Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 17. aprfl 2008 9 Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur Landakirkju: Djákninn mun þjóna fólki, óháð trúarafstöðu þess Séra Kristján Björnsson segir að djákninn komi til með að starfa á því sem nefna mætti velferðarsvið. Flest verkefni muni koma frá fjöl- skyldusviði og heilbrigðisstofnun og nefnir hann t.d. Hraunbúðir. „Aðkoma Landakirkju að þessu verkefni felst m.a. í því að útvega vinnuaðstöðu í Safnaðarheimili þar sem verður unnt að veita viðtöl. Segja má að fasta vinnustöðin verði þar. Guðný mun einnig sjá um ákveðnar helgistundir, ekki beint fyrir Landakirkju heldur í því er tengist sjúkrahúsi og Hraun- búðum.“ Séra Kristján segir að sér lítist þannig á þetta að það geti orðið gott. „Þetta er tilraunaverkefni til eins árs og það þýðir að á þeim tíma munum við, sem að því komum, vinna kerfisbundið að því að móta starfið og reyna að nýta það sem best. Eftir þann tíma verður svo tekin ákvörðun um hvort framhald verður á því.“ Á heimasíðu Djáknafélags fslands segir að þjónusta djákna sé kær- leiksþjónusta og séra Kristján segir að starf djáknans felist m.a. í því að vitja sjúkra, aldraðra, þeirra sem eru einmana og annarra sem búa við sérstakar og erfiðar aðstæður. Ekki sé alltaf þörf á að leita til stofnana í þeim tilfellum. Kristján nefnir einnig að fjórði samstarfs- aðilinn í þessu verkefni gæti orðið Rauði krossinn sem hefur sinnt svonefndri heimsóknarþjónustu. „Og það er rétt að taka fram að það er ekki ætlunin að djákninn fari að yfirtaka eða ganga í störf þeirra sem hingað til hafa sinnt þessu, svo sem lækna, félagsráðgjafa, presta og hinna ágætu heimsóknarvina Rauða krossins, svo einhverjir séu nefndir. En djákninn getur unnið með þeim og kemur til með að þekkja þau úrræði sem til eru. Við sem vinnum að þessu, viljum reyna að móta starfið þannig að við Kristján: Þetta er tilrauna- verkefni til eins árs og það þýðir að á þeim tíma munum við, sem að því komum, vinna kerfls- bundið að því að móta starfið og reyna að nýta það sem best. getum betur séð hver þörfin er, t.d. í sambandi við öldrunarmál og velferðarmál almennt.“ Séra Kristján segist vilja taka skýrt fram að djákninn muni þjóna fólki, óháð trúarafstöðu þess og það sé mikilvægt atriði. Þó svo að djáknastarfið sé byggt á kristnum grunni, þá muni hann starfa óháð trúarskoðunum fólks. Fyrst og fremst tengill sem veit hvert á að leita Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Vestmannaeyja- bæjar, hefur setið í stýrihópnum um djáknastarfið. Hún segir það sam- starfsverkefni þriggja aðila. Djákn- Guðrún: Ég tel það gott að hafa virkan stýrihóp með einum aðila frá hverjum þeirra er standa að þessu verkefni, kirkjunni, bænum og heilbrigðisstofnun. inn sé ekki starfsmaður bæjarins, hann sé ráðinn að kirkjunni en bær- inn muni nýta sér þekkingu hans í félagsþjónustunni. „Ég tel það gott að hafa virkan stýrihóp með einum aðila frá hverjum þeirra er standa að þessu verkefni, kirkjunni, bænum og heil- brigðisstofnun," segir Guðrún. „Djákninn getur þá leitað ráða og stuðnings hjá okkur og fengið yfirsýn yfir velferðarþjónustu bæjarins og við einnig leitað eftir þjónustu hans fyrir okkar skjól- stæðinga. Þannig náum við að nýta sem best og samþætta þá þjónustu sem í boði er.“ Guðrún segist telja að í sambandi við fjölskyldusvið muni þetta nýtast best í þjónustu við fatlaða, geð- fatlaða, aldraða, barnafjölskyldur sem eiga í ýmsum erfiðleikum og jafnvel innflytjendur. „Djákninn mun væntanlega einnig starfa með Steinunn: Eitt af meginmark- miðum þessa verkefnis er að vinna að samþættingu þjónustu á sviði velferðarmála hjá sveitar- félaginu. sjálfshjálparhópum. I okkar huga verður hann fyrst og fremst tengill sem þekkir allar stofnanir og veit hvert á að leita,“ segir Guðrún. Guðrún segir einnig að eftir ár muni stýrihópurinn gera skýrslu þar sem fram kemur hvernig þeim finnst til hafa tekist og síðan verði tekin ákvörðun um framhaldið með hliðsjón af því. Heilbrigðis- stofnanir hafa góða reynslu af starfi djákna Steinunn Jónatansdóttir, hjúkrunar- fræðingur er fulltrúi Heilbrigðis- stofnunarinnar í Vestmannaeyjum í stýrihópnum. Hún segir það eiga eftir að koma í ljós hvernig staða djákna eigi eftir að nýtast hjá HSV, enda sé um tilraunaverkefni að ræða. Segja megi að stofnunin taki þátt í verkefninu ekki síst til að meta þörfina fyrir þjónustu djákna. „Það er vel þekkt að aðrar heil- brigðisstofnanir hafa haft góða reynslu af þjónustu þeirra, sérstak- lega á öldrunardeildum, krabba- meinsdeildum og líknandi deild- um,“ segir Steinunn og bætir við að djáknar hali m.a. verið ráðnir í fasta stöðu á Sóltúni sem er hjúkr- unarheimili fyrir aldraða. „Ég er vongóð um að verkefni djákna, er snúa beint að HSV, muni ganga vel og horfi sérstaklega til þess að djáknaþjónustan muni nýtast skjólstæðingum okkar á göngudeild lyfjagjafa þar sem við erum m.a. að veita krabbameins- lyfjameðferð. Þá ætti þessi þjón- usta einnig að nýtast skjólstæð- ingum okkar á hjúkrunardeild og þeim sem njóta heimahjúkrunar á vegum heilsugæslunnar." Steinunn segir það algengt að skjólstæðingar HSV séu einnig skjólstæðingar félagsþjónustunnar að einhverju leyti. Krafa um aukið samstarf og samþættingu heil- brigðistengdrar félagsþjónustu og heilsugæslu sé sífellt að verða háværari og segja megi að sam- starfsverkefnið sé eitt skref f þeirri vinnu. „Eitt af meginmarkmiðum þessa verkefnis er að vinna að samþætt- ingu þjónustu á sviði velferðarmála hjá sveitarfélaginu. Djákni hefur m.a. það hlutverk að safna saman upplýsingum og vinna markvisst með stýrihópnum til að meta þörf á þjónustu, ekki síst með það í huga að auka samstarf þeirra fagaðila sem starfa á sviði velferðarmála," sagði Steinunn Jónatansdóttir. Sænska sendiráðið veitti viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina: Jóhanna Rut fékk fyrstu verðlaun Jóhanna Rut Óskarsdóttir, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja, fékk sérstaka viðurkenningu frá Sænska sendiráðinu á mánudag en hún vann ritgerðarsamkeppni sem sendiráðið efndi til. Foreldrar hennar eru Óskar Ragnarsson og Ósk Rebekka Atladóttir en fjöl- skyldan hefur búið í Svíþjóð und- anfarin ár. Jóhanna Rut ákvað hins vegar að Ijúka grunnskóla- námi hér heima og dvelur í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Vestmannaeyjum. „Ég bjó í Svíþjóð í fimm ár og flutti heim í júní í fyrra. Mamma, pabbi og litli bróðir minn eru ennþá úti í Gautaborg en ég ákvað að klára grunnskólann í Eyjum. Ég var komin með leiða á Svíþjóð og nennti ekki að vera þar lengur,“ sagði Jóhann Rut þegar hún var spurð út í tengslin við Svíþjóð og veruna hér. „Ég ákvað að taka samræmt próf í sænsku frekar en dönsku. Ég er í fjarnámi í sænsku og hluti námsins fólst í því að skrifa rit- gerð um vináttu eða Svíþjóð og ég valdi að skrifa um vináttuna. Sænski sendiherrann bauð þeim sjö nemendum, sem skiluðu rit- gerð, í boð á mánudag þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir bestu ritgerðirnar. Ég hlaut 1. verðlaun og gjafabréf fyrir 50.000 frá Iceland Express og þetta var rosa gaman. Ég var auðvitað svolítið stressuð þegar ég þurfti að tala fyrir framan fullt af fólki við afhendinguna, fólki sem ég hafði aldrei séð áður. En það gekk upp og ég er komin heim heilu og höldnu,“ sagði Jóhanna Rut ánægð með námið og Eyjar ÁSTÞÓR: Þetta er allt í góðu og ég er tilbúinn að aðstoða þá eins og hægt er en ég vil bara hvfla mig á þessu, í bili a.m.k. Ástþór hættir í Krónunni Ástþór Jónsson hefur sagt upp störfum sem verslunarstjóri hjá Krónunni eftir átta ára starf. „Þetta er orðið ágætt og átta ár er langur tími í þessu. Það kemur verslunar- stjóri frá Reykjavík sem heitir Magnús Magnússon og það stóð þannig á að hann gat komið strax og þar al' leiðandi get ég hætt um næstu mánaðamót. Þetta er allt í góðu og ég er tilbúinn að aðstoða þá eins og hægt er en ég vil bara hvfla mig á þessu, í bili a.m.k. Ástþór segir allt óráðið með vinnu og allt opið í þeim efnum „Ég á tvo mánuði inni í sumarfrí og það eina sem er afráðið er að ég ætla í eggin í maí. Maður veit aldrei hvað fram- tíðin ber í skauti sér. Ég útiloka ekki að ég komi inn í verslunar- rekstur aftur þegar ég er búinn að hvfla mig á þessu. Maður veit aldrei. Þetta hefur verið spennandi tími og ég var með báðar búðimar, Krónuna og 11-11 í fimm ár og það var gífurleg vinna. Það var spenn- andi að byggja upp Krónubúðina og ekkert nema gott um þennan tíma að segja. Nú er bara kominn tími til að breyta til,“ sagði Ástþór.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.