Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 10. apríl 2008 Bloggheimar Rokkað hringinn: Komu við í Eyjum Þá er föruneyti hringsins komið til höfuðstaðar Suðurlands, Vest- mannaeyja. Við lögðum af stað frá höfuðstöðvum RÚV, útvarpshús- inu Efstaleiti klukkan 10.30 í morgun í þetta mikla rokkferðalag kringum landið með Dr. Spock, Benny Crespo's Gang og Sign. Með í för eru líka þær Erla og Sædís frá Monitor, Kiddi sem ætlar að mynda ferða- lagið fyrir Monitor og Bílstjórinn á „Lænernum" hann Pétur sem hefur keyrt flestar hljómsveitir landsins í a.m.k. áratug án þess að missa nokkurn tíma mann eða missa af dansleik eða konsert, og aldrei hefur hann heldur misst nokkuð út á sér varðandi það sem gerst hefur „on the road“. „Lænerinn" tekur hátt í 20 manns í sæti og svo eru líka 16 kojur um borð sem mannskapurinn á örugg- lega eftir að nýta sér þegar á líður. Þetta er skemmtilegur hópur, með hundruði ef ekki þúsundir tónleika að baki samtals, hér á landi sem og víðsvegar um heiminn. Og svo er þetta meira og minna fjölnota lið eins og íslendingar eru flestir. Addi trommari í Dr. Spock er t.d. líka trommari með Mugison, í Bandinu hans Bubba og írafári. Þar fyrir utan starfar hann alla daga þegar hann er ekki að ferðast um heiminn, í Hljóðfærahúsinu eins og Guðni Finnsson, bassaleikari Dr. Spock sem spilar svo líka með Mugison og ýmsum öðrum. Ferðin með Herjólfi gekk stórslysalaust fyrir sig. Það var dálítill veltingur en þetta eru meira og minna harðjaxlar í föruneyti hringsins sem afgreiddu um borð hvern hamborgarann á fætur öðrum með frönskum, sósu og salati. Þeir Ragnar Zolberg, Franz úr Ensími og Magnús úr Benny Crespo's Gang voru að koma úr heljarinnar „Gítar-híró“ keppni í Framhalds- skólanum og það var einhver gaur úr skólanum sem rúllaði þeim upp og rassskellti þá! Dr. Spock er að „sándtékka" í þessum skrifuðu orðum og allt að verða klárt hérna á Prófastinum í Eyjum þar sem spilað verður i' kvöld. Húsið opnað klukkan 8 og Sign er fyrsta band á svið. Svo er það Benny Crespo's Gang og Spock klárar kvöldið. Það er ekki annað að heyra en að það verði fullt af fólki hérna í kvöld, en spurningin sem brennur á vörum bæjarbúa er; Er aldurstakmark ? Já ! 18 nema í fylgd með foreldrum eða for- ráðamönnum. Gísli Hjartarson Loksins, loksins! Oskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingu fjölnota íþrót- tahúss. A vef Vestmanna- eyjabæjar auglýsir bærinn eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar á nýju fjölnota íþrót- tahúsi. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í lok síðasta sumars á síðasta heimaleik IBV en gert er ráð fyrir að jarðvinnu verði lokið eigi síðar en 25. júlí 2008. Eyjamaðcir vikunnar: Langar að hitta Gerrard í liverpool Dagmar Ósk Héðinsdóttir er er Eyjamaður vikunnar. Hér er hún með Kristínu Ósk, formanni Ægis. Dagmar Ósk Héðinsdóttir æfir með Iþróttafélaginu Ægi, sem er íþrótta- félag fatlaðra. Núna síðustu tvær helgar fór hún og keppti bæði í sundi og boccia og stóð sig með prýði á báðum mótunum. Dagmar er mjög dugleg að æfa báðar greinamar og er það að skila sér með eindæmum vel. Hún var valin íþróttamaður ársins hjá Ægi árið 2006. Dagmar Ósk er því Eyjamaður vikunnar. Nafn: Dagmar Ósk Héðinsdóttir Fæðingardagur: 18. nóvember 1991. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Mamma mín sem ég bý hjá, pabbi og svo á ég fimm bræður. Draumabíllinn: Eg myndi vilja eiga Benz, þeir eru svo flottir. Uppáhaldsmatur: Allur matur, sérstaklega pizza. Versti matur: Mér fmnst svið vond. Uppáhalds vefsíða: www.myspace.com/dagza_saeta og www.ifaegir.com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Einhver góð tónlist, til dæmis Páll Óskar. Aðaláhugamál: Sund, boccia, fót- bolti, tölvan og vera með vinkonum mínum. Hvaða mann/konu myndir þú vil ja hitta úr mannkynssögunni: Eg væri til í að hitta Steven Gerrard úr Liverpool. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Klárlega Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Steven Gerrard, ÍBV, Liverpool og íþróttafélagið Ægir. Ertu hjátrúarfull: Já, er það. Spila t.d. alltaf á sama stað í boccianu og er með sömu sundgleraugun þegar ég er að keppa. Uppáhaldssjónvarpsefni: One tree hill, Friends og Simpsons. Hvað ertu búin að æfa lengi: Boccia síðan í nóvember 2005 og sund í eitt ár. Hvernig fannst þér að keppa á mótunum? Það var rosalega skemmtilegt. Hver var hápunkturinn í ferð- unum? Allt! Það var rosa gaman að keppa bæði í sundinu og í boccia. Svo hitti ég líka Kristínu Rós Hákonardóttur og Pál Óskar Hjálmtýsson. Það var mjög gaman. Eitthvað að lokum: Áfram ÍBV, Ægir og Liverpool! :) Matgazðingur vikunnar: Hvítlaukshumarpasta Barozza Guðmundur Ágústsson tók áskorun Ingólfs Grétarssonar og kemur með uppskrift að girnilegum humarrétti þar sem hvftlaukur er í aðalhlut- verki. Humar Tagliatellepasta 10 hvítlauksgeirar 1 hvítlauksostur hvítlaukssalt 3 dl mjólk 3 dl rjómi kjötkraftur Merjið hvítlauksgeirana í morteli, svissað á pönnu, sett í pott og mjólk bætt við. Soðið í smá tíma. Ostinum og kryddi bætt við og að síðustu rjómanum. Humarinn léttsteiktur upp úr hvft- laukssmjöri. Pastað soðið. Öllu blandað saman. Borið fram með góðu hvítvíni, salati og hvítlauks- brauði. Eftir þennan rétt er ráðlegast að halda sig fjarri öðru fólki í ca. tvo sólarhringa. Ég þakka ástkærum frænda mínum þessa áskorun og ætla að halda þessu í hverfinu hans. Skora ég á EINRÆÐISHERRANN í Bragganum, hann Darra. Hann er einstaklega lunkinn við bíla og mótorhjól, en spuming með eldavélina. Verði ykkur að góðu. Matgœöingurinn er Guðmundur Ágústsson sem hér er meðföður st'num, Agústi Guðmundssyni og Sigmund teiknara. Gamla myndin: Við myndina til vinstri stcndur: Tekin í apríl 1933. Myndin er af Pálínu Gísladóttur, Ofanleiti. Gunnar Ólafsson, sem vinnur nú að skráningu og yfirferð á eldri skráningum á safninu, kom til mín með mynd númer 9495 í Ijósmyndasafni Kjartans Guðmundssonar (sjá myndina til hægri) sem merkt er óþekkt og spurði: Getur verið að þetta sé sama konan? Hér er dæmi um þá næmni sem verður smám saman til þegar unnið er að skráningu gagna, eitthvert óskilgreinanlegt minni sem verður vegvísir að árangri. Nú er ég ekki nægilega vel að mér hvorki í konum né Ijósmyndum til að taka hér af skarið, en Ijóst má þó vera að sviplíkar eru þær. Er því enn leitað til lesenda Frétta og þess beðið að þeir er betur vita komi til okkar á Bókasafnið eða hringi í síma 481 1184. Kirkjur bazjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 10. apríl Kl. 10.00. Mömmumorgunn, kaffi og spjall. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K húsinu. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landa- kirkju. Föstudagur 11. aprfl Kl. 13.00. Æfing hjá Litlu lærisvein- unum. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu lærisvein- unum. Laugardagur 12. aprfl Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta. Sunnudagur 13. aprfl Kl. 11.00. Sunnudagaskóli í fræðslustofu Safnaðarheimilis Landakirkju. Mikill söngur og gleði sem bamafræðarar Landakirkju sjá um. ATH. sunnudagaskólinn er á sama tíma og guðsþjónustan. Kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta Kl. 13.00. NTT - 9-10 ára f Safnaðarheimili Landakirkju Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 14. aprfl Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Fundur í 12 spora and- legu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli ll.OOog 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur. Laugardagur KI. 20:30 Bænastund. Sunnudagur Kl. 13:00 Samkoma. Allir hjartanlega velkomnir Bænastundir virka daga kl. 7:30. Aðuentkirkjan Laugardagur 12. aprfl Biblíurannsókn og barnastarf kl. 10:30. Allir hjartanlega velkomnir. Nýfazddir Eyjamenn Bjartur Leó Hlynsson fæddist 22. febrúar kl. 03.45 á Landspítalanum Hringbraut. Hann var 12 merkur. Foreldrar hans eru Hlynur Már Jónsson & Hulda Sif Þórisdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.