Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 13
Frcttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 13 Stórefla þarf al- menna löggæslu ÞYKKUR BUNKI Þær eru margar og ítarlegar skýrslurnar um Landeyjahöfn sem nú eru á borði bæjarstjórnar. Sjá ljósið í Landeyjahöfn Miklar umræður hafa farið fram um nauðsynlegar samgöngubætur fyrir Vestmannaeyjar á undanförum árum. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að fara í hafnargerð í Bakkafjöru enda styður bæjarstjórn Vestmanna- eyja framkvæmdina. Enn birtast greinar þar sem bæjarbúar eru ýmist hvattir til að þrýsta á stjórnmála- menn um að hafna Landeyjahöfn eða menn lýsa yfir ánægju og stuðningi við hana. Fréttir leituðu til þriggja aðila og báðu þá um að segja sína skoðun á málinu. Ferðaplan B og C þegar plan A klikkar Friðbjörn Valtýsson, framkvæmda- stjóri IBV íþróttafélags, sagði að ef horft væri á höfn í Bakkafjöru út frá hagsmunum íþróttafélaganna þá væri það stórkostlegt framfaraspor í samgöngumálum. „Sérstaklega á það við um vetuma því þá erum við með ferðaplan B og C þegar plan A klikkar. Það er mjög erfitt að stóla á flug og ég tel að þetta verði mun auðveldara og einfaldara þegar höfnin er komin. Við gerum okkur auðvitað grein fyrir að það getur orðið ófært í Bakkafjöru eins og annars staðar. Vonandi verða frátafir sem fæstar og að verkið heppnist vel.“ Friðbjöm benti á að höfnin yrði stórkostleg bylting í tengslum við stóru íþróttamótin og þjóðhátíð. „í tengslum við starfsemi IBV íþrótta- félags ferðast 20.100 manns til og frá Eyjum á hverju ári. Samtals eru þetta því rúmlega 40.000 ferðir. Þeir sem taka þátt í knattspymumótum eru um 6000, í tengslum við hand- boltann ferðast 5600 og 3500 á Shell- og Pæjumót. Hingað koma um 5000 manns á þjóðhátíð þannig að þetta er mikill fjöldi," sagði Friðbjörn og telur siglingu í Landeyjahöfn mikið framfaraskref. Sex ferðir í staðinn fyrir tvær Mér finnst þetta mjög gott mál,“ sagði Bragi Steingrímsson, trillu- karl með meiru, þegar hann var spurður út í hafnargerð í Bakka- fjöm. „Eg vil treysta þeim sem eru sérfræðingar í hafnargerð. Eg er mjög hlynntur þessari framkvæmd og tel að þetta verði bylting svo framarlega sem þetta heppnast. Ég held að það sé mun betra að fara með fþróttahópa í Landeyjahöfn en í Þorlákshöfn því oft er mikil sjó- veiki um borð og það situr eftir í minningunni.“ Bragi vill líka líta á kosti Land- eyjahafnar með tilliti til ferðatíðni. „Sex ferðir í staðinn fyrir tvær á milli lands og Eyja er mikil framför. Ef við fáum stærra og hraðskreiðara skip í Þorlákshöfn er ég ekki viss um að skipið fari nema eina ferð á dag en um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir og það er eðlilegt. I versta falli, ef þetta mistekst, þá er Þorlákshöfn enn til staðar og þá förum við þangað eins og við höfum gert,“ sagði Bragi. Risastórt skref fram ávið Haraldur Sverrisson, sjómaður, sagði Landeyjahöfn vera risastórt skref fram á við, auðvitað hefðu jarðgöng verið besti kosturinn en Landeyjahöfn væri næstbesti kost- urinn. „Ég er jákvæður fyrir höfn í Bakkafjöru og vil endilega fá hana. Það hefur verið hamrað mikið á því að sjómenn séu á móti þessari framkvæmd sem er kjaftæði því ég veit um marga sem eru mjög hlynnt- ir þessu," sagði Haraldur og taldi að ákveðinn kjami væri ekki bara á móti framkvæmdinni heldur hefði það að hugsjón að berjast á móti þessum framförum. Haraldur sagðist vera sannfærður um að það yrði dauðadómur fyrir byggðalagið ef samgöngubæturnar sem við fengjum væri nær óbreytt ástand, nýr Herjólfur. Háskólinn á Bifröst hafi t.d. gert eins konar úttekt á áhrif hafnar í Bakkafjöru á samfélagið og samgöngubætur með höfn í Bakkafjöru hafi komið mjög vel út fyrir byggðarlagið. Grein 'Á'tli GTsTason ög Jön Bjarnason, alþingismenn skrifa: Höfundar eru á lista Vinstri grœnna. Allt frá voðaatburðunum í New York 11. september 2001 hafa mannrétt- indi, réttindi borgaranna, einstak- lingsfrelsi okkar, verið skert eða tak- mörkuð í þágu svokallaðrar baráttu gegn hryðjuverkum. Ylirlýst mark- mið hryðjuverkamanna í árásum á Bandaríkin og önnur lönd var og er að grafa undan vestrænum lýðræðis- og mannréttindagildum. Þeim hefur því miður orðið býsna ágengt. Stefna Bush-stjórnarinnar er gjald- þrota og henni verður að andmæla harðlega á íslandi sem annars staðar. Það hefur aldrei gefist vel að mæta ofbeldi með ofbeldi en upp á hvað horfum við: Natóhernaður í Afgan- istan, innrás í írak, milljarða stuðn- ingur við árásarstefnu Israels gegn Palestínumönnum og þannig mætti lengi telja. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi og vítahringnum vex fiskur um hrygg. í Bandaríkjunum hefur æ meira fjármagni verið varið til her- mála á kostnað annarra samfélags- þátta, og ýmsar aðrar þjóðir endur- taka þau sömu mistök. Afleið- ingarnar hafa þegar komið fram í auknu ofbeldi og hryðjuverkum. Fetað í fótspor Bush-stjórn- arinnar Fjárframlög ríkisstjórnar íslands til löggæslu f þágu almennings, til grenndargæslu, til allrar löggæslu sem mestu máli skiptir í þágu borg- aranna, hafa almennt staðið í stað eða verið skert þrátt fyrir stóraukin verkefni. Staðan hefur f raun versn- að eftir nýlega sameiningu lög- reglustjóraembætta. Aðkoma Sam- fylkingarinnar að ríkisstjórn hefur því miður engu breytt. Á sama tíma hefur embætti ríkislögreglustjóra þanist út og útgjöld hækkað ár frá ári um hundr- uð milljóna. Sífellt fleiri og jafn- framt ný verkefni hafa verið færð til miðstýrðrar ráðstjórnar rfkislög- reglustjóra. Þar ber mest á verk- efnum sem lúta að svokölluðum öryggismálum, að meintri en alls óskilgreindri hryðjuverkaógn í kjöl- far hörmunganna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Árið 2003 voru 18 manns í sérsveit ríkislögreglu- stjóra en nú starfa þar á sjöunda tug sérsveitarmanna án þess að nokkur fagleg þarfagreining hafi farið fram. Sama gildir um svonefnda grein- ingardeild og aðra leyniþjónustu- starfsemi ríkislögreglustjóra, eftirlit með einstaklingum. Æðstu yfirmenn hjá embætti rfk- islögreglustjóra viðurkenna reyndar að Islendingum stafi lítil sem engin ógn af hryðjuverkamönnum og vita sem er að fíkniefnabölið og um- ferðarslys taka óásættanlegan mannlífstoll af þjóðinni. Öfugsnúin forgangsröðun I fjáraukalögum fyrir árið 2007 og í fjárlögum fyrir árið 2008 voru ætlaðir 2,3 milljarðar til hernaðar eða hernaðartengdra mála. Fyrir- hugað er að stofna svokallaða Varnarmálastofnun og þar stefnir í tveggja milljarða útgjöld á ári. Á sama tíma skellir ríkisstjórnin skollaeyrum við ítrekuðum áskor- unum sveitarstjórna, sambanda sveitarfélaga, félögum lög- og toll- gæslumanna og fleiri um að stjórn- völd bregðist þegar í stað við þeim mikla fjárhagsvanda sem almenn löggæsla býr við og eyði þeirri óvissu sem nú ríkir. Sýnu verst er ástandið á Suður- nesjum. Það liggur fyrir að verkefni lögreglu og tollgæslu á Suður- nesjum hafa margfaldast. Það er því nöturlegt að fá fregnir af því að nýleg sameining lögregluembætta á Suðurnesjum hafi leitt til þess að lögreglumenn eru 18 færri en fyrir sameininguna. I Grindavík, Sand- gerði, Garði og Vogum er staðan þannig að lögreglumenn eru að verða jafn sjaldséðir og hvítir hrafn- ar. Sama staða er reyndar uppi í öllu Suðurkjördæmi og um land allt. Þessi samdráttur í löggæsluþjón- ustu skapar óöryggi fyrir íbúa og er ávísun á aukin afbrot. VG lagði til við fjárlagagerð fyrir árið 2008 að fjárveitingar til almennrar löggæslu yrðu auknar verulcga en þær tillögur voru allar felldar af samfylkingar- og sjálfstæðisþingmönnum ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin gefur ekki bara vitlaust í þessum mála- flokki, hún er á dapurlegum villi- götum. Það verður að stórefia lög- gæsluþjónustu við allan almenning og hverfa af braut hernaðarhyggju. VG mun halda áfram baráttu sinni fyrir því. Atli Gíslason og Jón Bjarnason, alþingismenn. Ahugaverðasti staður sem ég hef komið á -segir Keren Shavit, ísraelsk kvikmyndagerðarkona um Vestmannaeyjar en hún hefur ferðast víða um heim Vídeó og kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland fór fram seinni partinn í mars en á hátíðinni í ár voru sýnd 85 verk, valin úr þeim 500 sem send voru inn frá öllum heimshomum. Keren Shavit átti mynd á hátíðinni en hún var stödd í Eyjum um síðustu helgi og var alveg heilluð af náttúrunni og þeim hughrifum sem staðurinn vakti með henni. „Ég var boðin á kvikmyndahátíð- ina 700IS á Egilsstöðum," sagði Keren en hún býr í Israel og fæst við kvikmyndagerð sem tengist nýlist. „Myndin mín, The Zoo Project, var valin á hátíðina ásamt fjórum öðmm ísraelskum myndum en þetta er í fyrsta skipti sem ísra- elsk mynd er samþykkt á sýning- una. Ég virkilega naut þess að vera þama því kvikmyndahátíðin var alveg frábær og gott úrval af mynd- um frá öllum heimsálfum. Ég vann myndina mína, The Zoo Project, með Adi Omry en ég var sú eina sem gat mætt á hátíðina frá Israel." Keren segir að hún fylgi eftir bókum og myndum sem hún sér og les og þess vegna hafi leiðin legið til Eyja. „Ég ákvað að koma til Eyja eftir að hafa séð myndina San Sunless eftir Cris Markler, “ segir Keren en hún ferðist á dálítinn sérstæðan máta. Hún er í félagskap þar sem fólk skiptist á að taka á móti ferðafólki þ.e a.s. er tilbúið til að taka á ferðalöngum og leyfa því að gista hjá sér, ef þannig stendur á, og fær sjálft gistingu víðs vegar um heiminn þegar það er á ferða- lögum. Ahugasamir geta skráð sig á net- síðuna couchsurfing.com en Keren KAREN: Ég hef áhuga á að koma aftur en ég er yfir mig hrifin af Vestmannaeyjum. hefur nýtt þessa síðu mjög mikið. „Það voru engir meðlimir á vefn- um í Vestmannaeyjum en hann er fyrir fólk sem vill taka á móti fólki frá öllum landshornum. Á þennan hátt getur þú ferðast um allan heim og gist hjá fólki sem þú þekkir ekki fyrirfram í stað þess að vera á hóteli. Það getur verið alveg frá- bærlega skemmtilegt,“ sagði Kerin en hún er að gera mynd um vefinn og þetta gistiform í Póllandi með pólskum framleiðanda. Draumur hennar er að gera seríu um þetta fyrirbæri, alls staðar í heiminum. „Ég gisti í viku hjá konu í Reykjavík og hún útvegaði mér gistingu hjá systur sinni á Egils- stöðum þar sem ég var í fimm daga. Ég hringdi í konu sent var skráð á vefinn og bjó einu sinni í Eyjum en var hún var fiutt í burtu en hjálpaði mér með því að hafa samband við Margo Renner sem fannst þetta áhugavert. Hún tók á móti mér þegar ég kom hingað á laugardag og hér hef ég haft það alveg frábært. Ég á eftir að átta mig en Vestmannaeyjar eru áhugaverð- asti staður sem ég hef komið á,“ sagði Keren. Hún hefur áhuga á að gera myndaseríu um Eyjar en hún lærði myndatöku við Bezalel Academy of Art Jerusalem. „Ég hef áhuga á að koma aftur en ég er yfir mig hrifin af Vestmanna- eyjum. Ég hef reyndar bara verið hér í tvo daga þannig að ég get ekki alveg dæmt staðinn eða sagt til um hvernig hann er. Ég kem frá Israel þar sem álagið er mjög mikið, en friðsældin hér virðist engu lfk. Ég hef ferðast víða og þetta er fal- legasti staður sem ég hef komið á,“ sagði Keren að lokum en hún fór frá Eyjum á mánudag og frá Keflavík áleiðis til ísrael á þriðjudag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.