöfnuninni á slóðinni http://www.strondumekki.is. N1 og Olís ákváðu á miðvikudaginn í síðustu viku að hressa upp á bíleigendur og gefa þeim 25 prósent afslátt af bensíni. N1 reið á vaðið og varð strax löng biðröð hjá Svönu í skýlinu. Eftir að Olís gaf það út að þeir ætluðu líka að lækka um sömu upphæð sneru margir sér til feðganna á Kletti, Magnúsar og Sveins. Ekki er vitað hvað margir nýttu sér þetta tilboð en örugglega er stór hluti bifreiðaeiganda í Eyjum að aka um á ódýrara bensíni en boðið hefur verið upp á í marga mánuði. f frétt frá N1 sagði á einu ári hafi heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um tæplega 40% og á díselolíu um rúmlega 60%. Er bensín- verð í dag rétt um 150 krónur. Magic 0,25 Itr verð nú kr 129,- verð dáur kr 179,- Kjarnafæði Folaldagúllas verá nú kr/kg 1298,- verá óáur kr/kg 1898,- CujP's helgarsteik verá nú kr/kg 1498,- verá dáur kr/kg 1868,- ~<=o Os ‘S cJd* VIKUTILBOÐ 10. -16. apríl Kjarnafæði Svinasnitsel verá nú kr/kg 1589,- verá úáur kr/kg 2089,- Egils Kristall sítr 6,0,5 u, verá nú kr 499,- verá úáur kr 630,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.