Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 11 Skúrir og skin við lestur Frétta Grein Bjöm Jóhann Guðjohnsen skrifar Höfundur er vélstjóri Þegar ég opnaði Fréttir eftir að þær duttu inn um lúguna hjá mér á miðvikudagskvöldið leist mér hreint ekkert á að lesa grein eftir framámanninn Magga Kristins, aðra vikuna í röð, þar sem hann finnur áformum um Bakkafjöm- höfn, Landeyjahöfn, allt til foráttu. Hins vegar lifnaði aftur yfir mér þegar Fréttum var flett aðeins lengra og við mér blasti viðtal við alþingismennina okkar, Áma og Lúðvík þar sem þeir tala einum rómi um mikilvægi stórskipahafnar í Vestmannaeyjum og að haldið verði fast við áform um ferjusigl- ingar á milli Eyja og væntanlegrar Landeyjahafnar. Það sem færði brosið enn betur á mig var greinin hans Viðars Togga, því við Viðar eram greinilega alveg sammála um þessi mál. Eg er sannarlega sammála Magga um mikilvægi þess að gerðar verði endurbætur á hafnaraðstöðu fyrir stærri skip enda held ég að allir Eyjamenn, sem og aðrir Islend- ingar, hljóti að vera sammála um að sú framkvæmd sé óhjákvæmileg fyrir eina af stærstu, ef ekki stærstu útgerðarhöfn landsins. Stórskipa- höfn er nauðsynleg fyrir útgerðina, verslun svo að ekki sé talað um möguleikana í ferðaþjónustu sem skapast ef skemmtiferðaskip geta í auknum mæli haft viðkomu í Eyjum. Þegar þau rök, sem Maggi leggur fram í sínum greinum um að spyrða eigi saman framkvæmdir við stór- skipahöfn og úrbætur í almenings- samgöngum til Eyja, eru skoðuð þá vil ég segja þetta. Aukinn eldsneyt- iskostnað bíleigenda hefur maður ekki heyrt minnst á í umræðunni um göngin, sem þó væri lengri leið að keyra. Og að tala um hækkandi eldsneytisverð sem muni íþyngja bíleigendum án þess að tala um leið um aukinn eldsneytiskosnað við rekstur ferju sem væri bæði stærri og hraðskreiðari en núverandi Herj- ólfur, er náttúrulega aðeins hálf- kveðin vísa. Um það að byggja eitthvað á sandi, þá velti ég því fyrir mér hvort einhver munur sé á sandinum í Þorlákshöfn eða Landeyjasandi. Sandurinn á Landeyjasandi er líka sá sandur sem þarf að fara með göngin upp í gegnum, þegar og ef, göngin verða gerð. Ég þekki höfnina í Laayone í Marokko en hún er á miðri vestur- strönd Sahara og í samanburði við hana er Landeyjasandur eins og sandkassaleikvangur fyrir lítil börn. Eins má nefna þær framkvæmdir sem eiga sér stað í Dubai þar sem verið er að búa til heilu strand- lengjurnar, eyjarnar og reisa á þeim risavaxin lúxushótel o.fl. og allt byggt á sandi. Svona mætti halda lengi áfram. Verkfræði hefur sem betur fer fleygt fram frá þvf að Biblían var skrifuð enda værum við þá hvorki að tala um stórskipahöfn, göng, ferjuhöfn í sandi, né ferju. Ég hugsa með mér ef svona breið samstaða er, eins og sumir vilja vera af láta, um nýjan, stærri og hraðskreiðari Herjólf. Af hverju kom þá þessi hópur ekki í ljós þegar Hjálmar Amason kom með tillögu og vildi keyra á, að keypt yrði stórt og hraðskreitt skip fyrir þremur árum síðan? Við væram þá hugsanlega búin að njóta mun skárri samgangna undan- farin tvö ár. Ég skal reyndar viður- kenna að göngin voru sterkari í umræðunni þá en nú. Sumir vilja fá að kjósa um þessi mál. En samgöngumálin við Vest- mannaeyjar voru eitt aðalmálið í umræðunni fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar og alþingis- kosningar líka, þannig að þar með eram við að vissu leyti búin að kjósa um samgöngumálin. Við Eyjamenn verðum að snúa bökum saman í öllum hagsmuna- málum Vestmanneyja og skiptir þá miklu máli að þungavigtarmenn eins og Maggi renni ekki á skeið fram ritvöllinn með þessum hætti á síðustu stundu. Loksins þegar verið er að fara af stað með meiri háttar úrbætur í samgöngumálum Eyj- anna. Við verðum að standa þétt að baki bæjarstjóminni og þing- mönnunum okkar í að fá úrbætur fyrir stórskip í höfninni sem fyrst, og þá tveggja skipa kant eins og Árni STORHUGI nefnir. Og fyrst við fáum ekki göngin að sinni, þá að þrýsta á að fram- kvæmdum við Landeyjahöfn ljúki sem fyrst og þar með að fá stystu leið á milli Eyja og þjóðvegar nr. 1, sem án efa mun hafa í för með sér töluvert aukinn straum ferðafólks ofan af landi til Vestmannaeyja. Síaukin krafa okkar Eyjamanna um bætur í samgöngumálum og væntanleg fjölgun ferðamanna til Eyja með tilkomu Landeyjahafnar mun að mínum dómi hafa það í för með sér, löngu áður en þessi ferju- leið verður búin að sprengja af sér þann straum sem verður á þessari leið. Enda hef ég verið eindreginn talsmaður ganganna en hef fallist á að Bakkafjara sé næst besti kost- urinn. En í Landeyjahöfn býr þó sá stækkunarmöguleiki að vera með tvö skip sem sigla hvort á móti öðru og það verður öragglega ódýrara og þar með auðfengnara að fá það í gegn heldur en að vera með tvö stór, hraðskreið og eyðslu- söm skip á milli Eyja og Þorláks- hafnar, sem þar að auki þýðir að við erum í raun að hjakka í sama farinu. Björn Jóhann Guðjohnsen AKP sem ber hag Vestmannaeyja fyrir brjósti Spurning vikunnar: 6 að fara tilút- landa í snmarP Ingólfur Eínísson - Já, ég fer til Bahama með kærastunni minni. Arna Hrund Baldursdóttir - Ég fer kannski með vinkonum mínum fyrir þjóðhátíð. En öragglega í sept- ember. Birkir Ágústsson. - Ég veit það ekki ennþá. Það kemur í ljós á næstunni. Flugfélag Vestmannaeyja tekur við sjúkrafluginu: Flugmenn á samvískuvöktum Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboð af þeim sem bárust Ríkis- kaupum vegna sjúkraflugs frá Vest- mannaeyjum og opnuð voru í janúar sl. Flugfélagið hefur nú aftur tekið við þjónustunni og samningar voru undirritaðir 2. apríi. sl. Félagið annaðist sjúkraflugið til ársloka 2005 en þá átti Landsflug lægra tilboð og sinnti sjúkraflugi þar til íslandsflug tók við um mitt ár 2007. Athygli vakti þegar Ríkiskaup gerðu breytingar á kröfum um viðbragðstíma þann 17. janúar, eftir að útboðsgögn voru send út, og tilboðsfrestur var lengdur. Orðalagsbreytingin hefur mikil áhrif á viðbragðstímann því nú þarf verktaki að vera tilbúinn og geta sem oftast sinnt forgangi F-1 eða F- 2 en bæði stigin hafa 45 mínútna forgangstíma. Ef orðalaginu hefði ekki verið breytt hefði kostn- aðaráætlun Ríkiskaupa trúlega verið hærri því í raun snýst kostnaðar- áætlun um kostnað við mönnun flugáhafna, þ.e. hvort gert sé ráð fyrir einni áhöfn eða tveimur sem taki hvor við af annarri. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um málið á fundi þann 21. febrúar. Þar segir: „Fyrir liggur að stefnt er að því að ekki verði boðið upp á sólarhringsvakt á sjúkraflugvél, sem staðsett verður í Vestmannaeyjum. Atvinnulíf og ferðaþjónusta Vest- mannaeyja er sérstæð svo ekki sé talað um landfræðilega aðstöðu. Eyjamenn þekkja því að slys og annað sem kallar á bráðaflutning sjúkravélar gerir ekki boð á undan sér og þörf fyrir þjónustu vélarinnar getur af sjálfsögðu myndast allan sólarhringinn. Bæjarstjóm leggst því alfarið gegn því að öryggi fólks sé notað sem skiptimynt í samn- ingum um sjúkraflug og hvetur til að samið verði um þjónustu sjúkravélar allan sólarhringinn." Valgeir Arnórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Vestmannaeyja, sagði að búið væri að ganga frá samningum. „Þeir breyttu útboði og í staðinn fyrir að vera alltaf til taks þarf að vera sem oftast til taks. Við buðum samkvæmt því að vera ekki með mannskap á vöktum og því má segja að flugmenn gangi hálfgerðar samviskuvaktir.“ Þetta er slæm staða, bæjarstjórn ályktaði um málið, hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Auðvitað er þetta slæmt. Við munum standa okkur eins vel og við getum en ég hef ekki orðið var við önnur viðbrögð en þegar fjallað var um málið í Fréttum og svo ályktun bæjarstjórnar. Þetta fyrirkomulag er komið til að vera og búið að skrifa undir samninga um að áhafnir verði ekki á bakvöktum. Við skiluðum inn tveimur tilboðum, annað var hærra og gerði ráð fyrir vélin væri alltaf til taks en þeir tóku lægra tilboðinu sem snýst um að vélin sé tilbúin sem oftast." Hjálmar Viðarsson. - Ég fer til Marmaris með fjölskyldunni. Hillir undir verklok í Barnaskóla Sannfæra þarf fólk um að Bakkafjara sé besti kosturinn Vilja sjá um sín mark- aðsmál Fyrir bæjarráði á síðasta fundi lá fyrir beiðni Markaðsstofu Suður- lands um samstarfssamning. Á fundinum ítrekaði bæjarráð afstöðu sína frá 12. desember sl. þar sem ósk um samstarf var hafnað. Þá lá fyrir bæjarráði bréf frá Mark- aðsstofu Suðurlands (MS) sem óskaði eftir samstarfssamningi við Vestmannaeyjabæ. Þar kemur fram að stefnt verði að rekstri MS í byrj- un þessa árs af fullum krafti. Reiknað er með að gera samstarfs- samninga við sveitarfélög og ferða- þjónustufyrirtæki. „Samkvæmt fyrirliggjandi fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008 hyggst Vestmannaeyjabær verja 9.378.000 til markaðs- og ferðamála. Bæjarráð telur ekki forsendur til að auka það framlag en felur MTV og ferða- og markaðsfulltrúa að kanna forsendur fyrir samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands innan þess fjárhags- ramma," segir í fundargerð bæjar- ráðs frá 12. desember sl. Grein Sigurður Jónsson skrifar Höfundur er sveitarstjóri í Gnúpverjahreppi Ég er svolítið hugsi yfir mál standa, varðandi bættar sam- göngur til og frá Vetsmannaeyujum. Flestir held ég hafi skilning á því að Eyjamenn þurfa að fá bættar samgöngur. Á síðustu áram hefur róðurinn oft á tíðum verið erfiður í Eyjum og íbúum hefur fækkað. Til að snúa þróuninni við er er ein meginforsendan að það takist að bæta samgöngur. Margir hafa átt sér þann draum að göng til Eyja væra raunhæfur kost- ur á næstu áram. Ríkisvaldið hefur nú afskrifað þann möguleika svo litlar líkur era á að það verði lausn- in á næstu áram Auðvitað er slæmt að Alþingi skuli ekki hafa veitt fjár- magni til að ljúka að fullu rann- sóknum, hvort göng era raunhæfur kostur bæði hvað varðar öryggisþátt og kostnað. Nú virðist sem það séu mjög skiptar skoðanir um ágæti þess að fara að byggja upp höfn í Bakkafjöru og fá nýja ferju til þeirra siglinga. Svo langt gengur gagnrýnin að sumir telja þetta aldrei verða raunhæfan kost, frátafir verði miklar og beinlínis að verið sé að skapa hættuástand fyrir far- þega. Einnig benda menn á að þrátt fyrir stutta siglingu þurfi að keyra í tvo tíma til Reykjavíkur, þannig að enginn tímaspamaður verði. Bent er á að nær væri að fá öfl- ugra skip og sigla áfram til Þorláks- hafnar og að útbúa stórskipahöfn við Eiðið. Ég hef nýlega lesið greinar eftir þá ágætu menn Magnús Kristinsson og Kristján Eggertsson, sem vara mjög við Landeyjahöfninni. Nú er það svo að þessi leið er að fara á fullt og auðvitað era þeir margir sem fagna tíðari ferðum og styttri sjóleið. Það sé aðalatriðið. Það sem mér finnst alverst í þessu máli að það skuli ekki ríkja sátt meðal Eyjamanna um hvaða leið sé farin. Nú veit ég ekki í hvaða hlutföllum menn skiptast milli þessara tveggja leiða en slæmt er það ef meirihluti Eyjamanna vildi t.d. nýtt skip til Þorlákshafnar, teldi það einfaldlega betri kost heldur en höfn í Bakka- fjöra. Það væri slæmt vegna þess að búið er að taka ákvörðun um Bakkafjöru. Bættar samgöngur eiga jú fyrst og fremst að þjóna Vest- mannaeyingum og það væri slæmt að velja Ieið sem hugsanlega meirihluti Vestmannaeyinga væri á móti Nú veit ég ekki hvort einhver skoðanakönnun hefur farið fram og mér skilst að bæjaryfirvöld vilji ekki efna til íbúakosningar um málið. Ég held að bæjaryfirvöld og þing- menn kjördæmisins verði að setjast niður og ræða þessi mál til að endurskoða málin eða sannfæra fólk um það að nýtt skip með siglingar í Bakkafjöra sé besta laus- nin. Fyrir fundi bæjarráðs í síðustu viku lá fyrir minnisblað frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um framkvæmdir í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar kemur fram að nú hilli loks undir verklok viðamikilla breytinga og viðhaldsaðgerða við húsnæði Barnskólans. Meðal þess sem búið er að gera er að reisa tvo Iyftustokka, koma lyftum fyrir í þeim, setja upp skábrautir innandyra, breyta salernum og bæta þau o.fl. Gamli íþróttasalurinn í suð- austurhlutanum var tekinn algjörlega í gegn sem félagsað- staða fyrir nemendur auk þess sem búið er að koma upp eld- húsaðstöðu í gömlu leirstofunni í kjallara gamla skólans, endur- nýja salerni við anddyri og fleira. I minnisblaðinu kemur fram að áætlaður heildarkostnaður við verkið sé um 85 milljónir. Bæjarráð fagnar því að verklok séu nú skammt undan. Aðstöðu- breytingin sem þessu fylgir var löngu tímabær og kemur til með að bæta aðstöðu kennara og nemenda til mikilla muna. Þá var samþykkt að vísa umframkostnaði við fram- kvæmdina til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.